Sjávarútvegsráðherrann

Já, þessi sem hefur bloggað á blog.is um langt skeið og leyfir ekki athugasemdir. Vill heldur gaspra úr sínum fílebeinsturni, án athugasemda.

Í fréttum Ríkisútvarpsins var hann spurður um viðbrögð við grein Joe Borg, fiskveiðimálastjóra ESB, í Fréttablaðinu. Joe Borg talar þar um að Íslendingar gætu spilað lykilhlutverk í endurskipulagningu fiskveiðistjórnunarmála sambandsins.

Í stað þess að taka málinu fagnandi og koma auga á tækifæri fyrir Ísland, ákvað hann að skella sér í þröngsýna Heimssýnargírinn og blammera.

Í stað þess að taka erindinu fagnandi valdi hann þann kost að kasta þröngsýnisslettu á málið. Íslendingar eigi sko ekkert erindi í svona lagað.

Ég tel að hann hafi bara verið hræddur um að aðalmál þröngsýnissinna, fiskveiðistjórnunarmálið, gæti þarna runnið þeim úr greipum. Því hafi hann ákveðið að vera á móti, til að vera á móti. Því takmark forpokaðra er jú að vera forpokaðir. Sama hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hvernig í ósköpunum hefur þessi maður orðið ráðherra ? Hvers á þessi þjóð að gjalda?

Finnur Bárðarson, 21.5.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér er gersamlega óskiljanlegt hvernig maðurinn álpaðist á ráðherrastól. annars er ekki úr mörgu að velja hjá flokknum hans. litlu öðru en forpokuðum einstrengingum.

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 20:49

3 identicon

Það er ömurlegt að VG hafi valið þennan afturhalds og fortíðarsinna í stól ráðherra. Ef okkur á að takast að byggja upp nýtt Ísland þá er svona hroki og heimóttarbragur ekki aðferðin til þess.

Einangrunarstefna Íslands mun aðeins þýða fólksflótta því miður. Mín tilfinning er sú að fólk vilji að Íslendingar taki þátt í samfélagi þjóðanna og athugi aðild að ESB. Hvort sá samningur yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu er svo annað mál.

Ína (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 21:18

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

rétt Ína. heimóttabragur er einmitt orðið yfir þetta.

Brjánn Guðjónsson, 21.5.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband