Fimmtudagur, 8. október 2009
Pælingar
Ætla að fremja smá Sæmablogg og taka nokkur efni fyrir. Held mig þó ekki við þrenn efni eins og snillingurinn.
Þegar ég loggaði mig inn á blog.is mætti mér Hómsteinn, sem hefur stöðu stórhausa. Hann hafði skrifað einhvern pistil, sem vitanlega má ekki kommenta á. Verst var að hann virðist ekki kunna að gera greinarskil. Þótt ekki væri nema til að gera textann læsilegan. Forðaði mér þaðan hið snarasta.
Nú er ég félagsmaður í neytendasamtökunum. Heyrst hafa fregnir af fólki sem fær símtöl frá útlöndum og hringi það til baka fái sé gjaldfærð feita upphæð. Mér er spurn...samræmist það íslenskum neytendalögum. Nú verða símafélögin að veita notendum sínum upplýsingar um hvað kostar að hringja hingað og þangað. Einu upplýsingar símafélaganna eru bundnar við hringingar milli íslenskra kerfa og ekki hægt að leita uppi erlend númer þar. Hvað erlend númer varðar, eru bara birtar almennar upplýsingar. Hjá Símanum t.d eru engar upplýsingar að hafa um verð í erlenda síma, nema úr heimasíma. Ekki úr farsíma. Þrátt fyrir að þurfa að gera veitt notendum sínum upplýsingar um hjá hvaða símafélagi númer eru, er ekki gott að finna það á heimsíðu Símans. Ekki er auðveldara að finna það á hinni arfalélegu kaossíðu Vodafone. Á í mestum erfiðleikum að finna nokkurn skapaðan hlut þar. Þó er vefsíða Símans nógu slæm.
Í fyrsta lagi ætti enginn að hringja til baka þegar hann hefur fengið símtal frá óþekktu númeri. Hvað þá frá útlöndum. það má vel sjá á númerinu hvort um innanlands eða utanlandsnúmer er að ræða. En hvað ef einhver hringir til baka, í númer sem er í Sambíu og viðkomandi rukkaður um tugi þúsunda? Hver ber ábyrgðina?
Sem íslendingar föllum við undir íslensk neytendalög. Sem segja m.a. að notandi skuli geta séð fyrirfram verð símtala.
Símafyrirtækin birta sína gjaldskrá. Því ætti skaðinn að liggja hjá símafélögunum en ekki viðskiptavinum þeirra þegar einhver hringir í Sambískt eða Nígerískt númer sem er skilgreint sem gjaldtökunúmer, án þess að íslenskum neytendum hafi verið gert það ljóst. Hvers engum mátti vera ljóst að um slíkt væri að ræða. Því hlýtur ábyrgðin að liggja hjá símafélögunum.
Athugasemdir
Ég skil ekki allt. Áttu við að þú sjáir að númer hafi hringt í þig og þú svo hringt í það númer til að kanna erindi hringjandans?
Ég hringi nú ekki einu sinni í númer sem ég kannast ekki við og ALLS EKKI til útlanda.
En kannski hef ég misskilið þig hrapallega.
Eygló, 9.10.2009 kl. 03:35
ég hringi aldrei til baka, hafi verið hringt úr númeri sem ég þekki ekki.
hins vegar gengur plottið út á það. það er fjöldi fólks sem hringir til baka.
Brjánn Guðjónsson, 9.10.2009 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.