Framtíð blog.is

Um langt skeið hefur Moggabloggið, blog.is, verið vinsælt.

Vefurinn mbl.is er ekki sá íslenski fréttavefur sem er duglegastur að setja inn nýjar fréttir og oft birtast þar ekki fréttir sem aðrir miðlar birta, bæði vef- og ljósvakamiðlar. Kannski það muni breytast með tilkomu Bubba kóngs.

Það er mín trú að Moggabloggið hafi haldið vinsældatölunum uppi. Fólk getur varla verið að koma í tugþúsundatali að skoða statískan fréttavef.

Nú eru teikn á lofti. Bloggarar hafa rætt um í dag að hverfa annað.
Nú er það staðreynd. Þungavigtarbloggarar eru að leita annað. Hef fyrir því bæði staðfestar og aðrar óstaðfestar heimildir.

Þegar helstu þungaviktarbloggarar hafa horfið annað verður blog.is ekkert nema safn af einnarsetningar fréttabloggurum.

Ég vona bara að bloggsamfélag íslands sé ekki að líða undir lok. Í ljósi þess að helstu upplýsingar um spillingu hafa komið fram á blogginu er ég ekki hissa á að einhver hagsmunaöfl kjósi að svo verði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Maður hugsar og hugsar.  Mér finnst eiginlega ekki góð tilhugsun að hverfa með skottið á milli lappanna þó það sjóði á mér.

Kannski verður manni hent út.  Það væri vont að missa af því.  Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

enginn hverfur með skott milli lappa, heldur með reisn

Brjánn Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 00:29

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég skora á þig Jenný, eins og ég hef skorað á aðra, að fara annað

Brjánn Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 00:30

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

fyri mér var nærtækast að leita til óvinins (hans Dabba) visir.is

Brjánn Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST TIL UM ÞAÐ FYRIRFRAM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 03:22

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræddur um að flótti kraftmestu bloggaranna, sé óskastaða núverandi ritstjórnar.

hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 14:28

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en það verður heldur leiðinleg lesning þegar hér verða einungis einnarsetningar- oh hallelújabloggarar

Brjánn Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 19:34

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hverjir eru þungavigtarbloggarar? Ég veit ekki um neinn sem mér finnst vera þungavigtarbloggari sem er að hætta nema þá vera skyldi þú.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.9.2009 kl. 11:53

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú ert þungavigtarbloggari, Sigurður, þótt ég viti ekki til þess að þú sért að hætta.

Brjánn Guðjónsson, 26.9.2009 kl. 19:38

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Er maður þá ekki fjaðurvigtari ?

hilmar jónsson, 26.9.2009 kl. 20:09

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

erum við ekki bara í fluguvigtinni?

Brjánn Guðjónsson, 26.9.2009 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband