Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 2. september 2008
Andskotans inngrip alltaf hreint
Einhver flensuskítur gerir vart við sig, hálsbólga, kvef, nasa- og herðablaðakláði.
Vitanlega eru dæmi þess að fólk hafi veikst alvarlega af flensu. Þá meina ég lífshættulega. Það eru þó jaðartilfelli og væntanlega hafa þeir hinir sömu verið veikir fyrir. Sértilfelli sem vitanlega þarf að taka á.
En að fara að dæla bóluefnum í tíma og ótíma, út af smá flensuskít?!?! HvusslaX kjaftæði er nú það? Er ekki betra að börnin fái smá pestir af og til? Það gerir ekkert annað en að styrkja ónæmiskerfið.
Áður en einhver missir sig, vil ég taka fram að hér á ég við venjuleg heilbrigð börn. Auðvitað eru jaðartilfelli sem inngrip eru þörf, ef líf er í húfi.
Óþolandi þessi endalausu inngrip vestrænna læknavísinda, út af smámálum. Er furða að ónæmi gagnvart hinum og þessum bakteríum verði sífellt algengara? Fólk má ekki fá táfýlu öðruvísi en að heilbrigðisgeirinn fari að dæla meðulum, hægri og vinstri.
![]() |
Inflúensa greindist hér í ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Blástur vikunnar
Síðastliðin vika var sérstök. Handboltalandsliðið landaði silfri á Ólympíuleikunum, rétt áður en djúp (haust?)lægð heimsótti okkur.
Í vikunni voru handboltahetjurnar sæmdar Fálkaorðunni, jafnhliða því er blés mikið.
Hér er lítil samantekt af hvoru tveggja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hvernig flytja skal vígt vatn með flugi
Bergmálstíðindum hafa borist leiðbeiningar, úr Vatikaninu, um meðhöndlun vígðs vatns.
Leiðbeiningarnar, sem undirritaðar eru af páfa sjálfum, fara skref fyrir skref yfir hvernig meðhöndla skuli vígt vatn á ferðalögum með flugi.
Leiðbeiningarnar eru á latínu en séra Búi Böðvarsson snaraði á íslensku.
1. liður
Mikilvægt er að byrja á vænum þvaglátum og tæma blöðruna alveg.
Flaskan með hinu vígða vatni er síðan opnuð varlega.
Hið vígða vatn skal drukkið í einum teyg, án þess að anda.
Flöskunni skal lokað strax og alls ekki má skola hana.
2. liður
Tóma flöskuna skal hafa með sér í flugið.
Meðan á fluginu stendur má ekki innbyrða neitt. Hvorki vott né þurrt.
3. liður
Er komið er á áfangastað skal flaskan opnuð varlega.
Hafa skal í frammi þvaglát, í flöskuna og tæma vel blöðruna.
Hið vígða vatn hefur nú farsællega verið flutt með flugi.
Athugið!
Sé ekki komist hjá þvaglátum á meðan flugi stendur, skal framkvæma lið 3 og síðan lið 1.
Bergmálstíðindi þakka séra Búa veitta aðstoð.
![]() |
Varað við vígðu vatni í handfarangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Ari. Get ég fengið að slást í hópinn?
Með nefndum bæjarfélögum? Gætum kallað það bara Brjánsbæli, eða Klullastaði?
Mikið öfunda ég íbúa téðra bæjarfélaga að losna alfarið við þennan umfangsmesta fjölpóst Íslandssögunnar. Algerlega án þess að hreyfa legg né lið til þess. Hvers eigum við íbúar Reykjavíkurhrepps að gjalda? Erum við annars flokks fólk?
Varðandi önnur bæjarfélög á landinu [önnur en höfuðborgarsvæðið og Akureyri] segir Ari að stefnt sé að því að koma upp sérstökum dreifingarkössum inni í hverfunum. Þannig verði dreifingin nær lesendum en verið hefur.
Bíddu bíddu?!!!?!!!
Er þá ekki rakið að hætta alfarið að fylla póstkassann manns með þessu drasli? Fyrir hina sem virkilega vilja fá auglýsingapésa í morgunsárið, er greinilega betra að nálgast þá í næsta dreifingarkassa.
Öööhh, svo segir Ari.
![]() |
Breytingar á dreifingu Fréttablaðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Tölvutengdur pirringur og bögg
Með árunum læt ég hluti fara minna í taugarnar á mér. Vitanlega getur þó sífellt áreiti vakið upp pirring, en það þarf þá líka að vera sífellt. Hvað fólk varðar á ég mun auðveldara að láta mér bara þykja vænt um það.
Eitt er það þó sem nær að pirra mig. Tölvubögg, eða réttara sagt böggandi hlutir í tölvum. Forrit, auglýsingar og þ.h.
Hver kannast t.d. ekki við þennan óþolandi náunga?
Alveg gersamlega óþolandi náungi, sífellt böggandi með heimskulegum tillögum. Hann hefur þó einn kost. Slökkva má á honum. Það er eitt af fyrstu verkunum sem ég framkvæmi eftir að hafa sett upp Office.
Svo eru það talandi broskarlar. Hvaða erkifáviti fékk þá hugmynd? Ég get alveg umborið broskarla sem hreyfast, en þegar skrýpin fara að blaðra í tíma og ótíma er komið meira en nóg.
Vefsíður með tónlist. Úff!! Á sumum MySpace síðum fer tónlist sjálfkrafa í gang. Það er þó oftast nær í lagi því þar er bara um að ræða tónlistarspilara sem slökkva má á. Einstaka undantekningar þegar síðan er svo þung að hún birtist ekki fyrr en eftir dúk og disk, en tónlistin glamrandi allan tímann. Sumar vefsíður hafa tónlistarspilunina í html-kóðanum og til að losna við hana er annaðhvort hreinlega að lækka niður hljóðið, eða það sem ég kýs heldur að gera. Loka síðunni hið snarasta.
Að lokum eru það auglýsingar með hljóði. Æ algengara er að á síðum eins og á mbl.is séu auglýsingar sem hreyfast. Þegar þær eru hinsvegar farnar að gefa frá sér hljóð finnst mér fulllangt gengið.
<-- Þessi auglýsing t.d. gefur frá sér leiðinda skrjáfhljóð af og til. Ætti ég einhver viðskipti við Landsbankann, sem ég geri ekki, myndi þessi auglýsing vera mér næg ástæða til að hætta viðskiptum þar. Ég var að átta mig á því áðan að ég er farinn að skoða visir.is mun meira en áður, síðustu daga, á kostnað mbl.is. Hví skyldi það vera?
Aaaahhh, nú er maður sko kominn í pirrings- og fjasgírinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Fáránleiki Fálkaorðunnar
Venja er að sæma valda aðila Fálkaorðu, tvisvar á ári, að undangengnum tilnefningum Orðunefndar. Fínt, allt gott um það að segja, svo sem. Fólk hefur ýmsar skoðanir á þessum orðuveitingum og tilefnum þeirra. Stundum er orðan veitt fólki sem virkilega virðist hafa til hennar unnið, meðan aðrir virðast einungis hafa þurft að mæta skikkanlega til vinnu til að hljóta hana.
Forseti getur veitt orðuna að eigin frumkvæði, án þess að Orðunefnd komi þar að. Eins og hann hefur nú ákveðið að gera varðandi handboltalandsliðið. Það er hið besta mál og strákarnir eiga það svo sannarlega skilið. Þeir unnu afrek.
Í þessari frétt sem ég rakst á, á Vísi, eru talin upp stig orðunnar. Mig rak í rogastans er ég las um æðsta stig hennar.
Æðsta stig hinnar íslensku fálkaorðu er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana hljóta einungis þjóðhöfðingjar.
Að því gefnu að forseti Íslands veiti sjálfum sér ekki orðu, getur því einungis verið um erlenda þjóðhöfðingja að ræða.
Kommon!!
Semsagt. Íslendingur sem fremur eitthvert meiriháttar afrek, þjóð sinni til heilla, getur í mesta lagi átt von á að vera sæmdur næstæðstu orðunni, stórkrossi. Hinsvegar geta erlendir þjóðhöfðingjar átt von á æðstu fálkaorðunni, keðju ásamt stórkrossstjörnu, fyrir það eitt að droppa í kaffi á Bessastaði.
Sniðugt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Hátæknileg afhommun?
Af svölunum í vinnunni sést yfir á lóð trúfélagsins Krossins. Allt í einu fer félagi minn að velta fyrir sér hvaða gámar þetta séu sem standa við hús Krossins. Hann hafi séð þá í návígi og sýnst hér vera um kæli- eða frystigáma að ræða. Ég áttaði mig jafnframt á að gámar þessir hafa verið þarna um alllangt skeið. Líklega einhver ár. Þrátt fyrir miklar vangaveltur og spökúleringar komumst við ekki að afgerandi niðurstöðu.
Síðar um daginn voru vangavelturnar teknar upp að nýju. Þá kveiktu menn á perunni!
Hér hlýtur að vera um hátæknilegan afhommunarbúnað að ræða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Rangur misskilningur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Lögmál eldsneytismarkaðarins
Flestir kannast við hugtakið markaðslögmál og hvernig framboð og eftirspurn stýra verði. Lögmál þetta er ráðandi víðast hvar, nema þá helst hvar miðstýring ræður ferð.
Síðan er það eldsneytismarkaðurinn. Hann er alveg sér kategoría. Kaup og sala eldsneytis fer fram á opnum markaði, þar sem maður skyldi ætla að hið hefðbundna markaðslögmál gilti.
Því fer þó víðs fjarri. Það eru allt aðrir hlutir sem stýra eldsneytisverði. Hvað skyldi þá stýra því?
Jú, fyrst og fremst geðrænar sveiflur fólks. Væntingar og áhyggjur. Þótt offramboð væri á olíu og eftirspurn lítil myndi verðið samt hækka fengju braskarar kvíðakast yfir einhverju. Þessar ástæður vega hvað þyngst, þótt líklega hafi meltingartruflanir, hægðatregða og harðsperrur einhver áhrif líka.
Nú hefur sýnt sig að sama virðist jafnvel eiga við hér á landi. Í bjartsýnis- og alsælukasti yfir velgengni landsliðsins í handbolta, lækkaði eldsneytisverð hér. Ég sé reyndar ekki tengslin milli handbolta og eldsneytis. Síðan þegar í ljós kom að liðið hampaði bara silfri, duttu menn í þunglyndi með tilheyrandi verðhækkunum.
Nú er veður heldur drungalegt og kaldranalegt hér syðra, hvar höfuðstöðvar olíufélaganna eru staðsettar. Því má búast við áframhaldandi geðrænni niðursveiflu, með áframhaldandi verðhækkunum.
![]() |
Eldsneytisverð hækkar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Er kvikmyndatónlist mikilvæg?
Ég fór að velta þessari spurningu fyrir mér. Hvaða máli skiptir einhver mallandi tónlist meðan athyglin beinist að því sem byrir augu ber?
Eftir ekki svo miklar vangaveltur fannst mér það liggja ljóst fyrir. Til að gera smá proof of concept útbjó ég þrjú dæmi. Atriði úr The Matrix, upphaf fyrstu Star Wars myndarinnar og að lokum koss úr Casablanca.
Kannski þarf að hinkra smá, meðan klippurnar hlaðast niður.
Fyrst með eðlilegri tónlist.
Þetta er alveg að virka.
Síðan sömu klippur með annarskonar tónlist.
Hmmm, ekki alveg að virka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)