Skóblæti kvenna

Það hefur löngum verid talið að konur séu haldnar skóblæti.

Sumar þeirra fara í búðir að kaupa sér stígvél, kannski fyrir 30 þúsund kall, eða meira.

maður spyr sig, til hvers?

Jú, konur hafa gjarnan sagt að þegar þær sjái herra líti þær á skóna þeirra, til að meta hvort þeir væri danshæfir. Gamlar konur aðallega.

Kommon! karlmenn spá ekki í skó og nota gömlu, slitnu, skóna sína út í hið óendanlega.

Þegar karlmaður hittir konu, lítur hann ekki á skóna hennar. Ó nei. Hann skoðar annað en það. Hann horfir á vöxtinn. Rassinn, og brjóstin, ásamt öðru. Vitanlega spila sérþarfir hvers og eins þar inn. Sumir vilja stór brjóst og arðir minni. Annars er það persónan sem öllu skiptir. Ekki brjóstin eða rassinn. Það er annað mál.

Karlmenn hafa hisvegar engan áhuga á skóm.

Því er það stór merkilegt að konur eyði tugum þúsunda í skó, til þess eins að geta haft í frammi meting hvor gegn annari, því okkur karlmönnunum er slétt sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Iss, konur eru oftast að "gera sig til" fyrir hverja aðra.  Hefðu þær ekki þessa misskildu samkeppni, kæmu þær fram berrassaðar og í ódýrum skóm (ef það er möl) eða engum.

Ekki veit ég um marga karla sem hafa minnsta áhuga á meiki/farða og hárgreiðslu og öllum þessum græjum sem reynt er að telja manni trú um að nota, ætli maður að láta sjá sig utan dyra (eða innan, þess vegna)

Ilmvötn/-krem eru líka á hættusvæði. Það sem konan sýgur uppí nasirnar og reynir að kæfa karlinn með, getur orðið hans bani, ok allavega astmakast eða ógleði.

Eygló, 6.7.2009 kl. 00:09

2 identicon

Skór eru yndislegir.  Veit fátt betra en að kaupa mér smart skó.  Keypti mér eitt par um daginn á 30 kall og annað á 20 kall.  Það er aldrei kreppa þegar góðir skór eru í boði.  Skókaup sitja fyrir.  Við mæðgur borðum frekar núðlur og grjón í stað þess að fórna góðum skókaupum.  Ég get lofað þér því að þegar þessi tilgreindu skókaup áttu sér stað þá var ég hvorki að hugsa um  karlmenn né samkeppni við aðrar konur. Þvert á móti var ég að hugsa um sjálfa mig fyrst og fremst.  Mér finnst gaman að hafa mig til og smart skór eru hluti af því, því  hvað er ljótara en að vera  vel til hafður og svo í snjáðum og ljótum skóm.  Dæmið bara gengur ekki upp.  Held líka að þessi myta um samkeppni á milli kvenna sé ofmetin.  Við erum ekkert að keppast innbyrðis.  Bull og kjaftæði

Bottom line:  skór eru möst, skór sitja fyrir öllu á innkaupalistanum hvað sem það kostar.  Skóblætið það lengi lifi

Jóka (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: fingurbjorg

Iss piss, þetta er nú frekar mikið alhæfing, margar stelpur láta sér nægja 3-4 pör og eitt par dugði fyrir mig í 7 ár (12-19 ára), góðir hermannaklossar og ég gekk í þeim líka við sparifötin, þeir eru ennþá í lagi, 13 árum seinna en ég er samt búin að bæta slatta við af skóm. En ég skil vel pælinguna, allur þessi peningur í tísku skó sem fyrir það fyrsta endast mjög stutt, sólarnar spænast upp, hællinn dugar oft ekki nema eitt nú eða hálft sumar áður en tappinn eyðist og þarf að kalla til skósmiðs og svo þarf lítið til að rispa þá og skemma (hljómar einsog bíll?) en 70000 kr fyrir skó sem endast 13 ár+ telst í mínum bókum gott! Margir skór í dag eru ekki framleiddir með þægindi í huga og ég dauðskammast mín fyrir að hafa fallið í þá ljótu grifju að kaupa tískuskó sem er með öllu ómögulegt að klæðast! Aldrei aftur. Hermannaklossar lengi lifi! :D

fingurbjorg, 6.7.2009 kl. 12:22

4 Smámynd: fingurbjorg

afsakið, skórnir kostuðu ekki 70.000 heldur 7000!!!!! :P

fingurbjorg, 6.7.2009 kl. 12:24

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Kannski er þetta prívatblæti, Jóka, en blæti þó

Brjánn Guðjónsson, 7.7.2009 kl. 02:47

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en þú ert ágæt Jóka, enda spillingarsinni út í eitt, eins og ég.

áfram íhaldið! lifi spillingin!
ég á mér blauta drauma.

Brjánn Guðjónsson, 7.7.2009 kl. 02:52

7 identicon

ég á mér blauta íhaldssama spillingardrauma enda í innsta hring mafíunnar :)

Jóka (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 08:26

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hmmmm ég hefði aldrei náð augnkontakt við minn heittelskaða, nema af því ég var á 1975 stultum eða þannig sko.

Enda fékk hann flog þegar ég fór úr skónum ;  hva ertu sona lítil?????

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.7.2009 kl. 03:01

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahaha. þeir skór hafa því haft sérstaklega praktískt gildi. ekki bara fyrir augað.

Brjánn Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband