Heimsmet í skattablæti

Það er ekki ofsagt um Joð, að hann er heimsmet.

Nú virðist sem gömlu blautu draumarnir séu að verða að veruleika, að skattpína allt og allt út í hið óendanlega.

Ha? Nefndi einhver skjaldborg?

Nei. Enda hún tómur misskilningur frá upphafi. Gjaldborg er hún og gjaldborg skal hún heita, svo ég leggi út af frægri setningu Óla Jó.

Snilldin við aukna óbeina skatta, svo sem virðisaukaskatts, orkuskatts og hvað þeir heita allir, er að þeir munu poppa upp vísitöluna og auka þannig enn á greiðslubyrði fólks. Þetta er vitanlega hrein snilld.

Með vísitöluna að vopni mun nást hér almennileg og alvöru skattpíníng og almennileg aukning á bagganum sem almenningur ber nú þegar. Eitthvað sem íslensk þjóð hefur lengi kallað eftir. Ekki síst undanfarið ár.

Áfram Joð!


mbl.is Heimsins hæsti skattur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Við nafnar íhugum að zkattleggja dona bloggerí líka.

Borga ljúfur, viðurlögin eru að nafni Njálz, 'ztíngur í ztúf' !

Kveðja, Zteingrimmur Þoddn.

Steingrímur Helgason, 19.12.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ákveðin nýsköpun að geta komið fram með nýja skatta; orkuskatt, auðlindagjald, sykurskatt, gistináttagjald, auðlegðarskatt ...

Það að binda langtímalán til fjárfestinga við vísitölu sem mælir neysluverð er auðvitað meiriháttar skekkja. Óháð skattakerfinu þyrfti að leiðrétta þá skekkju, öllum til hagsbóta.

Það sorglega í þessu öllu er að hækkun skatta á einstaklinga eykur ekki tekjur ríkissjóðs, þegar á allt er litið. Ef menn gætu hugsað "út fyrir kassann" eins og það heitir, mætti færa býsna sterk rök fyrir því að best mætti auka tekjur ríkisins með því að fella niður tekjuskatt á atvinnufyrirtæki.

Haraldur Hansson, 21.12.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband