Hættulegt líf

...alkóhólistar, veikar á geði, uppteknar af sjálfum sér eða látnar. Í gær gaf sænska barnabókastofnunin út sína árlegu skýrslu og þar kemur fram að mæður í barna- og unglingabókum lifa mjög hættulegu lífi.

 Ok, látum liggja milli hluta hvort það kallist hættulegt að vera alkóhólisti eða veikur á geði. Að vera upptekinn af sjálfum sér getur varla talist sérlega hættulegt. Hvað þá að vera dauður. Varla getur maður drepist meira?


mbl.is Hættulegt líf mæðra í barnabókum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fallegar sálir

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að í gegn um tíðina hefur nær eingöngu safnast að mér gott fólk. Góðar sálir. Fallegar sálir. Sumar þeirra eru með mér ennþá. Aðrar hafa farið aðrar leiðir. Samt hafa þær skilið eftir sig mark sitt á mér. Gert mig að betri manni.

Maður skildi aldrei vanmeta kynni góðra sálna.


Hroki er heilnæmur

Ahhh, hve gott er að hafa smá hroka. Hann eflir mann allan á sál og líkama.

Ég hverf ávallt inn í andlegan moldarkofa við svona fréttir. Að sjá frétt af einhverjum fiskikarli, á forsíðu, minnir mig svo vel á að ég er ekki íbúi í milljónasamfélagi. Ég bý hvorki í nefjork, lonogdon né kaupinhávn. Nei, ég bý á Ýslandi. Landi banana og ýsubeina. Það er ljúft.

Hvað er betra en að ræða um ufsa og ýsur á kaffistofunni?

Soðin ýsa á mánudögum, allir! ehaggi?


mbl.is Græjað á grásleppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk

Ég er að nota google analytics til að fá smá tölfræði yfir þetta blogg mitt. Þar sé ég m.a. hvaðan síðan er heimsótt. Frá hvaða löndum.

Það minnir mann á, sér í lagi á þessum tímum internetsins, hvað heimurinn er lítill. Sá sem skoðaði bloggið mitt í mósambík eða á tælandi gæti allt eins verið gaurinn á hæðinni fyrir ofan, eða húsfrú í næsta húsi.

Hvenær ætlar mannskepnan að fatta það að þrátt fyrir að við séum svo mismunandi, mannfólkið, erum við öll meira og minna eins. Hví ætti mér ekki að þykja jafn vænt um hirðingjann í Zimbabwe eins og manninn sem afgreiðir mig í 10-11?

Hvaða máli skiptir hve trú fólks er? Mér þykir alveg jafn vænt um vini mína hvort heldur þeir aðhyllist þungarokki eða finnist sushi gott. None of my business. Hví ætti mér ekki að vera jafn sama um hvort þeir trúi á þetta guðið eða hitt, eða ekkert?

Ég hef, á netinu, kynnst allskyns fólki. Fólki sem býr hinum megin á plánetunni sem og fólki sem býr í sama bæjarhluta og ég. Mismunandi menning og siðir, en...allt eru það fólk með þessar sömu tilfinningar. Það elskar. Það langar. Það þráir.

Ég hef kynnst fólki hvers heimilisvenjur eru ólíkar mínum eigin. Ég hef hitt íslendinga sem tala svo óskýrt að vart skiljast. Margt af því gott fólk samt sem áður. Er eitthvað öðruvísi með hirðingjann í Zimbabwe?


Kalli teygja og meira stuð á föstudegi

Vinnufélagi minn benti mér á þetta lag. Ég bara verð að deila þessu með ykkur. Slík snilld má ekki fara framhjá alþýðunni. Smile

og ekki er þetta síðra

 


Gotterí - totterí

Það kann að ljóma skringilega að innan um allt gotteríið á metsölulistanum séu smokkar.

Það getur þó átt sína skýringu. Smokkarnir hljóta að vera með nammibragði; jarðarberja, vanillu, súkkulaði og svo framvegis. Eykur fjölbreytni sleikjóúrvalsins. Totterí þá orðið gotterí.


mbl.is Smokkar og súkkulaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KvusslaX

Fyrst þeir eiga myndir af manninum hví eru þær ekki birtar, séu þeir að lýsa eftir honum?

það yrði líklegra til árangurs skyldi ég ætla Woundering ehaggi?


mbl.is Lögreglan lýsir eftir ræningja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn spara ekki stóru orðin

Ef marka má þessi umskipti er þjóðin að sameinast um „Fullkomið líf“, eftir að hafa klofnað í tvennt eftir tónlistarsmekk í aðdraganda úrslitakvöldsins.

Aldeilis dramatík. Ég vona að þjóðin sleppi heil gegn um þetta mikla umbrotaskeið.


mbl.is Eurobandið fær uppreisn æru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náðuð þið þessu?

Ekki ég


mbl.is Viðskiptahallinn 200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er margt ríkidæmið

Ég á ekki jafn feita bankabók og Warren þessi Buffet. Reyndar yrði ég frekar neðarlega á umræddum lista. Þótt hafi átt til að safnast drasl í geymsluna, er ég ekki mikið fyrir að sanka að mér dauðum hlutum. Hvort heldur þeir teljist verðmætir eður ei. Ég á þó vel í mig og á og hef öruggt húsaskjól. Ég á trausta vini, hef tök á að gera það sem ég hef gaman að og er ánægður í vinnunni minni. Svo á ég líka tvö yndisleg börn sem eru mér meira virði en öll veraldleg auðæfi heimsins. Þar af leiðandi tel ég mig vellauðugan.


mbl.is Warren Buffet ríkastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband