Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 10. janúar 2009
Áríðandi!
Tilkynning frá bloggvinkonu minni, henni Láru Hönnu.
Reyndar verð ég að heppa öðrum hnöppum, á sjötugsafmæli móður minnar heitinnar, með fjölskyldunni.
Ég skora á alla sem ekki hafa merkilegri hnútum að hneppa, s.s. að horfa á enska fótboltamenn í vinnunni, eða að horfa á 58 þáttaröð af Guiding Light, að mæta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 10. janúar 2009
Grams
Kom seint heim í kvöld. Í nótt öllu heldur. Var heima hjá systur minni að gramsa í kössum sem innihéldu ýmislegt frá foreldrum mínum.
Fann þar m.a. gamlar myndir af mér sem polla, með foreldrum mínum, í útlöndum. Nánar tiltekið á Mallorca sumarið 1974 og á Costa del sol sumarið eftir. Nú þarf að verða sér úti um skanna og koma þessu öllu á rafrænt form. Eins þarf ég að verða mér úti um segulband (kassettutæki) sem hefur line out tengi, til að koma hjóðsnældum á rafrænt form, sem teknar voru á Costa del sol, 1975. Upptökur þar sem ég syng Viva España, við góðar undirtektir tæplega sex ára.
Tók smá sýnishorn. Bara fjórar myndir sem ég tók af myndunum, með farsímanum. Svona til gamans.
Þess má geta að móðir mín hefði orðið sjötug í dag. Til hamingju elsku mamma.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Forsjárgubb
Gott hjá þeim í Íslandi í dag að tala um forsjármál.
Þar var m.a. talað við Dögg Pálsdóttur sem vil gera breytingar á barnalögum. Breytingarnar eru langt í frá fullnægjandi.
Eins og lögin hljóma í dag eiga forræðislausir foreldrar ekki rétt á forræði yfir börnum sínum við andlát forræðisforeldris, sé það í sambúð.
Barnalög: http://www.althingi.is/lagas/135b/2003076.html
Ekkert tillit er tekið til aldurs barnanna eða hve lengi þau hafa alist upp hjá stjúpforeldrinu.
Ef barnsmóðir mín myndi fara að búa með manni og taka upp á því að deyja, fengi hann forræðið. Þó eru börnin mín orðin 12 og 13 ára gömul og hafa alltaf alist upp með mig sem pabba þeirra. Mói Grapes yrði aldrei pabbi þeirra, en fengi samt forræðið.
Í öllum svona málum, sem varða réttindi foreldra (skilinna) við börn sín virðast mæður hafa sérstakan forgang og feður geta bara étið skít.
Svoleiðis er það í kvennaveldinu hjá sýslumanni sem og í dómsmálaráðuneytinu, þar sem menn kunna ekki annað en að fletta upp í launatöflum Björns Bjarnasonar.
Skíta fokking sýstem
Svo er formaður félags um foreldrajafnrétti dubbaður upp í viðtal. Maður/félag sem svarar ekki pósti. Ég sendi honum erindi í október eða nóvember. Er enn að bíða svars.
Pakk.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Rauði allskonar
Viðtal við Þóri Rauða kross í Kastljósi. Ég er ekki að hlusta en þetta mallar í bakgrunni.
Hef heyrt hann tala um Rauða krossinn, Rauða hálfmánann og Rauðu Davíðsstjörnuna.
Semsagt...alþjóðabatterí hjálparsamtaka flokkast eftir trúmálum. Gat verið.
Hvað heita systursamtökin í Thailandi? Rauði Búdda?
Hvað með trúlausa, eða guðlausa. Heita þeirra hjálparsamtök bara Rauði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Frábært framtak
Snillar hafa hannað hugbúnað til að greina barnaklám. Man eftir téðum Herwig frá í HR 2003 - 2004, þegar ég stundaði nám þar. Frábært að hann hafi ekki horfið heim heldur unnið hér að þessum hugbúnaði með félögum sínum.
http://www.visir.is/article/20090108/FRETTIR01/724193801/0
Þetta gæti sparað lögreglunni hellings tíma og þ.a.l. gert hana betur í stakk búna að sinna fleiri slíkum málum á sama tíma.
Skál!
PS. Nágranninn farinn að þenja bíldrusluna, hér fyrir utan gluggann minn. Hundurinn sem betur fer hættur að hlaupa í kvöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Ergelsisblogg
Fátt er betra en gott ergelsi, ef frá er talið fjas.
Ég á nágranna. Nokkra reyndar, en einn býr fyrir ofan mig. Hann á bíl í skúrnum sínum sem hann hleypir út á hálfsársfresti og þenur
Nú er maðurinn kominn með hund. Allt í lagi með það per se. Ég hef ekkert á móti hundum, eða öðrum gæludýrum.
Hundinn hans hef ég séð einu sinni eða tvisvar. Lítill hundur. Ekki mikið stærri en ofvaxin rotta.
Á kvöldin, þegar ég er upptekinn við að eiga mér ekkert líf, heyri ég í kvikindinu. Hundinum. Greinilega er parkett á gólfum hjá honum. Í kvöld var kvikindið á útopnu að hlaupa um alla íbúðina. Líklega á eftir bolta.
Ég þyrfti að banka upp á hjá honum og segja Helvítis fokking fokk!
Hann myndi þó líklega ekki skilja, þar sem hann talar bara ensku. Kannski skildi hann það bara sem hlýlega nýjárskveðju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 7. janúar 2009
Úr sync
Nú er ég frekar úr sync við alþýðuna. Ætla hvorki að tjá mig um Gaza né annað sem efst er á baugi þessa dagana. Ekki það að af nógu er að taka.
Ætla bara að skella inn smá atriði úr Skaupinu.
Skiptar skoðanir eru meðal fólks um gæði Skaupsins, eins og venjulega. Ég og þeir sem með mér horfðu á Shaupið, erum sammála um að þetta hafi verið gott skaup og flugbeitt á köflum.
Eitt atriðið er eins og úr mínu hjarta. Þegar viðskipti og fjármálafréttir voru á sjónvarpsstöðvunum, í gróðærisorgíunni. Óskiljanlegar oft á tíðum. Alveg úr sync við hinn almenna alþýðu- og launamann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Stóra systir
Ég bara verð að segja eitthvað um hana systur mína. Sá á fésbókarsíðunni hennar að hún er komin, heilu og höldnu, til Afríku.
Alveg ótrúleg stelpa. Sannkölluð kjarnakona. Gerir með stæl allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Ætla að sleppa að telja upp öll afrekin. Þá næði þessi pistill alla leið til Búlgaríu.
Hún hefur starfað hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í hátt í 10 ár. Var í fyrra, lungað úr sumrinu, í Bandaríkjunum, að afla þekkingar við að tækla barnaperra og færði þá þekkingu hingað heim.
Nú hefur hún tekið sér leyfi og er komin í friðargæslu í Líberíu. Sem betur fer er ekkert stríðsástand þar og skildist mér á henni að hún yrði ekki síst að starfa með UNIFEM, að bættum kjörum kvenna. Ekki veitir af þar.
Mikið óskaplega er ég stoltur af henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 2. janúar 2009
Vesen á Vellinum
Það atvikaðist í gær, er félagarnir Klemenz Ólafsson Kúld, bankamaður og vinur hans, Vésteinn Kjerúlf, gengu sína árlegu hressingargöngu um miðbæinn, að þeir lentu í orðaskaki við nokkra mótmælendur er þar voru á sinni hressingargöngu utan við Hótel Borg.
Klemenz hefur orðið: Við ætluðum inn á Arabar að fá okkur ölkrús og ég segi sisvona við Véstein. Hér er Arabar. Tökum slaginn.
Þá koma aðvífandi tveir menn með klúta. Annar segist sko vera enginn arabi. Hinn sagðist ekki vera Arafat. Hann væri bara kvefaður og því með klút.
Ég sagði þeim bara að pabbi minn væri miklu sterkari en þabbi þeirra. Svo ákváðum við Vésteinn bara að snúa við. Fara aftur upp í Doddasjoppu, að hangsa.
![]() |
Taldi sér ógnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.1.2009 kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 2. janúar 2009
Skýjað með kartöflum og blautt að kalla
Þá er upp runnin sú stund að ég veðurbloggi. Veðurfréttabloggi, réttara sagt.
Þær eru notalegar bernskuminningarnar, þegar fjölskyldan sat saman við eldhúsborðið. Gjarnan að borða hádegis- eða kvöldmat og útvarpið mallandi í bakgrunni. Ef ekki Jón Múli eða Pétur þulur að lesa fréttir, þá veðurfréttir frá Veðurstofu Íslands. Veðurfregnir voru þær ávallt kallaðar þá, en veðurfréttir í dag. Veðurfræðingurinn sat í stúdíói Veðurstofunnar og reglulega heyrðist bank frá klukku í bakgrunni.
Vinalegt.
Ég man vel að í þá tíð, þegar talað var um ský og kafla, að alltaf var talað um að væri skýjað á köflum. Það þykir mér enda eðlilegt, þar sem veðrið er köflótt og á sumum köflum eru ský og á öðrum ekki.
Í dag heyrir maður þetta ekki lengur. Allir sem á annað borð segja fregnir af veðri segja núorðið skýjað með köflum. Fyrst þegar ég heyrði þetta sagt hélt ég að þetta væri stytting á kartöflum.
Skýjað með kartöflum. Já og sósu.
Þar sem skýjað er með köflum, er þá líka skýjað á köflunum? Kannski engin ský. Bara sósa. Kannski þetta sé munurinn sem gerir veðurfregnir æskuáranna að veðurfréttum nútímans?
Einu sinni átti að vera þurrt að kalla. Ég fór út og kallaði ekki, heldur þagði. Það var líka þurrt þannig. Þurrt að þegja.
Nú í kvöld er hinsvegar blautt að þegja. Kannski ég skjótist útfyrir og kalli út í nóttina. Kannski þá stytti upp?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)