Fimmtudagur, 4. júní 2009
Snilld
Það er vissulega ekki gaman þegar fólk brýst inn í hús annarra. Hvað þá til að hnupla.
Þetta mál fór þó vel fyrir þann sem fyrir innbrotinu varð.
Snilldin í málinu er að innbrotsþjófurinn sagðist ætla að hringja á leigubíl. Tær snilld.
Hinsvegar set ég fyrirvara við dómsúrskurðinn, að hinn dæmdi þurfi að greiða allan sakarkostnað. Ég spyr mig hve raunhæfur sá úrskurður sé. Hinn dæmdi, sem þekktur er fyrir afrek sín, flokkast ekki beinlínis í flokk þeirra sem slá lán sisona, eða eiga fjársjóði í bankanum.
Ég á þó eina mynd af mér, með honum í bakgrunni. Gerir vissulega myndina skemmtilegri en ella.
Athugasemdir
Ég hlakka til eftir 10 mánuði þegar snillingurinn kemur aftur á Austurvöll. Ómetanlegur í flóruna !!!
Jóka (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 09:09
það skildi þó ekki vera að það væri blessaður sakleysinginn hann Lárus vinur minn sem þú ert að fjalla um hérna,aldrei hefur hann gert mér né mínum mein. Finnst að það mætti slá upp skúr yfir hann og sjá honum fyrir vasapening frá degi til dags svo hann geti lifað lífinu með stæl.
Þórunn Elíasdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.