Um bloggara

Margir bloggarar sem hafa náð frægð hér eru farnir annað.

Heiða er farin að blogga á DV. Lára Hanna og Ómar á Eyjunni.

Las færslu eftir Heiðu áðan en gat ekki kommentað nema vera á facebook. frekar asnalegt.

Gat þó kommentað hjá Láru hönnu. En ekki hjá Ómari. Þar þarf ég að innskrá mig fyrst. Hverjir eru þeir sem geta innskráð sig þar? Málsmetandi fólk og elítan. Ég er hvorugt. Því verður Ómar að tala við elítuna framvegis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sæll Brjánn og gleðileg jól.

Maður þarf víst að vera með facebook til að kommenta á dv bloggi, og fyrr skal ég hlaupa berrassaður niður Laugaveginn en að ganga feisinu á hönd.

Ég er á því að með flótta þessa ágæta fólks ásamt öðrum frá mbl, að áhrifamáttur bloggsins svona almennt sé að dvína. Moggabloggið, þó að það sé sennilega minna lesið en áður, er sennilega mest lesna bloggið af þeim sem í boði eru í dag. Auðvitað er það klikkað að Davíð skuli hafa verið ráðinn ( og ég held reyndar að mbl sé ekki enn búið að bíta út nálinni með það mál ) Áskrift hrundi, orðstír og trúverðugleiki.

En það hlýtur að vera sterkara að hafa sem flesta bloggara á sama stað og þar með lífleg skoðanaskipti. Það er frekar dapurt ef fram fer sem horfir, að gömlu Davíðssleikjrunar og trúarbrjálæðingarnir verði þeir einu sem sitja munu eftir á Mbl blogginu.

hilmar jónsson, 24.12.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Skrýtið með kommentin, Brjánn. Það fer vaxandi að fésbókaraðgangur sé skilyrði til að geta athugasemdast. Aðalástæðan fyrir því að ég er á móti Facebook (og var á móti Makkanum á sínum tíma) er sú að aðgangur er bara í gegnum eitt fyrirtæki sem hugsar fyrst og fremst um að græða. Er að lesa bók núna um Wikipediu. Margt fróðlegt þar.

Sæmundur Bjarnason, 25.12.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Líklega hefur ráðning hádegismóans haft áhrif. þó þykir mér moggabloggið enn vera það skársta. hef ekki náð tengslum við eyjuna, elítunnar. þar þarf ég að vera innskráður til að kommenta á Ómar. til að geta það þarf ég að komast í elítuna, sem vekur ekki áhuga minn.

ég er reyndar á facebook, en finnst asnalegt að þurfa að blanda þeim eplum og appelsínum saman við að geta kommentað á dv. fyrst ég var ekki innskráðir á fb þá, sleppti ég að kommenta hjá Heiðu.

finn alla vega hve sjaldnar ég færslur les þessa annars ágætu bloggara eftir að þeir fóru af moggablogginu. mér finnast þeir ekki eins sýnilegir

Brjánn Guðjónsson, 25.12.2009 kl. 05:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband