Firringin lifir góðu lífi

Samkvæmt frétt Vísis fara starfsmenn hins gjaldþrota fjárfestingabanka Straums fram á bónusgreiðslur fyrir að sinna störfum sínum. Hvað þeir hafa í regluleg laun kemur þó ekki fram. Þetta eru, sem sagt, kröfur þeirra um sérstök verðlaun sér til handa nái þeir árangri í vinnunni.

Líklega eitthvað sem ég ætti að fara fram á við minn vinnuveitanda fyrir að gera annað en að dotta fram á borðið í vinnunni.

Starfsmennirnir, sem eru 45 talsins, fara fram á 15 milljónir €vra nái þeir að endurheimta 28% af eignum bankans og allt að 55 milljónum €vra, takist þeim að endurheimta 75% eignanna. Bónusarnir eiga að ná til 5 ára tímabils.

Miðað við 5 ár og 45 starfsmenn, gerar þetta 333 þúsund - 1,22 milljónir evra á haus, sem gera 9.250 - 33.900 €vrur á mánuði. Miðað við núverandi gengi €vru (ca 181 króna) nymi bónus hvers starfsmanns frá 1.674.250 - 6.135.900 króna á mánuði.

Eru eintómir græðgisvæddir siðspillingar ráðnir til starfa hjá fjármálafyrirtækjum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Reka þá alla núna og ráða menn sem setja það í fyrsta sæti að vinna að því að réttlætið nái fram að ganga en ekki að ná árangri í innheimtu til að hagnast að því sjálfir!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.8.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband