Bandaríkjamenn í ruglinu

„Bandaríkjastjórn íhugar nú að setja Norður-Kóreu aftur á lista yfir þjóðir sem styðja hryðjuverk.“

„Nafn Norður-Kóreu var fjarlægt í október sl. í kjölfar þess að þarlend stjórnvöld hófu að taka kjarnkljúf í sundur. Þau hafa hins vegar framkvæmt nokkrar kjarnorkutilraunir síðan þá.“

 

Snillingarnir í BNA setja semsagt samansem merki milli virkjnar kjarnorku og hryðjuverkastarfsemi. Þá eru Bandaríkjamenn sjálfir væntanlega stærsta hryðjuverkaógnin?

Burt séð frá hvað fólki finnst um kjarnorkutilraunir norður Kóreu. Ætli þeir hafi ekki sama rétt og Bandaríkjamenn, eða hver annar, til virkjunar kjarnorku.

Nei, enn og aftur kemur í ljós að Bandaríki norður Ameríku telja sig lögreglu alheims og yfir aðra hafna.

Megið samt ekki misskilja mig. Mér finnst, ekki síður en ykkur, Kim Jong Il verulega halló. Illa klæddur og púkó.


mbl.is Bandaríkin aðvara N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svo held ég að hann sé ekki aðeins púkó heldur heldur líka sækó.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2009 kl. 18:07

2 Smámynd: Páll Jónsson

Norður-Kórea er reyndar búið að vera að framkvæma kjarnorkuvopnatilraunir undanfarið. Ég held að það sé heiminum ekki til framdráttar að geðsjúklingar lúri á kjarnavopnum, hvað sem heimspekilegum sanngirnisviðhorfum líður.

Páll Jónsson, 7.6.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Gunnar Geir

fyrir utan það að Bandaríkjamenn hafa beitt aðrar þjóðir miklu meira ofbeldi en Norður-kóreumenn á síðustu árum og áratugum. Þeir hafa t.d. sprengt saklausa borgara með teppasprengjum (carpet bombs) í Írak. Hvað eru meiri hryðjuverk en að fleygja sprengju út úr flugvél í mikilli hæð sem sjálf springur og myndar margar aðrar sprengjur sem enginn veit hvar enda?

Norður-kóreumenn hafa þó sleppt ofbeldi gagnvart fólki fyrir utan landsteinana.

Þvílík og önnur eins hræsni.

Eru það ekki svolítið gamaldags sleggjudómar að hengja orðið "hryðjuverkamenn" við heila þjóð bara af því að ríkisstjórnin er galin eða meðvirk firrtum manni. Móðguðust ekki margir Íslendingar yfir því að við skildum öll vera sett undir einn hatt hryðjuverkamanna og það á minna áberandi hátt?

Ég hafði bundið vonir við að Bandaríkjamenn myndu hætta sínum fáránlegu sleggjudómum í anda "stan-löndin eru öxull hins illa" en auðvitað var bara skipt um nokkra menn í embætti - þjóðin er ennþá firrt.

Gunnar Geir, 8.6.2009 kl. 01:33

4 Smámynd: Páll Jónsson

Sleggjudómar og ekki sleggjudómar.

Norður-Kóreu er stjórnað af mönnum sem eru illskan uppmáluð.

Á sama tíma og þeir dæla peningum í einn stærsta og öflugasta her í heimi þá leyfa þeir borgurum landsins að svelta heilu hungri. Undanfarna áratugi hefur hinum almenna borgara í landinu verið nauðgað á slíka vegu að meðalhæð og meðalþyngd í landinu er orðin sláandi lægri en sambærilegar tölur í nágrannaríkinu Suður-Kóreu.

Það eru engin orð sem duga að lýsa þeirri fyrirlitningu sem stjórnvöld í Norður-Kóreu eiga skilið.

Engin orð. 

Páll Jónsson, 8.6.2009 kl. 01:41

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kim Jong-il hefur aðeins áhuga á einu; að halda völdum og tryggja áframhaldandi völd fjölskyldu sinnar. Það sem hann vill framar öllu er að undirritaðir verði friðarsáttmáli sem ljúki Kóreustyrjöldinni í eitt skipti fyrir öll í stað vopnahléssamninga sem fram að þessu hafa gilt. (eða þar til hann sagði þeim upp fyrir skömmu).

Slíkir samningar mundu tryggja hann og fjölskyldu hans mjög í sessi jafnvel þótt landið opnaðist. Í von um að karlinn hrökkvi upp af sem fyrst og að þá breytist pólitískar aðstæður í Norður Kóreu, hefur Suður Kórea og USA dregið það a bjóða slíkan samning.

Hryðjuverkalögin taka einkum til útflutnings á auðguðu úraníum eða plútoníum sem t.d Íranar ágirnast mjög og N-Kórea framleiðir nú allt hvað af tekur. Þeir eiga um tíu sprengjur kjarnorkusprengjur en enga kjarnaodda. Hryðjuverkalögin eru líka til að S-Kórea og USA geti leitað á skipum sem sigla um Gula haf og eru að koma eða fara frá N-Kóreu. Eina leiðin fyrir N-Kóreu  til að nota sprengjurnar er að reyna fljúga þeim yfir skotmarkið sem talið er ólíklegt að takist, eða koma henni að marki sínu sjóleiðis.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2009 kl. 01:56

6 identicon

Norður Kóreu langar í Suður Kóreu, einræðihrottaríki eins og norður kórea hafa þau örlög að þau þurfa á endanum að fara í stríð, með vaxandi heilbrigðisvanda sem hefur farið vaxandi frá síðasta áratugi síðustu aldar hlýtur að vera vaxandi óánægju og reiði meðal íbúa, sundrun.  Herinn er fimmti stærsti her á þessari plánetu og 1 hermaður á hverja 25 íbúa og þeir eyða tæpum 16% af þjóðarframleiðslu í hernað á móti 3% í heilbrigðisþjónustu. Vannæring er mikill meðal barna. Sjúkdómar á borð við Malaríu og lifrabólga B eru faraldur þar.

Norður Kórea er í bullinu og það að svona ríki hafi undir höndum kjarnorkuvopn myndi ég telja stórhættulegt.

Her norður kóreu er mjög valdamikill og er orðin mikið pólitískt afl. Og ef Kim Jong II  færi til feðra sinna væri mjög ólíklegt að einhverjar breytingar væru á ástandinu þar sem her landsins líður mjög vel við þessar aðstæður.

Þetta er bara ömurlegt ástand, og vonar maður að það þurfi ekki að enda með blóðbaði.

Árni Páll Jónsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband