Tískulöggur

Var að horfa á frétt frá Englandi, hvar einhverjir óeirðarseggir höfðu sig í frammi. óeirðarseggirnir náðu ekki athygli minni, heldur löggan.

Á fréttamyndunum sáust breskir lögreglumenn við störf sín.

Þá varð mér hugsað til þess að um árabil hefur fjármagn til löggæslu á íslandi verið skorið við nögl. Meir að segja meðan sumir þáverandi yfirmenn áttu blauta drauma um leyniþjónustu. Fjármagnið vantaði. Nú er svo að flótta sækir að lögreglunni og ef fram heldur sem horfir verður hæfa fólkið farið þaðan og eftir sitjum við uppi með eintóm dyravarðawannabies.

Þó hefur ekki vantað fjármagn til lögreglunnar þegar kemur að einu. Að skipta um föt.

Fyrir einhverjum árum klæddust íslenskir lögreglumenn svart/hvítum jakkafötum og höfðu gert í áratugi. Svo kom Bjössi og poppaði þá upp. Setti þá í úlpur og með derhúfur. Fyrir stuttu var derhúfunum kastað og upp settar köflóttar húfur að breskum sið.

Það er gott til þess að vita að fjármagn til lögreglunnar fari í það sem öllu skiptir.

Lúkkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögreglan var komin í derhúfur nokkru áður en Bjössi hóf störf sem dómsmálaráðherra, eða 1998. Skv. Lögreglunni var nýji gallinn sem þá var tekinn upp „hannaður í samræmi við nútímakröfur og saumaður úr mjög hentugu fataefni“.

Jakkafatagallinn er hinsvegar enn notaður sem viðhafnargalli. Og jafnvel þó gallinn sem var á undan honum frá 1930-1958 sé töluvert vígalegri, með fleiri hnöppum og að öllu öðru leyti betri.

Því miður dugar heldur ekki einn galli á hvern lögreglumann, þar sem þeir slitna við skyldustörf. Það er ein af ástæðum þess að lögreglumenn eru ekki í sömu einkennisbúningum og 1905. En það er vissulega rétt að það sem þú kallar „lúkkið“ er einnig afar mikilvægt og ósæmilegt að gera lítið úr því.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skal ekki gera lítið úr mikilvægis lúkksins. samt kannski ekki forgangsmál

Brjánn Guðjónsson, 11.10.2009 kl. 23:00

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fötin skapa manninn eða viltu vera púkó ? 

Persónulega finnst mér mikilvægara að það sé góður maður í fötunum heldur en að maðurinn sé í góðum fötum.

Anna Einarsdóttir, 14.10.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband