Sunnudagur, 5. júlí 2009
Er einstæð móðir ábyrg fyrir hruninu?
Ég veit um ónefnda konu hér í bæ. Hún er einstæð móðir. Hún berst ekki mikið á og kemur manni fyrir sjónir sem ósköp ljúf og góð kona.
En er allt sem sýnist? Þegar betur er að gáð, kannski ekki.
Ég hef fyrir því heimildir að Hannes Smárason hafi verið skólabróðir hennar í MR.
Sigurjón von Icesave mun einnig hafa verið skólabróðir hennar í MR.
Ég hef undir höndum sönnun þess að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi verið bekkjarbróðir hennar í Ísaksskóla.
Björgólfur er fimmti frá vinstri í efstu röð. Ónefnd er einnig á myndinni.
Hún mun vera tengd einum fyrrum valdamanni Sjálfstæðisflokksins ættartengslum.
Sem barn lék hún sér oft í húsinu að Fjölnisvegi 9, sem í dag er í eigu Hannesar Smárasonar.
Síðast en ekki síst er hún starfsmaður Landsbankans.
Hún er greinilega höfuðpaurinn og arkítektinn að hruninu.
Þarf fleiri vitnanna við? Er þetta ekki eitt stórt samsæri?
Er enginn að sjá þetta nema ég?
Athugasemdir
Þetta er skothelt sýnist mér. Þú verður að fara með þessar upplýsingar áfram til réttra aðila annars verður þú samsekur ekki satt. Ætli ónefnd hafi flúið land eins og fyrrum skólabræður. Einstæða móðirin lúrir eflaust á Tortola-gullinu og hefur það náðugt
Jóka (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 21:42
ónefnda móðirin er á Tortilla
Brjánn Guðjónsson, 5.7.2009 kl. 22:32
og snæðir gull
Brjánn Guðjónsson, 5.7.2009 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.