Stæði í flugvélum

Michael þessi O'Leary, forstjóri Ryanair vantar ekki hugmyndirnar.

Var það ekki hann sem átti hugmyndina um að selja inn á salernin? Hvort hugmyndin var fast gjald eða hvort rukkað skyldi eftir þyngd úrgansgins veit ég ekki.

Nú er hugmyndin að bjóða upp á stæði í vélunum. Ekki veit ég hvort það standist alþjóða öryggisstaðla að leyfa lausa hluti í flugvélum, eins og farþega á barstólum. Hugmyndin er samt ekki endilega svo galin, sem slík.

Komi eitthvað fyrir í flugi og vélin hrapar, held ég að yfir höfuð skipti litlu máli hvort maður er bundinn í sæti eða laus. Líklega eru allir jafn dauðadæmdir hvort eð er, í flestun tilfellum. Hvað svo sem öryggisreglur segja. Því skiptir litlu máli hvort maður drepist á barstól eða bundinn í sæti. Á barstólnum yrði dauðinn amk. ókeypis.


mbl.is Ókeypis flug fyrir standandi farþega?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband