Hjartatilfellum fækkar

„Samkvæmt nýrri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnu hjartasérfræðinga í Brussel í Belgíu í dag, hafa strangari reglur um reykingar fækkað hjartatilfellum í Evrópu umtalsvert.“

Hvað eru hjartatilfelli? Væntanlega tilfelli þar sem hjörtu koma við sögu.
Ekki fylgir fréttinni um hverskonar hjartatilfelli er að ræða, né á hvaða hátt téðir hjartasérfræðingar eru sérfróðir um hjörtu.

Því kemur margt til greina.

Einn möguleiki er sá að fækkun hafi orðið á góðhjörtuðu fólki og því færri tilfelli hjartgæsku en áður. Þar sem ég tel engin tengsl vera milli reykinga og hjartgæsku ætla ég því að útiloka þann möguleika.

Engum sögum hefur farið af fækkun nýbura og því ólíklegt að þeim elsku hjörtum fari fækkandi. Afskrifa því þann möguleika líka.

Hjartatilfelli

Grunur minn er sá að ekki séu einungis tengsl milli reykinga og hjartatilfella, heldur einnig að hjartasérfræðingarnir tengist hvoru tveggja.

Því kemur aðeins eitt til greina. Hjartaknúsarar. Hjartaknúsarar eins og Bo Halldors, Geir Ólafs og Tom Jones.

Líklega troða þeir sjaldnar upp eftir að reykingabann á skemmtistöðum tók gildi. Kannski aðdáendur þeirra séu upp til hópa reykingafólk og aðsóknin því farið minnkandi.

Sem hjartaknúsarar hafa þeir valdið ómældum hjartabráðnunum um dagana. Hjartatilfellum. Sem slíkir eru þeir vissulega hjartasérfræðingar.

 


mbl.is Miklu færri hjartatilfelli í kjölfar reykbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ég er fegin að sjá að þú ert búinn að taka lyfin þín!  hahahahahaha

Mágur minn, sem sagðist eðalhraustur, sagðist aldrei frá hjartslátt!

Eygló, 11.9.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

búinn að inntaka C vítamínið. nú er bara að inntaka Tom Jones.

Brjánn Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 01:52

3 Smámynd: Brattur

Í öllum tilfellum er best að fylgja hjartanu.

Brattur, 11.9.2009 kl. 12:01

4 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Þu ert skemmtilegur!

Soffía Valdimarsdóttir, 11.9.2009 kl. 12:05

5 identicon

eins og segir á Cheerios pakkanum "hjartað hefur ástæður sem tilfinningarnar skilja ekki"

Hér kemur svo vítamínbomba dagsins sem er gott að taka inn með B-vítamíninu

http://www.youtube.com/watch?v=6KUJE2xs-RE

Jóka (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:57

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Broken heart syndrome" verri en allar hjartakveisur.

Finnur Bárðarson, 12.9.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband