Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 6. október 2008
Talað og talað, en ekkert sagt
Forsætisráðherra ávarpaði íslensku þjóðina áðan. Ríkissjónvarpið sýndi beint frá atburðinum og fyrir kl. 16 var ávarpið auglýst með jarðarfararauglýsingu. Hvítu letri á svörtum grunni, ásamt fimm mínútna þögn.
Klukkan 16 birtist forsætisráðherra vor, alvarlegur á svip. Þó setti hann upp einhverskonar bros í u.þ.b. tvær sekúndur áður en hann hóf mál sitt.
Ráðherrann talaði í u.þ.b. tíu mínútur, án þess þó að segja neitt. Svo óskýr var hann að kalla þurfti til túlk, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, til að útskýra orð hans. Orð túlksins voru ekki skýrari en forsætisráðherra. Þurft hefði að kalla til annan túlk til að skýra orð Þorgerðar.
Ríkisstjórnin mun ætla að leggja fram frumvarp til neyðarlaga og útivistarbanns. Hálfur brauðhleifur á mann, í viku hverri. Þeir sem eiga jakkaföt og bindi, jeppa yfir 10 milljónum og slatta af hlutabréfum sem enn hafa eitthvert verðgildi, fái tvo brauðhleifa.
![]() |
Neyðarlög sett í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. október 2008
Það fitna fleiri en bankamenn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24. september 2008
Jurta & dýraríkið, með næringafræðilegu ívafi
Ég ætla ekki að reyna að skrifa lærðan pistil um matarvenjur ítala. Ég gerði þá ekki mikið meira það sem eftir er. Við erum að tala um hundruð mismunandi osta og ógrynni afbrigða af ólífum. Fyrir utan allt annað. Langir gangar í stórmörkuðum, þar sem einungis eru ostar og annað eins af pasta.
Ég læt duga að nefna eitt af hvoru.
Löðrungspastað Schiaffoni. Með Carbonarasósu, nema hvað, ásamt ekta parmesan osti. Mmmmmm.
Pecorino ostur, frá Sardiníu, ásamt brauði sem helst minnir á nanbrauð. Einnig frá Sardiníu.
Já og halló! Eins gott að hafa tímann fyrir sér þegar farið er út að borða, þegar þarf að blaða gegn um svona vínlistadoðrant. Þá er matseðillinn alveg eftir.
Þegar maður rekst á svo margar framandi skepnur, er ekki úr vegi að hafa myndavélina við höndina. Sums staðar í heiminum mætti meira að segja láta þær myndir fylgja með matarskrifunum.
Þessi var félagi minn, á stéttinni fyrir utan, fyrsta morguninn. Fínn gaur, en heldur fámáll og rólegur í tíðinni.
Fjölskyldu hans og vini hitti ég síðar á röltinu.
Þessi er ósköp svipuð frænku sinni á Íslandi, nema hvað lappirnar eru a.m.k. tvöfalt lengri.
Þetta kvikindi norpaði utan við pizzeríu.
Ekki má gleyma leðurblökunum. Það er ekki hlaupið að ná mynd af þeim, vopnaður ódýrri húsmæðramyndavél. Ég reyndi þó. Myndin er vitanlega öll á hreyfingu, enda komið rökkur, vélin ekki nægilega ljósnæm og kvikindið á fleygiferð. Ég læt hana þó fylgja. Greina má klessu á myndinni, vinstra megin við miðju. Það mun vera leðurblakan.
Þetta er nú bara hann Chilli karlinn. Þrátt fyrir að vera ekki svo mjög framandi kvikindi, fær hann að vera memm.
Þetta var dýraríkið. Vitanlega má ekki sleppa jurtaríkinu. Það er rétt að taka fram að ég tók einungis eina mynd af fulltrúa jurtaríkisins, fyrir utan þá sem tróðu sér inn á aðrar myndir. Vitanlega fer maður ekki til Alpanna án þess að smella einni af Alparósinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Meiri þvælingur
Sussu. Gleymdi einu frá fyrsta deginum. Ég var staddur á þessu veitingahúsi, í Gressoney Saint Jean, stóran part dagsins. Vitanlega skrapp maður út fyrir að anda að sér fersku lofti af og til.
Í eitt skiptið röltum við saman út, ég og ókunnur heimamaður. Þar sem við stóðum handan götunnar og reyndum að hafa í frammi spjall, bar lögregluna að. Lögreglan (ekki beint herlögregla, en þó undir varnarmálaráðuneytinu), á það víst til að eyða deginum í að rúnta milli kaffihúsa milli þess sem hún böggar heiðvirða borgara, svo ég ýki aðeins. Allavega...þá stoppuðu þeir hjá okkur. Ökumaðurinn vatt sér út og bað um sjá skilríkin okkar. Ég hafði bara ökuskírteinið mitt, sem ég rétti honum.
Á meðan maðurinn í bílnum hafði samband við Berlusconi, Bin Laden, Interpol og Kvenfélagasamband íslands, í því skyni að grafa upp eitthvað um mig, spjallaði hinn gaurinn við okkur félagana grunsamlegu. Ég spurði m.a. hvort ég mætti taka mynd, en fékk frekar loðið svar. Nokkrum mínútum síðar, þegar ljóst var að ekkert misjafnt fannst um mig, var minnsta málið að smella af einni mynd.
Ég þvældist milli bæja og þorpa. Á þriðjudeginum var skroppið til Ivrea, sem er ca 20 - 30 þúsund manna bær. Þar var aðallega rölt um, drukkið kaffi, keyptur ís, litið í búðir við göngugötuna og sest niður með einn kaldann.
Gengið niður að ánni og sest niður í sólinni.
Ég sé fyrir mér Ítala hringja á sjúkrabíl á Íslandi.
Á miðvikudag var farið í sund, eða réttara sagt spa, í bæ sem heitir Prè St. Didier. Allskyns laugar og pottar, sauna og tyrkneskt gufubað. Algjör snilld.Ekki spillti útsýnið fyrir.
Monte bianco blasti við manni.
Ég gisti tvær nætur í bænum Settimo Vittone, sem var sjöunda varðan/áfangi frá Ivrea til Aosta (Agusta pretoria) á tímum Rómverja. Alveg æðislegt að ganga um þessar þröngu götur.
Langur göngutúr í hlíðunum fyrir ofan.
Þar eru bændur með vínskikana sína.
Steinstólparnir sem allstaðar eru, gegna því hlutverki að safna í sig hita á daginn og geisla honum út eftir að sól sest. Þannig fást betri skilyrði fyrir plönturnar. Eins eru greinarnar lagðar láréttar á grindur til að nýta betur sólarljósið.
Uppi í hlíðunum eru líka gamlar kastalarústir og fleiri fornleifar.
Eins og þessi ofn, frá 1849, sem notaður var til að vinna kalk úr grjóti, til húsbygginga.
Nóg komið í bili.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 22. september 2008
Heim á klakann
Jæja. Þá er maður kominn, heilu og höldnu, heim á klakann eftir góða viku undir Alpafjöllunum. Nei, ég fór ekki á skíði og ekki heldur í glæfralegar klifurferðir. Kannski ég geri það seinna. Nú var það bara menningin. Þ.e. að vera innan um venjulegt fólk, á venjulegum ítölskum heimilum. Ganga um þröngar götur lítilla þorpa og hlíðarnar fyrir ofan. Fara á venjuleg ítölsk veitingahús og þannig. Allt túrista-eitthvað látið lönd og leið. Fékk líka smá útrás fyrir kastalablætið.
Ég tók eitthvað af myndum, en hefði e.t.v. átt að taka fleiri. Geri betur næst.
Aosta dalur kvíslast í smærri dali, svona eins og Breiðdalurinn.
Einn þeirra dala heitir Lys. Þar var ég, rétt við lítið þorp sem heitir Gaby. Lys er kenndur við blóm sem á latínu heitir Paradisea liliastum.
Svona var útsýnið af stéttinni, fyrsta daginn.
Húsið sem ég bjó í. Við hliðina er kirkja. Mér skilst að einhverjar þessara bygginga séu að uppruna, um 12 - 13 hundruð ára. Líklega búið að endurbyggja og byggja við mörgum sinnum.
Fyrsta deginum eyddi ég að mestu í þorpinu Gressoney Saint Jean, sem er ca þúsund manna þorp, ofar í dalnum. Þennan dag var lágskýjað og gekk á með skúrum. Engu að síður prýðis veður og tilvalið til gönguferða. Ég gekk góðan hring um þorpið.
Áin sem rennur gegn um Gressoney Saint Jean inniheldur a.m.k. að hluta til jökulvatn.
Eins og sjá má er dalurinn afar þröngur.
Magnað að sjá þetta hús, undir skriðunum.
Þessi var aldeilis góður með sig, geltandi og vígalegur. Allt þar til ég stoppaði og tók upp myndavélina. Þá sneri hann sér undan, lúpulegur, tístandi eins og nýfæddur hvolpur.
Svona aukreitis. Einhver golfklúbbur var með uppákomu þessa sömi helgi og menn óku um þorpið á fornbílum. Ég vitanlega þefaði upp hvaðan þeir komu og leit á gripina.
Lítið smáatriði, sem ekki sést á myndinni. Köflótti sixpensarinn í aftursætinu var algerlega viðeigandi.
Þessir eru sko flottir saman. Alveg í sama stílnum, nema hvað örfá ár aðskilja þá.
Meira blæti í pípunum, sem kemur síðar.
Ave
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 14. september 2008
Alpablogg
Ég sé núna, kostinn við að hafa verið blogglatur um nokkurn tíma. Því ég mun eflaust lítið blogga þessa vikuna, svo engum ætti að bregða. Nú verð ég eins og Japanskur túristi, með myndavélina fasta við andlitið.
Er nú staddur í Aosta dal, sem tilheyrir víst Ítalíu þótt hér séu allar merkingar meira og minna á frönsku og þýsku, enda Frakkland og Sviss bara rétt handan við hornið.
Pósta eflaust inn myndum síðar. Vandinn er bara að velja úr. Hér er svo margt fallegt.
Þar til síðar...ciao.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Hvað er æra og hvenær er hún uppreist?
En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur." segir í Hávamálum. Á sama hátt gildir að orðstír deyr aldregi hveim er sér illan getur.
Samkvæmt mínum skilningi er æra og orðstír ansi skildir hlutir. Æra hvers manns, virðing hans og traust, hlýtur að byggja á góðum orðstí hans. Því hlýtur ærulaus maður jafnframt að hafa slæman orðstí. Orðstí sem hefur rúið hann trausti og virðingu.
Þá má spyrja áfram. Hvað er orðstír? Samkvæmt orðsins hljóðan hlýtur það að vera orð sem af manni fer. Álit annara á manni. Orðspor.
Menn reyna að framkvæma margan galdurinn í lagabókstafnum. T.d. má gera orð dauð og ómerk" með dómi. Auðvitað er það bara dómstólatrix. Það hefur vitanlega ekkert gildi í huga fólks almennt (held ég). Sögð orð verða ekki aftur tekin. Vitanlega getur sá er lét þau falla iðrast og beðist fyrirgefningar. Aðeins sá sá er fyrir orðunum varð getur ákveðið að ómerkja orðin, með fyrirgefningu sinni. Það gerist ekki í reiði, inni í dómssal.
Eins er það með æruna. Sá er hefur misst æru sína, hefur misst virðingu fólks og traust. Eina leið hans til að endurheimta æru sína er að vinna til baka virðinguna og traustið. Bæta orðstí sinn. Iðrast gjörða sinna í fullri einlægni. Þótt megi með lagatrixi hóa saman þremur hræðum og skrifa eitthvað á blað og lýsa þannig yfir að æra einhvers sé uppreist, vitum við öll betur. Meðan ekkert hefur breyst. Engin iðrun til staðar. Engin tilraun gerð til að bæta orðstíinn og vinna aftur traust og virðingu. Þá er hann jafn ærulaus sem fyrr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Ég fékk klukku í höfuðið
Jæja. Ekki slapp maður undan klukkunni. Sæmi kastaði í mig vekjaraklukku og vissulega skorast ég ekki undan, þótt ég sé vanur að sofa öll slík apparöt af mér.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Byggingaverkamaður.
Pizzabakari.
Rafeindavirki.
Hugbúnaðarsmiður.
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
The Matrix.
Life of Brian
Pulp fiction.
Caddyshack.
Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Háaleitishverfi.
Hlíðar.
Breiðholt.
Borgarnes.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Mythbusters.
The Simpsons.
Silfur Egils.
Fréttir.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn.
Danmörk.
Húsavík.
Aðalvík.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
mbl.is
visir.is
ruv.is
facebook.com
Fernt sem ég held uppá matarkyns:
Pasta með Carbonara sósu, mmmmmm
Núðlur.
Ristaðar samlokur með skinku, pepperone, hvítlauk og miklum osti.
Burritos.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft: (hmm, sem maður sem aldrei les bækur flokka ég einn lestur sem oft)
Saga tímans.
Brekkukotsannáll.
AA bókin.
Gömul, skemmtileg, bók um auglýsingasálfræði. Hvers titil ég ekki man.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Brattur
Tígri
Hilmar
Kaffi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. september 2008
Ætli maður verði ekki að leggja orð í belg
Ég man nú ekki eftir svo mörgum biskupum. Svona ungur, skiljiði. Ég man þó efti Sigurbirni. Meira að segja karl faðir minn bar fyrir honum mikla virðingu og var hann þó argasti kommi og tiltölulega trúlaus.
Sigurbjörn var mennskur, eins og ég. Hvorki guðleg vera, lifandi né látinn. Hann var þó vel gefinn. Hugsaði rökrænt og hafði sans fyrir mörgum hlutum sem alls ekki öllum er gefið. Reyndar trúði hann á guð salmáttugan og þá félaga alla, þrátt fyrir allt. Látum allar rökræður um trúmál liggja milli hluta.
Þrátt fyrir að hann hafi verið guðsmaður af lífi og sál, vissi hann að ekkert er algilt og að þótt menn hefðu önnur lífsviðhorf og skoðanir, væru menn marktækir og að allar skoðanir væru þess verðar að vera virtar. Sama er ekki hægt að segja um alla 'guðs' menn. Ó nei.
Þar fór vel gefinn maður og mun hann örugglega vera mikil liðsstyrkur þar sem hann nú er, hvort sem það er í himnaríki eða á flandri um himingeiminn.
Blessuð sé minning hans.
![]() |
Allir hlustuðu þegar hann talaði" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 5. september 2008
Tölva, DVD myndir og klósettrúlla. Er eitthvert samhengi?
Ég sá frétt á dv.is þar sem rætt er við íbúa á Ísafirði um miður skemmtilegt mál. Eldsvoða í húsi þeirra. Ég óska engum slíks og efni þessa pistils varðar efni fréttarinnar ekki að neinu leiti.
Það sem vakti spurningar hjá mér var myndin sem fylgir fréttinni. Á myndinni er maðurinn sem rætt er við, en umhverfið er athyglisvert. Fyrir framan hann er tölva, DVD myndir og klósettrúlla!
Kannski er það bara ég, en einhvernveginn dettur mér bara eitt í hug
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)