Fimmtudagur, 3. september 2009
Great balls of fire
Nathan Lewis skrifar grein í Huffington Post. Þótt ég hafi ekki fundið hana, þrátt fyrir leit. Vísir hafði ekki fyrir að setja tengilinn í fréttina. Því gæti fréttin allt eins verið innanhússhugarburður Vísismanna.
Ekki þekki ég téðan Nathan en ömmufrændi hans, Jerry Lee, kunni að spila á píanó og að leggja lag sitt við barnungar stúlkur. Hann flutti meðal annars lagið Great balls of fire sem myndi á ylhýra útleggjast sem Frábæru eldeistun.
Já blóðrennslið þangað niður var alla tíð í góðu lagi hjá þeim gamla.
En hvað Nathan, ömmufrænda varðar, þá hef ég ekki hugmynd um hann. Tengist hann nokkuð kompaníinu Nathan og Olsen? Innflytjanda Cocoa puffs.
Hér þarf að lesa milli línanna.
Eitthvað puffy við kakóið hjá öðrum þeirra og eitthvað við eldeistun hjá hinum.
Huffington post/Puffington post. Skyldi vera samhengi?
Æ, vil ekki hugsa þetta lengra, en endilega...lesið netmiðlana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.