Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Sjónarmið karla komast ekki að
Áhugafólk um kvenréttindi vill koma á framfæri óánægju sinni með hve lítið körlum er hleypt að í umræðum um kvenréttindi.
Máli sínu til stuðning bendir það á að framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri Kvenréttindafélagsins eru allt konur og aðeins einn karl sitji í aðalstjórn þess. Samtals, af þrettán stjórnendum félagsins sé einn karl á móti tólf konum.
Þetta sé ekki til þess fallið að hugmyndir og viðkorf karla fái hljómgrunn í umræðunni, þrátt fyrir að að íslenskar konur framtíðinnar séu dætur karla jafnt sem kvenna þessa lands.
Sjónarmið kvenna komast ekki að | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst oft eins og samfélagshópar; t.d. konur og samkynhneigðir, sem hafa barist fyrir rétti sínum og jafnrétti á við aðra hópa (sem er stórkostlega gott mál), hafi farið fram úr sér, og okkur, og hafi náð forréttindum. Amen.
Eygló, 4.11.2009 kl. 11:37
Brjánn farðu bara og fáðu þér súpu !!!
"....KRFÍ boðar til súpufundar fimmtudaginn 5. nóvember nk. kl. 12.00-13.00 á Hallveigarstöðum við Túngötu 14 í Reykjavík undir yfirskriftinni. Sýnileiki kvenna í fjölmiðlum á kosningaári. "
Jóka (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:44
já, það væri ekki galið að fá sér bara kvenréttindasúpu :)
Brjánn Guðjónsson, 4.11.2009 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.