Laugardagur, 6. febrúar 2010
€vróvisjón
Nú hefur RUV tekið þátt í vrópsku sönglagakeppninni í 24 ár.
Á þeim tíma hafa ýmsar leiðir verið farnar til að finna það lag sem keppa skal fyrir Íslands hönd hverju sinni.
Oftast undankeppnir, en stundum útvaldir fengnir til að semja lag.
Þegar útvaldir hafa fengið tækifærið hafa ekki heyrst önnur lög, en í undankeppnunum hefur fólki boðist tækifæri að heyra nokkur lög. Oftast hafa leynst ágætis lög inn á milli. Ég man ekki til þess að öll lögin hafi verið ónýt.
Fyrr en nú.
Mér finnst stórmerkilegt að 14 ónýt lög hafi verið valin úr þeim fjölda sem inn var sendur. Innsend lög hafa örugglega skipt hundruðum. Fimmtánda lagið var útvalið.
Mér þykir það sæta furðu að kannski öll 200 (eða eitthvað) innsendu lögin hafi verið ónýt. Þykir það ósennilegt.
Held að málið snúist um dómnefndina, sem enginn veit hvernig var skipuð.
Tek fram að sjálfur átti ég ekki lag, svo það sé á hreinu.
Í kvöld stendur þjóðin frammi fyrir erfiðu vali. Að velja skársta kostinn af mörgum slæmum. Hljómar eins og Icesave. Kannski það sé hlutskipti íslendinga að þurfa almennt að velja milli slæmra kosta.
Svona eins og við kjörborðið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 6. febrúar 2010
Hinn Haganlegi Arion banki
var að hlusta a Finn Sveinbjörnsson, í Kastljósinu í gær.
viðtalið var aðallega svona blablabla.
Hins vegar hjó ég eftir því að Finnur sagði að Högum hafi verið vel stjórnað. Spyrillinn fattaði ekki að spyrja á móti hví Hagar væru þá í meðferð. Minnti á RUV árið 1968, hvar velmektarmenn voru þéraðir, eða drottningaviðtöl hvar einskis óþægilegs er spurt
Halló! hví er þá kompaníið komið í klósettið?
Svo á auðvitað að dubba upp þá sem óku rútunni út af til að aka henni áfram.
Mig hefur oft dreymt absúrd drauma. ætli þetta sé einn slíkur?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Snillingar
Það semur enginn svona tónverk nema snillingur og að heyra það túlkað af öðrum snillingi gerir það ómetanlegt.
Svyatoslav Richter leikur ballöðu nr. 1, op. 23, eftir François Chopin. Fyrir þá sem hafa áhuga, er hún í G moll.
Karl faðir minn átti þetta á gamalli vínilplötu, gegnumspilaðri, sem hann hélt mikið upp á.
Það var mér mikil ánægja að finna sömu upptökur og á plötunni, órispaðar, í diskasafni á Amazon, sem ég gaf honum á sjötugsafmælinu.
Reyndar heyri ég að þetta er ekki sama upptakan og á plötunni góðu, en þó sami snillingur að spila.
Chopin á peningaseðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
iPad
Nýverið héldu Steve Jobs og félagar, enn eina hallelújasamkomuna.
Þær eru býsna vinsælar, hallelúja samkomur þeirra eplabænda, hvar aðal mætir í gráa/svarta langermabolnum, eða rúllukragapeysunni og hallelújar yfir lýðnum.
Nú var það nýjasta afurð eplabændanna, iPad. iPad er ætlað að keppa við afurð Amazon, Kindle, sem verið hefur á markaði um nokkurt skeið. iPad mun þykja eilítið poppaðri en Kindle. T.d. skilst mér að Kindle skorti hinn nauðsynlega fídus, baklýsingu.
Eplabændur mega eiga að þeim hefur tekist, síðan þeir drógu sig upp úr dauðadalnum og komu fram með iTunes, að trylla lýðinn með nýjungum sínum. Eiga það reyndar sameiginlegt með erkifjandanum Billa (Gates) að finna fæst upp sjálfir, heldur taka upp uppgötvanir annarra, minni spámanna og poppa þær eilítið upp. Svo er með iTunes, iPod og nú iPad.
En aftur að hallelújasamkundunni. Þegar selja skal eitthvað, er betra að tala sem minnst um tæknilega hluti og önnur leiðindi, en tala þeim mun meira um stórkostlegheitin. Þetta kunna eplabændurnir vel.
Hér er stytt klippa af síðustu samkomu. Fitan skorin burt og kjarni samkomunnar skilinn eftir.
Væri Dolli uppi í dag hefði hann brugðist svona við.
Tölvur og tækni | Breytt 5.2.2010 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Skjaldborgarfargan
Ég er svo til hættur að nenna að blogga. Nennuleysið hefur minnst með Hádegismóann að gera, heldur helst hve þjóðmálaumræðan er hefur verið svo súr lengi og súrnar með degi hverjum. Sagði við vinnufélaga minn í dag að best væri að fara í frí til BNA og fá ná sér í eðal ignorance. Hætta að hugsa um þetta eilífa karp.
Ormagryfjan opnast meira með hverjum degi og spillingin útrásarvíkinga og bankamanna orðin svo æpandi.
Annars heyrði ég í Spegli kvöldsins, af viðbrögðum ráðamanna við þeirri staðreynd að mikill meirihluti þeirra sem hafa þurft að nýta sér úrræði ríkisstjórnarinnar, telja þau ekki virka.
Man ekki hvort það var sjálf Jóhanna af Örk, eða einhver annar, sem var svo obboðslega hissa á því. Eftir öll töfrabrögð Árna Páls og Joðhönnu. Botna bara ekki neitt í neinu.
Snillingarnir fatta ekki þá einföldu staðreynd að fólk krefst réttlætis. Jú, kannski barbabrellur Árna Páls lækki greiðslubyrði. Hins vegar lækka þær ekki skuldirnar. Bara fresta málum. Fólk er ósátt að þurfa að sitja uppi með auknar, stökkbreyttar skuldir.
Einfaldasti tréhaus ætti að sjá það.
Greinilega eru einhverjir með massívari höfuð en það, að þeir telja að allt verði í gúddí bara við að lengja í snörunni. Ekki að koma til móts við réttlætiskröfurnar, heldur að strjúka rassa látveitenda og beita barbabrellum til að telja fólki trú um að það sé verið að gera eitthvað fyrir það.
Fólk er hins vegar ekki fífl og sér í gegn um vitleysuna.
En út í allt annað.
Vinur minn benti mér á þessa snilldarklippu. Vel til þess fallin að verða sér út um hinn besta hroll.
Ég er ekki frá því að hljómborðsleikarinn minni eilítið á íslenskan tónlistarmann, svona í útliti
Sunnudagur, 24. janúar 2010
Frétt eða ekkifrétt
Borgarstjóri búinn að kjósa Hvílík ekkifrétt.
Kring um 1990 lögðust málgögn flokkana af. Nú hefur málgagn Sjálfstæðisflokksins verið endurreyst.
Hvað varðar almúgann um hvað gerist innan raða hrunflokksins? Hverjum er ekki sama hvort Pétur, Páll, eða Hanna Birna hafi farið og kosið í hinum lokuðu kosningum einkavinafélagsins. Hvenær fáum við fréttir, á mbl, af kosningum innan Lyonshreyfingarinnar?
En kannski til lítils að fjasa yfir málgagninu. Alla vega hefur Moggin stimplað sig inn sem málgagn. Enda sá sem endurskrifar mannkynnssöguna þar við stýrið.
Pravda.
Borgarstjóri búinn að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 23. janúar 2010
Leiðindastjörnur æða til Haiti
Nú hafa bandarískar stjörnur tekið sig saman og vilja hjálpa íbúun Haiti.
Ekki mæli ég því mót, enda fólk þar hjálpar þurfi.
Ekki hef ég tölu yfir alla sem að málinu koma. Væntanlega í bland raunverulegar stjörnur og wannabies.
Sá í fréttunum áðan að Bruce Springsteen væri þar á meðal. Hugsaði þá, hverjir aðrir leiðindagaurar hefðu tekist að koma sér um borð í bátinn.
Að hlusta á jóðlið Í Brúsa er allt að því jafn leiðinlegt og að hlusta á Bob Dylan og Leoanrd Cohen. Svona næstum því.
Verum manneskjuleg og veitum Haitibúum stuðning!
Sendum ekki leiðindagaura þangað. Næg eru ömurlegheitin fyrir!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 23. janúar 2010
Lögregluhundurinn Rex
Er að horfa á austurríkismenn spila við serba.
Í hugum margra poppar Dolli upp þegar minnst er á Austurríki. Hann var víst þaðan. Hjá mér poppar alltaf upp lögregluhundurinn Rex.
Voða krúttlegt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 22. janúar 2010
Réttlæti, sanngirni og heiðarleiki
Er ekki yndislegt að vera íslenskur ríkisborgari? Réttara sagt íslenskur gjaldborgari.
Nú er búið að bjarga fjármagnseigendum fyrir horn. Já og bönkunum. Bönkunum sem á sínum tíma veittu lán á útsölu og lánakjör sem áður ekki buðust. Ódýr lán, að því fólk hélt, sem almenningur nýtti sér til að greiða upp önnur og óhagstæðari lán. Lánakjör sem gerði fólki kleift að kaupa sér viðunandi húsnæði í stað þess sem skammtað var úr hnefa Íbúðalánasjóðs. Svo ég tali ekki um Verkamannabústaðina sálugu. Í nokkur ár lifði almenningur í þeirri trú að hann hefði gert sæmilegan díl og allir voru djollí.
Svo gerist að alltíeinu og obbossí, krónan fer að falla. Á þriggja mánaða fresti, árið 2008. Merkileg tilviljun hvað það hélst í hendur við ársfjórðungsuppgjörin. Stórmerkileg tilviljun. Allt í einu voru góðu ódýri lánin orðin stökkbreyttari en Teenage Mutant Ninja Turtles. Ekki síst erlendu myntkörfulánin sem reyndust svo ekki erlendari en Jón Sigurðsson, forseti. Aftanítakan á krónunni varð ekki bara til að hækka þau, heldur einnig lánin sem tryggð eru með svokallaðri verðtryggingu. Gegn um hækkandi verðlag.
Mikið er ég glaður að bönkunum hafi verið bjargað. Auðvitað erum við tilbúin að horfa fram hjá hverjir báru ábyrgðina á ódýru lánunum og stökkbreytingu þeirra. Er það ekki?
Reyndar má færa fyrir því rök að verðtryggingin sé réttlát, þar eð hún virki jafnframt á innlán í bönkunum. Þó er annar stór munur á réttindum þeirra sem lána bönkunum, með innlánum og þeirra sem fá lánað hjá bönkunum.
Sá sem leggur inn pening í banka lánar bankanum pening. Hann hefur enga tryggingu aðra en tryggingasjóð innlána fyrir að fá peningana sína til baka, eða réttara sagt lágmarksupphæð. Viðskiptamaður banka gæti aldrei sótt meira en það frá bankanum, eða þrotabúi hans.
Reyndar, í dag, með undantekningu neyðarlaganna eiga allar innlánstryggingar að vera tryggðar upp í topp. Neyðarlaganna sem almenningur nú bítur úr nálinni með, með Icesafe veseninu.
Hins vegar getur banki farið fram á veð fyrir því sem hann lánar út. Veð sem er í raun sýndarveð, því bankinn getur gengið að skuldaranaum langt umfram hið gefna veð. Fram á grafarbakkann og umfram það. Bankinn getur gengið að eignum sem aldrei komu til álita eða umræðu við lántökuna. Því síður að í þeim væri bundið veð. Eigandi innláns getur á hinn bóginn ekki gert slíkt gagnvart bankanum. Farið fram á að bankinn leggi fram veð fyrir innláninu. Hví ætti einhver ekki, á sama hátt, að geta krafið bankann um veð fyrir innláni? Spurning um að setja á stofn tryggingasjóð útlána og leggja af öll veð.
Nei bankarnir hafa lögbundin belti, axlabönd, kút og kork. Á meðan skuldarinn hefur í mesta lagi loftlausan kút.
Jafnræði? Einmitt.
Talað var um nýtt Ísland og að reisa ætti skjaldborg. Í raun hefur bara gamla rotna Ísland verið endurreist, með sínu maðkétna kerfi, klíkum og spillingu (eigum við að ræða Landsbankann?) og í stað skjaldborgar var reist myndarleg gjaldborg.
Ákveðið var að spóla bara til baka og spila sama gamla spillingarlagið aftur, í stað þess að setja eitthvað nýtt, ferskt og frumlegt á fóninn. Svona eins og í súru partýi þar sem allir eru nærri brennivínsdauða og í stað þess að slútta partýinu er opnuð enn ein flaskan og haldið áfram að sukka.
Réttlæti, sanngirni og heiðarleiki eiga að kallast hugtök. Á Íslandi eru þau hinsvegar einungis merkingar- og innihaldslaus orð.
Ómerkingar.
Ómerkingar eins og þeir einstaklingar sem töluðu um nýtt Ísland og skjaldborg um heimilin. Einstaklingar sem telja ekki í mannlegum mætti að vera menn orða sinna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Skotið í slána
Nokkuð hefur borið á því, í leikjum íslenska handknattleikslandsliðsins, að þeir hafi skotið í slána.
Ekki er bara að slíkt komi niður á markatölum liðsins, heldur hafa evrópusamtök slána mótmælt framferðinu harðlega með eftirfarandi yfirlýsingu:
Evrópusamtök slána mótmæla hér með þeirri meðferð sem austurrískir slánar hafa mátt sæta af hálfu íslendinga á evrópumótinu í handknattleik. Farið er fram á að þessari niðurlægjandi meðferð verði hætt nú þegar. Slánar hljóti að eiga jafnan rétt og aðrir til að horfa á handbolta.
Virðingarfyllst
Íþróttir | Breytt 22.1.2010 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)