Sunnudagur, 17. janúar 2010
Erum á móti en viljum vera memm
þannig hljómar stefnuskrá vinstri grænna í stuttu máli.
Foringi flokksins er tækifærissinni norðan úr landi sem segir eitt í dag og annað á morgun.
Það kemur mér ekki á óvart að heyra í honum nú. Sá í gegn um hann fyrir löngu.
Hann vill ekki ganga í vrópusambandið, en þó. Félagar hans vilja það ekki, frekar en aðrar trénaðar beljur, en hann vill halda öllu opnu því stóllinn er meira virði en samviskan.
For your information, þá er ég hlynntur viðræðum við vrópusambandið.
Flokksráð ítrekar andstöðu VG við inngöngu í Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 16. janúar 2010
Icesave - Glæsileg niðurstaða
Nú þykir mér týra á tíkarskarnið.
Á mannamáli merkir það að nú finnist mér brugðið ljósi á hundaskítinn.
Fyris tæpu ári þótti Joð samningurinn sem sendiherrann og heimspekingurinn lönduðu, glæsileg niðurstaða. Nú fyrst er hann að fatta að niðurstaðan var meira glötuð en glæsileg. Ekki síst vaxtakjörin, sem eru lítið skárri en lýðnum býðst hér heima.
2 - 3,5% og þá getum við farið að tala saman.
En vitanlega, eins og flestum ætti að vera orðið morgunljóst, er Joð eðal lýðskrumari. Ragnar Reykás bliknar við hliðina á honum. Hví er hann ekki í Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokknum? Jú, því þar næði hann ekki að komast í framlínuna. Framlínan er það sem öllu skiptir. Hvað maður segir og gerir er síðan algert aukaatriði.
En svona í framhjáhlaupi og algerlega útfyrir efnið. Mér skilst að hinir fræknu íslensku björgunarkappar á Haiti gangi undir nafninu IceSafe. Alltént mun betra orðspor sem fer af þeim en höfundum hinnar glæsilegu niðurstöðu.
Myndu stefna á lægri vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 15. janúar 2010
Ofbeldi AGS
Þið Íslendingar verðið að hafa stuðning alþjóðasamfélagsins til að geta haldið áfram.
segir Strauss-Kahn. Svo segir hann...
Varðandi spurninguna um Icesave. Öfugt við það sem margir segja þá er lausn á deilu um þessar skuldbindingar ekki skilyrði þess að AGS aðstoði Ísland, en við erum stofnun sem er stjórnað af alþjóðasamfélaginu og við þurfum að hafa stuðning meirihluta alþjóðasamfélagsins þegar við tökum ákvarðanir. Ef margar aðildarþjóðir telja að við eigum að halda okkur til hlés þá verðum við að gera það.
Meirihluti alþjóðasamfélags AGS eru hverjir? (bretar og hollendingar ?). Ekki liggur fyrir að aðrar þjóðir hafi beitt AGS þrýstingi vegna málsins. Því er ekki hægt að túlka orð Strauss Kahn á annan hátt en að sjóðurinn láti stjórnast af þrystingi frá bretum og hollendingum. Sem sagt ekki af meirihluta þjóða, heldur þeirra sem mesta eiga peningana.
Stuðningur alþjóðasamfélagsins nauðsynlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. janúar 2010
War on whatever
Fór á fund með loftinu. Leitaði að frétt sem ég sá um daginn, en fann hana ekki.
Fréttin var um stríð Ronalds Reagans gegn eiturlyfjum. Nafnið á herferðinni hljómaði svo kunnuglega; War on drugs svona ekki ósvipað og stríðsyfirlýsing flokksbróður hans síðar, herra Runna; War on terror.
Eiginlega svolítið skondið, að öll stríð sem bananaríkjamenn hafa stofnað til, að undanskyldu Víet nam, sem formlega hófst í tíð Lyndons Johnson, hófust í tíð repúblikana.
Skondið.
War on welfare
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. janúar 2010
Skapa neyðarlögin íslendingum ekki ábyrgð?
Í gær, í Silfri Egils, var rætt við franska vrópuþingmanninn Alain Lipietz. Hann kom víst eitthvað að setningu vrópsks regluverks.
Í stuttu máli vildi hann meina að íslendingar bæru ekki ábyrgð á sofandahætti breta og hollendinga, sem hann vill meina að hefðu borið ábyrgð á eftirliti með Ísbjörgu.
Margir hafa talið, ég þeirra á meðal, að þótt íslendingar hafi ekki borið lagaleg skylda til að tryggja innlánstryggingasjóðinn hefði íslendingar gert sig ábyrga með setningu neyðarlaganna, sem tryggðu innistæður í bönkum á Íslandi, en ekki íslenskra banka erlendis. Hefðu með þeim lögum mismunað fólki vegna þjóðernis.
Mismunun vegna þjóðernis er ólögleg, samkvæmt hinum vrópsku reglum.
Í kvöldfréttum ríkissjónvarps bendir Lipietz hins vegar á að mismunun vegna þjóðernis átti sér hvergi stað. Sem, þegar betur er að gáð, er hárrétt.
Neyðarlögin tryggja einungis innistæður í bönkum á Íslandi. Algerlega óháð þjóðerni þeirra sem þær eiga.
Þannig voru innistæður breta og hollendina, sem áttu innistæður á Íslandi tryggðar, en innistæður íslendinga á Icesave í Bretlandi og Hollandi voru það ekki.
Því er ekki um mismunun á grundvelli þjóðernis að ræða.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 9. janúar 2010
Klappstýran okkar
Forseti Íslands hefur af mörgum verið kallaður klappstýra útrásarvíkinganna.
Ég ætla svo sem ekki að mótmæla því. Hann gerði mikið úr víkingunum. Ég held þó að fáir séu til þess bærir að ráðast á hann fyrir það. Ég held hann hafi í einlægni trúað að í loftinu fælust galdrar. Rétt eins og restin af þjóðinni. Líka þeir sem hvað mest hafa kallað hann klappstýru. Líka Hólmsteinninn sjálfur, sem vildi gefa í.
Sagði ekki einhver; sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstan steininum? Uss. Ég, guðlaus maðurinn farinn að vitna í ésú.
Þegar reykskynjararnir fóru í gang, árið 2006, ákváðu allir að í stað þess að slökkva eldana væri einfaldara að setja tappa í eyrun.
Out of sight, out of mind.
Síðan fór allt eins og það fór. Maybe we should have...
Síðustu daga hefur það verið forsetinn sem hefur komið fram í breskum fjölmiðlum að skýra málið og stöðu Íslands gagnvart bretum og hollendingum. Nú hefur hann gengist við því hlutverki að vera klappstýra Íslands, sem er einmitt djobbið sem hann var ráðinn í.
Í fyrradag var hann, til að mynda, í viðtali í þættinum Newnight á BBC, hvar úlfurinn Jeremy Paxman ætlaði sér að salta hann. Reyndin varð önnur. Það var forseti Íslands sem saltaði spyrilinn. Síðan endurtók hann söltunina í gær, í viðtali við fréttastofu Bloomberg.
Ég klappa fyrir klappstýrunni.
Laugardagur, 9. janúar 2010
Hver eru verstu tíðindi sem mögulega er hægt að færa einni þjóð?
Þau geta vissulega verið mörg og fara líklega eftir því hver þjóðin er.
Flestum ætti að vera í fersku minni þegar formaður rannsóknarnefndarinnar um bankahrunið lýsti efni hennar sem verstu tíðindum sem mögulega sé hægt að færa einni þjóð.
Ég hef verið hugsi yfir þessum orðum og hvað mögulega felist í þeim. Hver gætu verið verstu tíðindin sem téð nefnd geti fært íslensku þjóðinni?
Íslenska þjóðin, eða í það minnsta stærstur hluti hennar, á þá ósk að allir þeir sem ábyrgð beri á hruninu verði látnir axla þá ábyrgð. Því yrðu bestu tíðindin þau að allir ábyrgir sæti ábyrgð, ekki satt? Það myndi uppfylla kröfur þjóðarinnar.
Hver gætu þá orðið verstu tíðindin? Væntanlega hin gagnstæðu.
Allsherjar hvítþvottur.
Skyldi sú verða raunin?
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Viðsnúningur
Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það séu kostir í fari fólks að geta skipt um skoðun, verði eitthvað til að knýja á um það.
Ég hef verið þeirrar skoðunar að skárst væri að ganga að Icesave samkomulaginu og geta snúið sér að öðru eftir samþykkt þess.
Ég skráði mig ekki á lista InDefence.
Eftir ákvörðun forsetans hef ég æ meir hallast að því að þetta hafi verið snilldar 'move'.
Ég viðurkenni að í fyrstu var mér ekki um sel, en eftir að hafa séð að bretar, hollendingar, ásamt öðrum virtust ekki hafa meira vit á málinu en ég á matvælafræði, sá ég að þau æðu villu og svíma sem hægt væri að leiðrétta. Óupplýst lið sem annaðhvort taldi að íslendingar ætluðu ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar, eða að héldu að forseti íslands hefði neiturnarvald, a'la France og USA. Bullukollar sem blogguðu án þess að vita rassgat um hvað þeir væru að tala um.
Það er nægt framboð af bjánum í heiminum. Það er eitt að því fáa sem við getum treyst á.
Nú hef ég séð að almenningur erlendis er að sjá hverslax rugl er í gangi. Undantekningin eru danir. Enda eru þeir enn grútspældir yfir Magasin du Nord. Megi þeir ná sér úr sinni gremju sem fyrst.
Fimmtudagur, 31. desember 2009
Áramótaandvarp
Um áramót er ekki úr vegi að líta um öxl og andvarpa.
Í upphafi árs sat syfjustjórnin sem beið eftir kraftaverki og hafði gert frá 12. maí 2007.
Fólk safnaðist saman og barði teflonhúðaðar pönnur sínar með málmáhöldum. Fatalt! Málmurinn skemmir teflonhúðina.
Sofandastjórnin hætti og Joðhanna tók við. Síðan var boðað til kosninga og Joðhanna styrkt í sessi.
Skjaldborg skyldi reist um heimilin. Svo hófst uppbygging hennar. Áfengis-, olíu- og tóbaksgjöld voru hækkuð um vorið. Síðan aftur um sumarið. Aldeilis það sem vísitölutryggður almúginn hafði kallað eftir.
Eftir þras um vrópusamband og Icesave var aftur bætt á gjöldin góðu um haustið. Alþýðan egndist af fögnuði yfir þeirri snilld að það hækkaði greiðslubyrðina.
Um haustið var svo ákveðið að hækka skatta og gjöld. Þá vitanlega fyrst og fremst óbeina skatta sem hækka vísitöluna.
Joð hugsar um sína. Svo var hann næstum valinn maður ársins (!?!)
Eftir að landsmenn allir hafi fyrir löngu fengið upp í kok af Icesave umræðunni, lauk henni á síðasta korteri ársins. Líklega hefur flestum verið orðið sama hvernig málið færi, svo lengi sem því lyki og þeir gætu farið að hugsa um annað.
Það er margt annað sem hugsa þarf um; Hundinn Lúkas, vróvisjón, Brad Pitt og Angelinu, ...
Nýtum nýja árið í annað en Joð og Icesave.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 26. desember 2009
„Það þurfti Vinstrihreyfinguna – grænt framboð til“
...að hækka óbeina skatta sem gera lítið annað en að hækka greiðslubyrði almennings og draga úr neyslu, svo óvíst er hvort skatttekjur aukist.
...að reisa gjaldborg um heimilin.
...að koma Íslandi úr öskustónni yfir á kaldan klaka.
Til hamingju Ísland!
Tók við af búskussa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)