Þriðjudagur, 18. mars 2008
Hvílík snilld
Að hafa sérstakan kvennamálaráðherra. Svona eins og að hafa gröfukallamálaráðherra, sultumálaráðherra, eða bjánaeinsogmigmálaráðherra.
Ég vil fá íslenskt kvennamálaráðuneyti, sem og fjöltengjaráðuneyti.
![]() |
Ræddi við afganskan héraðsstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. mars 2008
Vá!
Hver keyrir ekki yfir hálfan bæinn til að finna Atlantsolíu- eða Egostöð. Bíða þar í röð og spara heilar 5 kr. á lítrann, eða 200 krónur á tankinn, m.v. 40 lítra?
Ekki ég.
![]() |
Atlantsolía og Orkan hafa ekki hækkað enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 18.3.2008 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 17. mars 2008
Skattmann og hið opinbera
Ég var að renna yfir skattaskýrsluna mína áðan. Þar sem ég seldi eina fasteign og keypti tvær á liðnu ári, átti ég von á að þetta yrði hausverkur hinn mesti. Neinei. Allt fyllt inn á framtalið, utan eitt erlent lán. Þetta verður þægilegra með hverju árinu. Ég minnist þess er fyrst var boðið upp á rafrænt framtal. Líklega 10 eða 11 ár síðan. Þá þurfti að fylla allt inn. Ég er sáttur við þetta.
Hinsvegar er annað sem ég er langt frá að vera sáttur við. Ekki Skattmanns sök. Hann er tjóðraður af gildandi lögum. Það sem ég er ósáttur við er þetta; Ég á tvö börn. Þ.a.l. er ég foreldri. Ég er einstæður. Samt er ég ekki ekki einstætt foreldri (!?!)
Fjölskyldumerkingin mín, á forsíðunni, er 1+0+0. Sem þýðir; einn einstaklingur (ég), enginn maki og engin börn.
Ég skal fyllilega sættast á að enginn sé makinn, en börnin eru tvö. Annar reitur er sá, að haka við sé maður einstætt foreldri. Hmmmm, er ég ekki einstætt foreldri? Einstæður og á tvö börn. Þá smelli ég á spurningamerkið ofan við reitinn. Þá opnast nýr gluggi með skilgreiningu á einstæðu foreldri;
"Einhleypingur með börn yngri en 18 ára er með fjölskyldumerkingu 2+barnafjöldi. Í þenna reit þarf sá sem er einhleypingur með barn að merkja með X til þess að staðfesta að hann sé einstætt foreldri og annist einn framfærslu þess í lok tekjuársins. ..."
Annist einn framfærslu! What!!
Ég greiði meðlög með mínum börnum. Samkvæmt túlkun Barnalaga er meðlagið minn hluti af framfærslu barna minna. Skattmann, eða þau lög sem hann vinnur eftir, virðist þó líta málið öðrum augum. Samkvæmt skilgreiningu hans er ég alls ekki að framfæra börn mín (annist einn framfærslu þess). Þar af leiðandi hlýt ég að spyrja þeirrar spurningar, hvern ég er að framfæra með mánaðarlega fjörutíuþúsundkallinum?
Úr barnalögum.
53. gr. Framfærsluskylda foreldra o.fl. 1. mgr.
Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns.
61. gr. Lok framfærsluskyldu. 1. mgr.
Framfærsluskyldu lýkur er barn verður 18 ára.
63. gr. Greiðsla meðlags. 2. mgr.
Meðlag samkvæmt ákvæðum þessa kafla tilheyrir barni og skal notað í þágu þess. Sá sem krafist getur meðlags skv. 56. gr. innheimtir þó meðlag og tekur við greiðslum þess í eigin nafni.
56. gr. Hverjir krafist geta meðlags. 1. mgr.
Sá sem stendur straum af útgjöldum vegna framfærslu barns getur krafist þess að meðlag sé ákveðið og innheimt, enda hafi viðkomandi forsjá barns eða barn búi hjá honum samkvæmt lögmætri skipan.
og svona til 'gamans' þá afneitar löggjafarvaldið þeirri staðreynd að nauðgun geti verið framin af kvenmanni, heldur eingöngu af karlmanni.
58. gr. Sérákvæði um framfærsluskyldu.
Nú hefur faðir barns sætt dómi fyrir brot skv. XXII. kafla almennra hegningarlaga gagnvart móður þess og telja verður að barn sé getið við þessa háttsemi og er þá heimilt að úrskurða hann til að kosta framfærslu barns að öllu leyti.
Hvað ef getnaður verður við nauðgun konu á karli?
það er önnur umræða.
Dægurmál | Breytt 18.3.2008 kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 17. mars 2008
Fjárfestingar
![]() |
Eldsneytisverð hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. mars 2008
Hið ljúfa líf
Liggjandi í sófanum, í góðu yfirlæti, skrifa ég þessa færslu. Mér var fært kaffi
Notalegur letimorgunn hér á bæ. Pabbi gamli á blogginu og næstumþvígelgjurnar horfa á The Simpsons, í tölvunni. Þegar letinni hefur verið gert nógu hátt undir höfði, verður farið í verslunarleiðangur. Keypt málning ásamt fleiru er tilheyrir aðvífandi framkvæmdafasa. Höfum svo vonandi tíma fyrir heimsókn, eða á morgun. Rækta frændgarðinn. Annars engin of stíf plön gerð á þessum bæ. Spilum þetta eftir eyranu.
Dóttirin hafði, í gær, meðferðis sælgæti í massavís
Hún stóð fyrir balli í skólanum, ásamt vinkonum sínum. Þær gengu í verslanir og fengu gefins sælgæti sem var svo selt á umræddu balli. Ágóðinn gefinn til ABC. Einhver afgangur varð þó eftir af namminu og hefur hún nú raðað því í nammiskápinn hér. Það gengur upp þar sem hér er hvorki stolist í nammið, né sá gamli of tilbúinn að leyfa þeim að háma það í sig.
Við hófum helgina á vel heppnuðum ofnrétti með mexíkósku ívafi, leiknum af fingrum fram. Ostur og vínber á eftir. Í kvöld verður það uppáhald okkar allra, Gnocchi a la Carbonara. Sannkallaður hæstiréttur. Á morgun fá fyrrum hænsnfuglar austurlenska meðferð.
Annars ekkert annað planað, nema vera saman. Veita hvert öðru nánd. Hlægja, fíflast, spjalla, knúsa, dunda okkur. Ekkert prógramm.
Þetta kalla ég ljúft líf
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 14. mars 2008
Ekki stíga allir í (verk)vitið
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. mars 2008
Hið steingelda hyldýpi meðalmennskunnar
Ekki hef ég græna glóru um hvaða kompaní Skipti er. Hvort það tengist öðru fyrirtæki er nefnist Síminn, veit ég síður. Hvort sama auglýsingastofa hannaði lógó beggja fyrirtækja veit ég enn síður. Hvort sami teiknarinn hannaði bæði lógóin, veit ég síst.
Eitt veit ég þó. Einhver hefur verið að mjólka gamla hugmynd.
Búinn að fá þær upplýsingar að þetta sé náskylt Símanum. Mér finnst það þó ekki draga úr geldingunni.
![]() |
Lítill áhugi á útboði Skipta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Fjas er til framdráttar
Þetta hefi ég löngum sagt. Alls engin ný sannindi. Áar mínir hafa fjasað um aldir alda, enda helst að ættin þjáist af andlegu ofheilbrigði. Svo ekki sé talað um hvað fjas bætir meltinguna og gefur hraustlegt og gott útlit.
Með lögum skal land byggja og með bölmóði bæta.
Lifið heil.
![]() |
Blogg gegn þunglyndi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Plástrar
Er þetta ekki dæmigert?
"En við höfum einfaldlega ekki haft meiri peninga. Ég er algjörlega samfærður um að við eigum að reyna að lyfta undir þennan búskap."
Líklega sannfærður, frekar en samfærður.
En án gríns...
Þótt ekki segi Haraldur það beint, er þó erfitt að skilja ofangreinda setningu á annan veg en að bændur þurfi meiri pening (frá ríkinu væntanlega?) eigi þeir að fást út í lífræna næktun.
Hvernig væri að lesa fréttina yfir aftur....og kannski einu sinni enn. Taka síðan smá greiningu á þessu.
Fréttin hefst á þessum orðum Haralds: "Íslenskir bændur bíða ekki í röðum eftir að geta hafið lífrænan búskap."
og endar á þessum orðum sama manns: "Ég er algjörlega samfærður um að við eigum að reyna að lyfta undir þennan búskap. Mín tilfinning er sú að markaðurinn kalli eftir því."
Staðan er sem sagt sú að þótt markaðurinn kalli eftir íslenskri lífrænni ræktun, eru bændur lítið spenntir fyrir því, eða eins og Haraldur orðar það: Íslenskir bændur bíða ekki í röðum eftir að geta hafið lífrænan búskap."
Hvers vegna ekki? Jú, ekki nægur fjárhagslegur hvati. Mikið rétt. Er lausnin þá sú að fara út í niðurgreiðslur? Hví er ekki fjárhagslegur hvati ef vöntun er á markaðinum?
Haraldur svaraði spurningunni sjálfur, í annarri málsgrein fréttarinnar. Hann virðist bara ekki hafa fattað það. Hann sagði: "Ekki er nægur fjárhagslegur hvati til að fara út í slíkt hér á landi miðað við núgildandi reglur."
Bingó!! Miðað við núgildandi reglur
Er þá ekki réttara að lagfæra regluverkið frekar en að plástra kerfið sífellt meira með vafasömum niðurgreiðslum, hér og þar?
![]() |
Vantar peninga til að ýta undir lífrænan búskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)