Færsluflokkur: Bloggar

Kosningaspökúleringar

Steingrímur Joð hefur talað fyrir kosningum. Ég skil hann vel. Endurnýja þarf umboð ráðamanna. En er nóg að kjósa í óbreyttu kosningakerfi?

Sjálfur kaus ég Sollu & Co síðast. það var eini kosturinn fannst mér. Nú er enginn kostur. Solla hefur kúkað upp á bak.

Það er fullt af fólki sem ég get hugsað mér að velja á þing, en engan flokkanna.

Ég vil kjósa fólk.

Það er fullt að hæfu fólki, í öllum flokkum. Svo eru fábjánar inni á milli.

Ég vil kjósa þá hæfu og getað sleppt fábjánunum.


Áramótapælingar og aðrar pælingar

Jæja, nú er maður búinn að afgreiða áramótin.

Í gær ætlaði ég að chilla og horfa á Kryddsíldina á Stöð 2. Skil reyndar ekki enn heitið á þættinum. Af hverju ekki Bjúgu? Það er annað mál.

Var of seinn að kveikja og sá bara skilti sem sagði að Kryddsíldinni væri lokið, sökum skemmdarverka.

„Vá! Allt í gangi.“ Hugsaði ég.

Í dag hef ég verið að afla mér upplýsinga um téð skemmdarverk og mótmælin sem þarna voru. Sitt sýnist hverjum og þar sem ég var ekki á staðnum læt ég vera að hafa skoðun á málinu. Gerði þó athugasemd við hana systur mína, sem er lögreglukona, að þeir öskruðu „GAS“ þegar þeir væru að sprauta vökva, en ekki lofttegund. Eins sagði löggan með gjallahornið að prautað yrði táragasi. Piparsprey og táragas eru tveir ólíkir hlutir. Jú appelsínur og epli eru vissulega hvoru tveggja ávextir. Það gerir þó ekki appelsínur að eplum.

Heyrði svo í fréttum áðan að þrír hefðu verið handteknir. Veit ekki fyrir hvað. Þeir eiga yfir höfði sér 10.000 kr. sekt. Fyrir hvað? Að mótmæla?

Annars eyddi ég gamlárskvöldinu hjá systur minni. Alveg eðal, eins og venjulega.

Góður matur og góður félagsskapur. Já, gott rauð- og freyðivín líka en aðal atriðið að góða skapið var á staðnum.

Þetta var líka einskonar kveðjuteiti, þar sem hún fór utan í dag. Til Líberíu, í friðargæslu. Ég sé hana ekki aftur fyrr en á páskum.

Ein hefð hefur skapast í þessum gamlárskvöldsboðum systur minnar. Svilkona hennar er Þýsk. Í Þýskalandi hefur verið áralöng hefð fyrir að sýna eina mynd (stuttmynd) á gamlárskvöldi. Myndin er bresk og heitir „Dinner for one.“

Eftir matinn horfum við á „Dinner for one“ á DVD. Þar er gamla konan, hún Sophie, sem hefur alltaf boðið til sín vinum um áramót. Fyllibyttunni, þýska aðmírálnum, hommanum og flagaranum. Þeir eru allir dauðir en hún heldur þeim samt veislu áfram. Þjónninn hennar þarf því að leika þeirra hlutverk.


Pallinn

Ég má til með að dásama þennan snilling.

Ég þekki manninn ekki baun. Vorum þó saman í kvikmyndaklúbbi Álftamýrarskóla, fyrir aldarfjórðungi, en ég kynntist honum þó ekki. Hann var ekki sami gapuxinn og ég. Frekar hlédrægur, enda þekkti hann ekki okkur krakkana úr Álftó þar sem hann kom úr öðrum skóla.

En nú, í hárri elli, blómstrar þessi strákur. Já, ég segi í hárri elli. Hann er jafnaldri minn og er ég orðin háaldraður. LoL

Hvar sem hann birtist, í fjölmiðlum, sviðinu á Nasa, eða annars staðar, geislar frá honum einlægnin.
Svo er ég alveg að fíla músíkina hans. Gaf sjálfum mér Silfursafnið í jólagjöf.

Ætti ég hatt tæki ég hann ofan.


mbl.is Hefur aldrei upplifað önnur eins læti í kringum sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánstraust

Ég er feginn því að Persónuvernd hafi hafnað þessari beiðni.

Lánstraust er afætufyrirtæki sem þrífst á óförum almennings. Margir sem hafa staðið í kröggum hafa verið endanlega settir í kaf við það eitt að lenda á aftökulista þessa fyrirtækis. Þar með hafa allar dyr lokast þeim.

Megi þetta fyrirtæki rotna.


mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru menn að nota blog-bot?

Velti því fyrir mér eftir að hafa lesið færslu Hnakkusar.

http://pic20.picturetrail.com/VOL1402/11731385/20835149/348413075.jpg


blog.is

Eftirfarandi tilkynning hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum sem hér bloggar.

Breytingar á fréttabloggi

Frá og með 1. janúar næstkomandi verður einungis hægt að blogga um fréttir á mbl.is ef fullt nafn bloggara birtist á bloggsíðu hans. Bloggarar geta eftir sem áður bloggað undir stutt- eða gælunafni, en fullt nafn viðkomandi þarf að koma fram á höfundarsíðu til þess að möguleikinn að blogga um fréttir sé til staðar.

Sú breyting verður einnig á að blogg þeirra sem ekki eru með fullt nafn sýnilegt á höfundarsíðu mun ekki birtast á forsíðu blog.is eða á öðrum síðum mbl.is.

Þessi breyting er að ákvörðun ritstjórnar mbl.is, en einnig hafa borist tilmæli frá talsmanni neytenda. Á næstunni verður sendur póstur til bloggara með leiðbeiningum hvernig þeir geta birt fullt nafn á höfundarsíðu bloggsins.  Langstærstur hluti bloggara birtir þegar nafn sitt og því hefur þetta áhrif á lítinn hluta bloggara.


Oft hefur maður séð fólk gera athugasemdir við nafnlausa bloggara. Þá í því samhengi að þeir eigi ekki að geta drullað yfir menn og málefni í skjóli nafnleysis.

Ég get s.s. alveg tekið undir það, per se.

Hins vegar er það þannig að ýmsir aðrir drulla yfir menn og málefni undir fullu nafni. Allavega var eina drullið sem ég hef fengið inn á mitt blogg skrifað af fullnefndum bloggara, sem er frægur fyrir röfl sitt. Ég sýni honum þá virðingu að veita honum nafnleysi hér.

Á blogginu er fullt af skemmtilega skrifandi fólki. Sumt undir nafni, en sumt ekki. Mér er slétt sama hvort einhver kallar sig Jón Jónsson eða TheDude, meðan ég hef gaman að skrifum hans. Oft finnst mér meira að segja dálítið gaman að vita ekki hver skrifar, því þá læt ég örugglega ekki persónu hans lita túlkun mína á skrifunum.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar, orti skáldið. Það á við okkur öll. Nefnd sem ónefnd. Þeir sem fara offari í dónaskap skulu gjalda fyrir það með aðvörun og síðan lokun á blogginu þeirra. Þá gildir einu hvort viðkomandi heitir Jón Jónsson eða TheDude.

Það sem hefur gert bloggið svo vinsælt er flóran af alls kyns fólki. Nú mun stór hluti þess hverfa burt. Eftir standa hinir sem birta nöfn sín, sem þó er engin trygging fyrir að skemmtilegt sé að lesa þá.

T.d. þeir sem blogga úr fílabeinsturni og leyfa ekki athugasemdir. Flest ef ekki allt fólk/samtök sem skrifa undir nafni. Nöfn sem ég legg mig fram um að muna svo ég geti sniðgengið þeirra blogg.

Nær væri að níðast á þeim.

Bloggið er nefnilega ekki dagblað eða eins og gömul rykfallin bók, eða konungstilskipun.
Bloggið er og á að vera gagnvirt. Við lifum nefnilega á 21. öldinni.

Einhver tilfinning segir mér að þetta sé upphafið að endalokum Moggabloggsins, eða í það minnsta vinsælda þess.

Hér er ein gild ástæða fyrir að fólk bloggi nafnlaust. http://alkinn.blog.is/blog/alkinn/

Og hafiði það.


Asnaleg músík

Hvað er betra, á jóladag, en að gramsa á háaloftinu? Þar finnst ýmislegt sem maður taldi glatað.

Við félagarnir vorum að fremja tónsmíðar í gamla daga, undir vörumerkinu Tennurnar hans afa. Þar var aðallega um að ræða dónatóna í rappstíl. Síðar langaði okkur að gera asnalega tónlist, eins og við kölluðum það. Okkur, rúmlega tvítugum strákunum, þótti harmonikkutónlist sérlega asnaleg og settum hin og þessi lög í harmonikkuútgáfur. Kölluðum það harmonikkupönk.

Við urðum samt auðvitað að semja eitthvað asnalegt sjálfir. Man að ég og félagi minn keyptum sampler, sem er hljóðfæri, af einhverjum manni úti í bæ. Þegar við fórum að skoða það sem inni á honum var, fundum við sömpl eins og „og allir í hringinn“ ásamt fleiri harmonikkutengdum sömplum. Þetta varð mikil innspýting í okkar asnalega húmor.

Fyrir 17 árum gerðum við lag sem okkur þótti afskaplega asnalegt og púkó og vorum ánægðir með það. Lagið var hinsvegar ósungið (instrumental).

 

Auðvitað urðum við að gera bragarbót á því.

Á jóladag árið 1992 hittumst við, endurgerðum lagið og sungum inn með texta. Agureyru urðu fyrir barðinu. Fólkið sem þykist hafa fundið upp að nota kokteilsósu á pulsur. Sama fólk og hváði þegar ég og félagi minn báðum um pulsu með kokteilsósu, á Akureyri, páskana 1989.

Reyndar gerðum við fleiri asnaleg lög. Áttum alveg gott asnalegt tímabil. Kannski ég nái að grafa upp fleiri seinna.


Jóla-blob

Mér brá heldur í brún í morgun, þar sem ég í makindum var að þurrka mér eftir sturtuna.

Var ekki einhverntíman gerð mynd sem heitir The Blob?
Braust kannski inn til mín miðill og skildi eftir sig útfrymi í einni baðhillunni?

Ég bjargaði draslinu sem í hillunni var svo það yrði ekki fyrir of andlegum áhrifum, eða yrði étið af blobbinu.

Útfrymi eða The Blob?

Eftir nánari athugun létti mér mikið. Ég lá hvorki undir árás hræðilegs geimskrímslis, né hafði verið fórnarlamb innbrotsmiðils.

Nei. Raksápubrúsinn var kominn með gubbupest. Hann hefur fengið hana í nótt, því hann var sprækur og hress í gærkvöldi.

Mr. Gillette með gubbupest

Honum var þegar lógað og arftaki hans hefur tekið við. Vonandi að sá haldist hress fram yfir hátíðarnar.


Snilld

Þegar ég sá þennan helgileik, sem b.t.w. er snilld, datt mér í hug önnur snilld.

Jól Mr. Bean. Tær snilld.


Afætur

Það má deila um þá ástæðu að ný lög um eftirlaun háttvirtra taki ekki gildi fyrr en eftir hálft ár. Reyndar furðuleg tilhugun að mínu mati. Lögin ættu að gilda frá og með samþykki þeirra.

 

Til er fólk sem hefur í sér þörf og löngun til að gerast afætur. Reyna að nærast sem mest á öðrum og hafa sem minnst fyrir því. Skara eld að eigin köku.

Ég er ekkert frekar að tala um þingmenn eða ráðherra. Nei, það er til hellingur af fólki sem þannig hugsar.

Sjálfur þekki ég engan þingmann og þ.a.l. engann ráðherra. Þó þekki ég afætu.

Afætueðlið fer nefnilega hvorki eftir stétt né stöðu, heldur manngerð.


mbl.is Eftirlaunafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband