Tölvupælingar

Um daginn bloggaði ég um það þegar ég reif mig upp á rassgatinu og endurholdgaði gömlu tölvuna mína.

Í gær kom annar föðurbetrunganna, dóttir mín, til mín. Gamli sagði henni frá sínu merka afreki. Hún hefur í nokkurn tíma dissað mig fyrir að vera ekki með nýjustu útgáfuna af MSN Messenger á lappanum. Ég prófaði þá útgáfu í vinnunni og finnst hún sökka. Ég sagði henni það og þess vegna myndi þverhausinn ég ekki setja hana upp á lappanum heima.

Stelpan hefur gaman að myndvinnslu og auðvitað að spjalla við vini og vinkonur á MSN. Því sagði ég henni við heimkomuna að hún mætti setja upp nýjasta MSN og Picasa og hvað sem hún vildi á hina endurholdguðu gömlu tölvu.

Eins og áður hefur komið fram er ég þverhaus. Ég þoli t.d. ekki svona „Yahoo toolbar“ eða „Google toolbar“ í vafranum mínum. Hef séð vafra með öllum túlbörum heimsins og hálfur glugginn fer í þá og bara smá pláss eftir fyrir efnið sjálft. Þurfi ég að gúggla fer ég bara á google.com og geri það þaðan. Eins eru veiruvarnarforrit eitur í mínum beinum. Hef þá reynslu af þeim að þau leggjast eins og þykk sulta ofan á allt. Svo ég tali ekki um ónefnda veiruvarnarforritið sem listaði allar forritakóðaskrárnar mínar sem veirur. Eins gott ég hafði ekki stillt á sjálfvirka eyðingu. Því forriti var hent út med det samme.

Sá áðan að hún hafði sett upp sitt af hverju. Einhvern tool bar og veiruvarnarforrit. Ég ætla hins vegar ekki að amast neitt yfir því, enda gaf ég henni opið skotleyfi á tölvuna.

 

Þótt Billi sé minn maður blóta ég honum stundum. Billi (Bill Gates) er í mínum huga samheiti yfir Microsoft og Windows. Ég hef grafið upp nokkra harða diska og ætlaði að afrita sitt af hverju af þeim inn á endurholdguðu tölvuna. Einn diskurinn inniheldur böns af skrám sem mig langar að afrita en þori ekki að segja hvers eðlis eru, af ótta við Magga Kjartans. Hins vegar er diskurinn skemmdur og afritun margra skráa skilar villu. Þar kemur Billi í dæmið. Velji ég að afrita möppu, sem kannski hefur fjölmargar undirmöppur og þúsundir skráa og afritun einnar skráar skilar villu hættir Billi bara að afrita. Algerlega óþolandi. Þurfti því að skrifa mitt eigið forrit til þess, sem listar skrár sem skila villu en heldur þó áfram að afrita næstu skrá(r). Kannski ég geti selt Billa forritið fína?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Settu það frekar í sölu hérna inni. Hvað myndirðu vilja selja það á? gætir grætt helling í kreppunni á því einu að laga einn stærsta gallann í windows, galla sem er meira að segja ennþá í nýju fínu 7unni.

Dóri Stóri (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég tek tilboðum

Brjánn Guðjónsson, 3.11.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband