Köttur í vanskilum

Mófreður von KattSkilanefnd Kaupþings lýsir er eftir kettinum Mófreði.
Mófreður er rauðhærður og oftar en ekki íbygginn á svip.

Hann mun vera skuldari við bankann og í bullandi vanskilum. Síðast sást til Mófreðs í Dýrabæ, hvar hann mun hafa fengið lán til kaupa á kattamat, með veði í kattamatnum.

Sá er hefur uppi á Mófreði er beðinn að hringja í sérstakan kattsóknara.


mbl.is Hundur týndur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Án gríns:  Kona sem ég þekki fékk kött hjá Kattholti, sem hafði verið þar langan tíma.

Og fenguð þið hann bara si svona?  Já, já, hann var búinn að vera svo lengi í vanskilum.

Þess vegna hljóta allir þeir sem basla við að synda á móti straumnum (afborgunum, verðtryggingu og vöxtum) að vera nú orðið í óskilum.

Eygló, 12.9.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mer finnst vanskil hjlóma betur en óskil. allt spurning um 2009 vs 2007

Brjánn Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Eygló

Ekki notarðu þó alltaf "van-" sem forskeyti? eða víxlarðu?

Hálendisvegir vanfærir?

Konan er ófær?

Honum var vanglatt?

Krakkinn var ógefinn?

Ég er þá líka vangift : )

Eygló, 12.9.2009 kl. 21:46

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

meinar þá hvort hvort kona er ófær eða vanfær?

Vanvær kona er ófær.

Brjánn Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: Eygló

Ég elska þig líka! hahahahah

Vonandi gengur okkur vel í umferðinni í vetur, þótt það verði einhver vanfærð!!!

Eygló, 13.9.2009 kl. 02:20

6 identicon

Eruð þið ekki bæði ósvefta?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband