Miðvikudagur, 5. mars 2008
Feður skulu þegja og borga
Ég á tvö börn, með konu sem eitt sinn var eiginkona mín. Við skildum fyrir nokkrum árum og hafa samskiptin síðan verið ágæt, framan af. Móðirin hefur fullt forræði yfir börnunum og hef ég greitt lágmarks meðlag. Að auki hef ég komið að ýmsum aukaútgjöldum, ss. tónlistarnámi barnanna beggja, fjármagnað hljóðfærakaup til handa þeim ásamt ýmsu öðru, eins og fatakaupum og þessháttar. Bara svona týpískir hlutir sem faðir gerir fyrir börnin sín.
Svo gerist það að upp kemur ágreiningur milli mín og móður þeirra. Fallist er á að ég greiði helming afmælisgjafar til handa syninum. Afmælisgjafar frá útlöndum. Mér er gefin upp fjárhæð sem ég samþykki, eða u.þ.b. fimm þúsund krónur í minn hlut. síðan kemur á daginn að móðirin hafi gleymt að reikna með öllum gjöldum og upphæðin hefur tvöfaldast. Ég fæ póst frá henni, um að gjöfin kosti þetta og þetta mikið og ég geti lagt inn á reikningin hennar, upphæð sem er langt yfir því sem rætt var um. Ég neita og segi að það gangi ekki að senda mér einhverjar tilkynningar eða fyrirskipanir um hvað ég eigi að borga. Búið væri að semja um málið.
Viðbrögðin, hún ætlar að fara fram á tvöfalt meðlag.
Einum og hálfum mánuði síðar fékk ég bréf frá fulltrúa sýslumanns og ég boðaður í viðtal. Konan hefur sumsé farið fram á að ég verði úrskurðaður til að greiða tvöfalt meðlag. Mér er tjáð að ég geti skrifað greinargerð, vilji ég mótmæla kröfunni. Sem ég og gerði. Ég skrifa greinargerð þar sem ég rökstyð, með vísan til barnalaga, að ég hafi staðið fyllilega við mitt hlutverk við að framfæra börnin mín. Ég skila ennfremur yfirliti yfir millifærslur frá mér til móður barnanna, til að styðja mál mitt.
Úrskurður sýslumanns, eða réttara sagt fulltrúa hans, var á þá leið að móðirin ætti að ráðstafa öllu er tilheyrði börnunum. Samt er viðurkennt, í úrskurðinum, að ég hafi staðið mína pligt, hvað varðar framfærslu barnanna. Er ekki allt í lagi hjá sumum?
Hún (fulltrúinn er kona) sumsé túlkaði barnalög á þann hátt að faðir barna hefur ekki rassgat með þau að gera. Hann á bara að borga og brosa.
Nota bene. Allir aðilar, sem ég hafði samband við hjá sýslumanni eru konur. Hvort heldur það voru fulltrúar sýslumanns eða lögfræðingur.
Niðurstaðan er þessi. Mér ber að borga barnsmóður minni fjörutíuþúsunkall á mánuði, að auki við þann fjörutíuþúsundkall sem grunnmeðlagið er. Það er hennar að ráðstafa í hvað peningurinn fer. Ég hef ekkert um það að segja.
Ég hef kært hinn fádæma fáránlega og órökstudda úrskurð sýslumanns, til dómsmálaráðherra. Ég bíð svara þaðan.
Gagnvart skattinum er ég ekki með börn á framfæri. Þó er ég að borga meðlög. Meðlög eiga að vera minn hluti framfærslu barna minna. Ef ég er ekki að framfæra börnin mín, samkvæmt áliti skattayfirvalda. Hvern er ég þá að framfæra? Væntanlega móður þeirra!
Ef úrskurður ráðherra verður mér í óhag mun ég birta öll gögn varðandi málið. Öll! Með nöfnum og kennitölum.
Dægurmál | Breytt 6.3.2008 kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Sigue Sigue Sputnik
Um miðjan níunda áratuginn spratt hljómsveitin Sigue Sigue Sputnik fram á sjónarsviðið. Þau vöktu ekki aðeins athygli fyrir tónlistina, heldur ekki síður fyrir glamúrlegt útlit og sérstakar hárgreiðslur sínar.
Þessi er greinilega SSS aðdáandi.
Hér má sjá fígúrurnar.
![]() |
Viðmið við heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Hraðahindranir
Á níunda áratugnum fengu gatnagerðaryfirvöld æði fyrir hraðahindrunum. Æði sem hefur staðið yfir síðan. Þar sáu menn aðferð til að þvinga ökumenn til að aka ekki of hratt. Hugmyndin er ágæt sem slík og víða finnast mér hraðahindranir alveg eiga rétt á sér. Reyndar uppgötvuðu menn einhverju seinna að takmarka mætti hámarkshraða með þar til gerðum skiltum. Svo eru þó sumir sem annað hvort lærðu aldrei um tilgang þeirra skilta eða kjósa að virða þau ekki. Þar af leiðir að þar sem hámarkshraði er lágur, eru hraðahindranir gjarnan notaðar samhliða. Menn virðast þó lítið, ef eitthvað, spá í hönnun þessara hindrana. Menn virðast bara senda af stað vinnuflokk sem býr svo bara til einhverja bungu á veginum. Ekkert spáð í hæð, breidd eða lögun.
Mér þykir skrýtið að settar séu niður hraðahindranir, sem neyða mann niður í 20 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraðinn eru 50 kílómetrar á klukkustund. Ég keyri Arnarbakkann, í Breiðholti, á degi hverjum. Á um helmingi hans er hámarkshraðinn 30Km. Þar eru hraðahindranir og allt í lagi með það. Hinsvegar sleppir 30Km takmörkunin við gatnamót Fálkabakka og sunnan þeirra má því aka á 50Km hraða. Þó eru þar þrjú stykki hraðahindranir, sem ég verð að bremsa mig niður í 20 - 30Km hraða áður en ég fer yfir, ætli ég ekki að skaða bílinn og sjálfan mig. Allt í lagi ef menn vilja koma í veg fyrir að ég fari yfir 50Km hámarkshraðann. Þá verða menn líka að hanna hindranirnar á þann hátt að ég geti ekið yfir þær á 50Km hraða.
Ég er þess fullviss að þetta er ekki eina gata bæjarins sem svona er ástatt um. Hvurslags rugl er þetta eiginlega?
p.s.
Hví er ekki til bloggflokkur um samgöngumál?
Ég skráði því þetta fjas undir ferðalög.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Aldrei verið flottari

![]() |
Of gömul í kynlífssenur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Bylting í veðurvísindum - staðbundnari veðurspár
Það er aldeilis að veðurvísindunum fer fram. Að sjá fyrir staðbundið óveður eins og milli Borgarness og Hvanneyrar, sem eru ekki nema örfáir kílómetrar í beinni línu.
Ég hlakka til að fá fleiri og staðbundnari veðurspár, s.s. hvernig veðrið verður á Laugavegi, milli Barónstígs og Klapparstígs.
![]() |
Varað við stórhríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 3. mars 2008
Snilld!
Þetta framtak er alveg frábært. Fátt er betra, á föstudagskvöldi, en að handleika eins og tvö brjóst eða svo
Nú er að beita fyrir sig brjóstvitinu og mæta á staðinn og styrkja gott málefni.
![]() |
Brjóst á uppboði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 3. mars 2008
Það er mörg útþenslan
![]() |
Bankarnir hægi á í útþenslunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. mars 2008
Lausn fyrir marga
![]() |
Drukkið til að muna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 1. mars 2008
Cyclesex
Hmmm, eiga svíar lög sem taka á kynferðislegri misnotkun reiðhjóla? Skyldu þannig lög einnig ná yfir kynferðislega misnotkun heimilistækja og húsbygginga?
Nei. Líklega ekki, þótt þeir séu svíar. Vissulega hefur maðurinn einungis gerst brotlegur fyrir skemmdarverk.
Skondið að reyna að ímynda sér aðfarirnar.
![]() |
Hafði mök við dömureiðhjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. mars 2008
Á dauða mínum átti ég von...
...en ekki að Ítalir gerðust ameríkanseraðir. Mér hefði ekki komið á óvart að frétta svona steypu frá Bandaríkjunum.
Stundum þarf maður bara að hagræða búnaðinum ef illa fer um hann.
![]() |
Bannað að toga í tólin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)