Að spá í bolla

Það eru gömul og góð „vísindi“ að spá í bolla, lófa, kattagarnir og hvað annað fólk spáir í.

Nú hefur ASÍ gefið út spá um landsframleiðslu og hagvöxt. Fínt hjá þeim.

Þau spá því að landsframleiðsla dragist saman um ríflega 8% í ár en botninum verði náð á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Eins að hagvöxtur gæti minnkað um 5 prósentustig á spátímanum ef ekki verður af byggingu álvers í Helguvík og stækkun í Straumsvík. Jafnframt spá þau að atvinnuástandið verði hvað verst á árunum 2010 og 2011 eða yfir 10% á næsta ári og 9,2% 2011.

Það er nefnilega það. Þá spyr ég...

Hvaða rök liggja til grundvallar þessari spá? Kaffibolli?

Hví verður atvinnuleysið yfir 10% á næsta ári og 9,2% árið eftir? Hví verður atvinnuleysi ekki 9,9% á næsta ári og 8,6% árið eftir? Hvað bendir til að landsframleiðsla dragist saman um 8% í ár, en ekki 7% eða 9%?

Hef reyndar ekki nýjustu tölur yfir landsframleiðslu, en milli 1. og 2. ársfjórðungs þessa árs dróst hún saman um 2%.
http://www.vb.is/frett/1/56326/
http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=3996 

Er ASÍ að tala um að landsframleiðsla hafi dregist saman um 8%...milli ára eða milli ársfjórðunga? Hvaða ára? 2001 til 2009, 2007 til 2009, eða 2008 til 2009. Kannski ársfjórðunga? Hverra þá? 1. og 3? 2. og 3?

Veit ekki, en mig grunar að ASÍ eigi ekki nógu gott spá-kaffibollastell.

Ég geri því þá kröfu að stærri hluti fjármuna launþega, sem renna til ASÍ, fari í kaup á almennilegu bollastelli og betra kaffi að spá í.

 

Fyrir 18 árum var ég dreginn til spákonu, sem spáði mér víðferli og græjum. Sú spá hefur ekki enn ræst. Kannski ég ætti að panta tíma hjá Gylfa Arnbjörnssyni? Hann kann þetta kannski.

 


mbl.is Botni náð í byrjun næsta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með þig Hr. Guðjónsson

Krímer (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 23:18

2 identicon

frú kristalskúla hefur nú haft 50 % rétt fyrir sér bara spurning hvernig græjur hún átti við, skíðagræjur eða e-ð annað.  En ef þú vilt sjá framtíð þína og rata í ljósið þá er ég með eina góða handa þér og það er ekki frú Gylfi.  Ég get líka alveg lesið ýmislegt úr bolla :)

Jóka (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband