Mánudagur, 31. ágúst 2009
Ég á mér líf
Í morgunsáriđ renndi ég yfir netmiđla, eins og ég geri gjarnan á morgnana. Ţar sem ég hafđi lokiđ viđ ađ skođa skemmtilegt myndband, á Pressunni, af antílópu gefa hýenum langt nef, rak ég auga í tengil hćgra megin á síđunni.
Afmćli aldarinnar - Myndir úr veislunni í Turninum.
Nú nú nú, hugsađi ég. Afmćli aldarinnar! Ţađ er ekkert minna. Ţetta hljómar of 2007 til ađ láta ţađ óskođađ.
Ég smellti á tengilinn og viđ mér blasti frétt, ásamt myndum, af afmćli einhvers fólks sem ég vissi ekki ađ vćri til. Fyrir utan tónlistafólkiđ sem spilađi í veislunni og einn fjölmiđlamann ađ auki, hafđi ég ekki einustu hugmynd af tilveru ţess fólks sem á myndunum var.
Vitanlega varđ ég dauđskelkađur og hóf samrćđur viđ sjálfan mig.
Brjánn, ertu virkilega svona úti á ţekju? Veist ekki hver skódrottningin er.
Viđ ţessa spurningu mína jókst hjartslátturinn og svitinn spratt fram á enniđ. Ţar til ég skyndilega fann til mikils léttis um leiđ og ég svarađi mér.
Nei. Ég er ekki úti á ţekju, heldur á ég mér líf.
Athugasemdir
Hefur ţú íhugađ ađ zlá kúlulán út á lífiđ ađ veđi ?
Steingrímur Helgason, 31.8.2009 kl. 18:45
Viss sko ađ ţú vćrir ekki út á ţekju... ţar eru bara skódrottningar og skósveinar...
Brattur, 31.8.2009 kl. 20:37
Ég hefđi nú haldiđ ađ skóblćtisdrengur eins og ţú hefđir átt ađ vita hver Marta skódrottning er
Jóka (IP-tala skráđ) 1.9.2009 kl. 14:30
já, segđu. skeit upp á bakiđ ţarna
Brjánn Guđjónsson, 1.9.2009 kl. 14:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.