Mánudagur, 26. október 2009
Á morgun, segir sá lati
Ég hlýt að flokkast sem sá lati.
Í september 2007 gerði ég mér ferð í búð og keypti mér harðan disk. Til stóð að uppfæra gömlu bykkjuna mína (tölvu), sem N.B. hefur dugað vel. Nota hana núorðið í lítið annað en að horfa á sjónvarp.
Svo leið og beið og aldrei fékk hún andlitslyftingu, blessunin. Diskurinn góði, sem ég keypti fyrir 2 árum, hefur staðið í óopnuðum umbúðum síðan.
LoXins lét ég verða af því að poppa hana upp, þá gömlu.
Ég er þó þannig gerður að ég treysti ekki stýrikerfum sem enn eru blaut bak við eyrun. Hvað þá stýrikerfum sem þekkt eru fyrir óþekkt og vesen. Því fær sú gamla hvorki Windows 7 né Vista. Þaðan af síður Linux. Enda það bara fyrir masókista. Reyndar er henni bara ætlað að keyra DScaler, til að taka á móti sjónvarpsmerki og eftir sem ég best veit er það ekki til fyrir Linux, hvort eð er. Þar að auki nota ég heimasmíðaðar viðbætur við DScaler sem eru Windows dll-ar.
Nei, sú gamla fær bara XP. Enda ekki stórminnug og réði ekki við minnishákinn Vista. W7 enn of ungt til að hafa hlotið traust. Hún var alveg að standa sig á 5 ára gamalli W2K uppsetningu, svo hún verður ekki verri eftir lyftinguna. Enda þarf hún bara að geta spilað mynd á DirectDraw surface og ekkert fancy rugl sem Vista eða W7 hefur. Bara plain and simple.
Hefði svo sem ekki þurft að uppfæra hana, þannig séð. Keyrandi W2K var hún bara heldur sein á lappir og XP er mun sneggra á lappir en W2K og er það eina ástæðan.
Gamla hefur þjónað mér vel og mun gera áfram.
Athugasemdir
Brjánzi, mín gamla Vectra keyrir enn win2k, & hefur gert í níu ár. Á orgínal dizki.
Nýji Pavilloninn minn er á 7und & líka einn Toshiba kjölturakki í uppáhaldi.
Það er ungvu logið upp á 7una.
Steingrímur Helgason, 27.10.2009 kl. 00:19
kýs að bíða þar til sjöundin hefur losnað við fæðingarfituna.
Brjánn Guðjónsson, 27.10.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.