Bilið milli ríkra og fátækra

Umræða sem seint mun hætta.

Vinstri menn segja þá hægri auka veg hinna ríku á kostnað hinna efnaminni. Kannski eitthvað sé til í því, en hvað eru vinstri menn að gera í dag? Nákvæmlega ekkert fyrir fólkið sem er að missa allt sitt, hafi það ekki þegar misst allt. Á sama tíma horfum við upp á sykursnúðana í vínarbrauðsdeildinni fá sitt afskrifað upp í topp.

Nota bene, þá hef ég flokkað mig frekar til vinstri en hægri. En heimurinn er ekki tvívíður svo hægri/vinstri nær ekki utan um allt.

 

Annars fannst mér skondið að lesa í viðtengdu fréttinni; „Allir stjórnmálaflokkar í landinu þyrftu að sameinast í því verkefni“

Ég vissi ekki betur en í Kína væri bara einn flokkur. Flokkur allsherjar.


mbl.is Ráðast gegn fátækt í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útpæld æfing hjá Gæslunni?

Rakst á þetta í dag.

Æfing hjá Landhelgisgæslunni, þar sem þyrla tekur eldsneyti úti á hafi. Allt gott um það að segja.

 

Það sem vakti hins vegar athygli mína var að í upphafi (myndir 2 og 3) yfirgaf sigmaðurinn þyrluna og fór um borð í skipið. Á 4. mynd sést hann í forgrunni ganga burt, meðan hásetar skipsins sjást í bakgrunni bjástra við að undirbúa slöngu fyrir eldneytisdælinguna.

Síðan eru nokkrar myndir hvar sést þegar eldsneytinu er dælt á þyrluna. Hvergi á þeim myndum sést til sigmannsins.

Síðan birtist sigmaðurinn í lokin, á 12. mynd, hvar hann er hífður upp í þyrluna á ný.


Ég spyr...

Hvað var sigmaðurinn að álpast um borð, fyrst hann kom hvergi nálægt eldsneytistökunni? Hvað var hann að bauka á meðan? Þurfti hann að komast um borð í skipið til að gera nr. 2? Var það kannski partur af æfingunni?


Gjaldborgarpæling

Er að spökúlera...

Fyrir ári töluðu sumir um að reisa skjaldborg um heimilin.

Síðan þá hefur lítið annað gerst en að álögur hafa hækkað og þar með verðtryggðu skuldirnar. Skjaldborgarfrömuðir afsaka sig með að fyrst þurfi að ganga frá málum eins og Icesave.

Þó var hægt að endurreisa bankana á sama tíma. Hví var þá ekki hægt að endurreisa heimilin líka?


Nei eða já?

„Steingrímur sagðist einnig treysta því, að Bretar og Hollendingar hlaupi ekki frá því tilboði, sem þeir hefðu þegar lagt fram. Hann sagðist ekki vera viss um að það styrki stöðu Íslands ef Icesave-lögin verða felld í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun en hann vonaði það það muni ekki valda Íslandi skaða.“

Það liggur fyrir að verði lögin nr. 1/2010 staðfest af þjóðinni halda þau gildi sínu og því einsýnt að varla fari bretar og hollendingar að standa í frekari samningaviðræðum nú til þess að semja um betri samning til handa Íslandi og þar með verri samningi fyrir sig sjálfa.

Því er ekkert í stöðunni annað en að segja nei. Ekki síst ef í pípunum kunni að vera betri samningur.

 

Það þarf enga ofurheila til að sjá það.


mbl.is Tilbúnir til frekari viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynningar og greiðslugjald

Minnstist á greiðslugjöld áður.

Nú innheimtir ríkisbatteríið Íbúðalánasjóður seðilgjöld, þrátt fyrir bann.

Apparatið kallar það víst tilkynningar og greiðslugjald. sumsé gjald fyrir að tilkynna um greiðslu afborgunar. öööhhh ég veit hvenær ég á að borga, en fyrir hvað stendur greiðslugjaldið? Á maður að borga fyrir að fá að greiða? Hvurslags endemis kjaftæði er þetta?

Svo eru Joð og Árni Páll bara að bora í nefið, í stað þess að sjá til þess að eigin stofnanir fari að lögum. Er ekki kominn tími til að einhver fari að sinna starfi sínu? Ég yrði rekinn fyrir minna.


Seðilgjöld

Kannski ég sé farinn að kalka, en ég man ekki betur en að hátt í ár sé liðið síðan ríkið setti blátt bann við innheimtu seðilgjalda.

Svo er ríkisbatteríið sjálft, Íbúðalánasjóður, að innheimta seðilgjald.

Seðilgjald

Það má svo sem setja það í skrautbúning og kalla, útskriftargjald, olnboga- eða úlnliðsgjald, eða bara tilkynningar og greiðslugjald.

En seðilgjald er það og seðilgjald skal það heita.

Lifi gjaldborgin


Skuldir heimilanna

Sú var tíð er Jóhanna af Örk barðist fyrir réttlætinu. Hún var hins vegar Frönsk.

Önnur Jóhanna sagðist einnig ætla að berjast fyrir réttlætinu, en hefur síðan tekið sér krónísk frí frá störfum og látið fjósamann sinn, Joð, sjá um húsverkin.

 

Sú réttláta krafa almennings að leiðrétta hin stökkbreyttu lán hafa farið inn um annað eyra ráðamanna og út um hitt.

Undanfarna daga hafa borist fréttir af milljarðatuga afskriftum til handa þeirra dólga sem „eiga“ hin og þessi fyrirtæki. Eignirnar eru oftar en ekki loftkenndar.

Hins vegar, þegar kemur að skuldum Jóns og Gunnu, kemur annað hljóð í strokkinn. Afskriftir skulda þeirra, sem líklega samtals eru á svipuðu róli og skuldir eins dólgs, koma ekki til greina.

Þá tala menn um nýtt hrun.

 

Húsnæðismarkaðurinn er við alkul og ekkert í pípunum að það breytist.

Það þarf ekki meira en heilbrigða skynsemi til að sjá hvers vegna. Húsnæði er yfirveðsett. Þökk sé hinum stökkbreyttu skuldum.  Sá sem skuldar meira af íbúð sinni en hann fengi nokkurntíma greitt fyrir hana, getur ekki selt hana. Það er morgunljóst.

Ástæðan fyrir yfirveðsetningunni eru hinar stökkbreyttu skuldir og ekkert annað.

Þetta er ástæðan fyrir að húsnæðismarkaðurinn er í frosti.

 

Réttlátar afskriftir skulda heimilanna myndu leysa málið. Það vill bara enginn vita það. Það er greinilega notalegt að stinga hausnum í rassgatið.

 


„Flatlús í fóstur - Friðland óskast“

Vegna nýrra upplýsinga um yfirvofandi útrýmingu flatlúsarinnar hafa dýraverndunarsamtök tekið höndum saman og hleypt af stað átakinu „Flatlús í fóstur - Friðland óskast.“

Höfðað verður til alls fólks sem enn hefur skapahár og það beðið að taka að sér flatlús í fóstur, því nauðsynlega vanti friðland til verndunar stofnarins.


mbl.is Flatlúsin í útrýmingarhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt er nú til.

Aldrei hefði mér dottið í hug að til væri formlegt ákærendafélag. FootinMouth

Hvað skyldu Sakborningasamtök Íslands segja við þessu?


Tekið á öryrkjavíkingunum

Skrapp í afmæliskaffi til bróður míns í gær. Engar fékk ég hnallþórurnar, eins og ég hafði farið fram á, en í sárabætur fékk ég ofnbakaðan ítalskan brauðrétt, með kjötáleggi.


Hvar við sátum í næði brast á með fréttum ríkissjónvarpsins. Fyrsta frétt var um níðingsskap öryrkja á samfélagi voru.


Vitanlega helltum við úr eyrunum af hneykslan. Vitanlega er það forgangsmál dagsins í dag að koma í veg fyrir að bévítans öryrkjarnir, þiggjandi öryrkjabætur, geti ekki samtímis þegið atvinnuleysisbætur.

Atvinnuleysisbætur eiga því einungis að vera til handa þeim sem eru án atvinnu, en fullfrískir og geti því átt þá von að fá vinnu. Hinir, sem örorku sinnar vegna geta ekki unnið, eða a.m.k. ekki við hvað sem er, eiga vitanlega bara að éta það sem úti frýs. Ásamt gamla fólkinu sem skilað hefur sínu.

Í barnaskap mínum hélt ég að örorkubætur væru bætur fyrir skerta starfsgetu sem leiðir til þess að viðkomandi geta ekki starfað við hvað sem er, ef nokkuð. Fattaði ekki að þær væri einskonar atvinnuleysisbætur. Auðvitað þess vegna sem öryrkjar mega ekki vinna, nema ríkið seilist þá frekar í vasa þeirra. Mikið hljóta hinir auðugu öryrkjavíkingar að eiga góða vasa, fyrst svona eftirsóknarvert er að seilast í þá.

Vitanlega geta öryrkjar, samkvæmt skilgreiningu ríkisins, ekki verið atvinnulausir. Þeir eiga bara að snapa gams og hanga á horriminni.

Við erum að tala um að einstaklingur sem bæði þiggur örorku- og atvinnuleysisbætur getur haft heilar 250.000 krónur í mánaðarlaun! Þetta eru vitanlega bankastjóralaun og ríflega það.

Nei við verðum að tryggja að öryrkjar, allir með tölu, verði áfram á botni samfélagsins. Annað væri óráð.

Þessar gífurlegu fjárhæðir sem þeir hafa svona af ríkinu þarf að nýta í annað. Hér þarf að afskrifa skuldir annarra víkinga. Það kostar sitt. Hver á annars að borga það, nema öryrkjarnir?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband