Jákvæðar fréttir, mitt í bölmóðinum

Er ekki úr vegi að gefa rexinu og pexinu frí, eitt andarblik og líta heldur á hinar jákvæðu hliðar mannlífsins.

Gamalíel Allingham, gamalmenni, fagnaði afmæli sínu um helgina. Hann er annar tveggja breskra hermanna sem börðust í heimstyrjöldinni fyrri. Hann er jafnframt elsti maður Bretlands fyrr og síðar.

Hann fæddist árið 1796, eða skömmu áður en valdatími Viktoríu drottningu hófst. Þá er hann jafnframt sá eini eftirlifandi af stofnendum Vauxhall bílaverksmiðjanna.
Gamalíel og Glochester kórdrengirnir.

Fjölskylda Allingham fagnaði afmælisdeginum með honum ásamt starfsmönnum Vauxhall og buðu honum á tónleika kaþólska drengjakórsins í Glochester.

„Ég veit að félagar mínir hjá Vauxhall hafa löngum haft sérstakan smekk, en Þetta er yndislegt. Ég átti aldrei von á þessu,“ sagði afmælisbarnið við blaðamenn.

Við óskum Gamalíel að sjálfsögðu til hamingju með áfangann.


mbl.is Elsti maður Evrópu 113 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Maðurinn stendur undir nafni..... GAMALÍEL. 

Til hamingju með afmælið Gamalíel ef þú lest bloggið hans Brjáns !   

Anna Einarsdóttir, 8.6.2009 kl. 23:46

2 identicon

Nei Brjánn, hann er 113 ára en ekki 213!

Annars er ég að velta fyrir mér í hvaða merkingu orðið „maður “ er notað í fréttinni. Er hann elsti maður eða elsti karlmaður Bretlands? Er einhver kona eldri en hann í Bretlandi? Spyr sá sem ekki veit hvaða hugsun fréttamenn leggja í orðin sem þeir nota (sé hún þá nokkur).

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 14:20

3 identicon

Maður þýðir skv. íslenskri orðabók bæði kona og karl, sem má glöggt sjá á, að konur eru menn (en ekki t.d. kisur). Reyndar eru sumar konur líkar kisum, svo sem að þær kunna betur, að karl láti vel að þeim. þær kisur (einkum læður) eru eðlilegar, þær bregðast "rétt" við lykt af körlum (högnum).

Reyndar er unnt að velta því fyrir sér lengi, hvers vegna sum dýr eru svipt þeirri frumhvöt að eðlast með gagnstæðu kyni, en önnur ekki ? Er þetta genatengt eða ekki ? Spyr sá, sem ekki veit.

Með kveðju, KPG.

Kristján P.Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband