Hugmyndin er góð en útfærslan ónýt

Allt gott og gilt með að reyna að sporna við barnaperrum. Ég tek undir alla viðleitni í þá átt.

Hvað varðar hluta fréttarinnar er varðar þá sem skutla börnum í íþróttatíma, finnst mér steininnn taka úr.

Ég á strák sem spilar körfubolta og iðulega þegar hans lið á að spila utan höfuðborgarsvæðisins fara í gang póstsamskipti milli foreldra um hver geti skutlað hverjum.

Ætti að fara að blanda einhverju ríkisapparati í það, myndi enginn skutla neinum. allt myndi koðna niður í eftirlitsnefndum. oftast er fyrirvarinn stuttur meðan nefndarfyrirtökur taka vikur.

Þessi lög tjallanna voru greinilega sett af fólki sem ekkert veit um málið. Fólki sem komið er vel yfir fimmtugt og hefur gleymt hvað er að eiga börn í íþróttastarfi.


mbl.is Gagnrýna lög gegn barnaníðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Þetta er bara svo arfavitlaust.

Þetta þýðir að það verður svo mikið mál fyrir fólk að vinna með börnum að engin mun nenna því. Einnig er tímafrekt og kostnaðarsamt að fá stimpil á rassinn um að maður sé ekki (nei bíddu, hafi aldrei verið dæmdur sem) barnaperri.

Það verður ENGINN í sjálfboðaliðastarfi með börnum. Í staðinn koma þau til með að hanga meira niðri í verslunarmiðstöð, eða vafasamari stöðum. Þar verða barnaperrarnir hvort eð er.

Arfavitlaust, og skilar akkúrat þveröfugum áhrifum. Minnkar aðhald, umhyggju og skemmtun allra barna til að reyna að stoppa örfáar vondar manneskjur. Og sem faðir vil ég vernda börnin mín, en þetta bara er ekki rétta leiðin.

Ari Kolbeinsson, 13.9.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband