Berjum hausnum við steininn

Um daginn kom fram í einhverjum fjölmiðli/miðlum að undanfarin ár hefði verið lítið um erlendar fjárfestingar hérlendis. Útlendingar hefðu verið boðnir og búnir að lána, en lítið hafi farið fyrir fjárfestingum þeirra hér.

Nú á, í fyrsta skrefinu, að létta á þeim hluta gjaldeirishaftanna er snýr að erlendum fjárfestum. Fjárfestum sem voru fáir meðan allt stóð hér í blóma. Ætli þeim fjölgi mikið í núverandi ástandi?

Áður vildu menn lána en ekki fjárfesta. Nú vilja menn ekki einu sinni lána hingað. Skyldu þeir allt í einu vera orðir áfjáðir í að fjárfesta hér?

Kannski vegna lágs gengis krónunnar verður það fýsilegra en var þessi tilkynning Seðlabankastjóra samt ekki bara Spaugstofuskedds?


mbl.is Afnám gjaldeyrishafta hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband