Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 14. apríl 2008
Börn & auglýsingar
Bergmálað úr borunni #1
Að sögn deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, Elfu Ýrar Gylfadóttur, þykir sýnt að uppistaða auglýsingaefnis í barnatímum sjónvarpsstöðvanna eru skyndibita og sætindaauglýsingar. Hún segir að sköðanakönnun sem gerð var fyrir ráðuneytið sýni þetta, sem og að meginþorri fólkst er því mótfallinn að auglýsingum sé beint að börnum. Samkvæmt Evróputilskipun er opnað fyrir það að hagsmunaaðilar á markaði, auglýsendur og fjölmiðlar, setji sér sjálfir reglur um þessi mál og sé efni reglnanna undir einstökum ríkjum komið. Það er því alveg ljóst að íslensk yfirvöld, í samvinnu við aðra hagsmunaaðila, verður að marka skýra stefnu í þessum efnum.
Skyndibiti með barnaefninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 12. apríl 2008
Misskipting auðs. Hvað er jöfnuður?
Ég var að lesa frétt á ruv.is. Þar er rætt við Gylfa Arinbjörnsson.
Þar segir meðal annars: Misskipting auðs eykst, verði atvinnulífið evruvætt. og Gylfi segir að taki atvinnulífið upp evru muni það ekki leiða til jöfnuðar í íslensku samfélagi.
Hve oft hefur maður heyrt þetta tal um misskiptingu auðs? Sumir þingmenn okkar tala vart um annað. Það er hinsvegar önnur spurning sem vaknaði. Hvað er misskipting auðs?
Ok, væntanlega að bilið breikkar milli þeirra sem meira hafa og þeirra sem minna hafa. Líklega er það misskipting auðs. Er hún slæm?
Fyrst þarf að sjá í hverju misskiptingin er fólgin. Sé það vegna þess að hinir sem minna hafa, hafi sífellt minna og minna, er málið vissulega slæmt. Sé það hinsvegar vegna þess að hinir sem meira hafa, hafi sífellt meira og meira...er það þá slæmt? Að því gefnu að hagir hinna sem minna hafa breytist ekki.
Er það slæmt að nágranni minn auðgist þótt ég geri það ekki? Ef ég færi að agnúast út í það væri ég kallaður öfundsjúkur. Það er klárlega misskipting auðs.
Mér finnst þetta tal um misskiptingu allt of yfirborðslegt og froðukennt. Menn verða að rökstyða betur hver misskiptingin er og þá hvers vegna hún er slæm. Ég er þess fullviss að flestir vilji draga þá upp sem minna hafa, en viljum við draga hina niður? Hver er tilgangurinn með slíkum jöfnuði? Steypa alla í sama kassann? Draga úr öfund? Hamla fólki að nýta sér tækifæri vegna þess að einhverjir aðrir hafa ekki getað það eða gert það?
Er það ekki einmitt jöfnuður að gefa öllum sama frelsi til að njóta sín? Svo er bara spurningin hverjir grípi tækifærin.
Já, mér er spurn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Stoltur af stóru systur
Það er ekki flókið. Meðan eftirspurnin er til staðar, verður framboðið það einnig. Ég er alveg á því að leifa ætti notkun tálbeita í einhverjum tilvikum sem ásetningur virðist greinilegur og einungis þurfi sönnunina. Auðvitað alltaf álitamál, en algerlega eitthvað sem mætti skoða.
Mér liggur við að segja að þar sem þessir níðingar eru annarsvegar, sé ég tilbúinn að droppa öllu sem heitir mannréttindi og að tilgangurinn skuli helga meðalið.
Það er með þetta eins og svo margt annað. Meðan eftirspurnin er til staðar, verður framboðið það einnig. Því er ekki síst mikilvægt að draga úr henni. Þetta er ein leið til þess.
Ég er mjög stoltur af þér Gnása mín.
Níðingar í klóm Interpol | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. apríl 2008
Forsjárlausir feður og opinber aftanítaka
Úr fílabeinsturninum #7
Ég var að lesa færslu hjá bloggvinkonu. Þegar svona mál ber á góma finn ég reiðina ólga innra með mér. Sjálfur hef ég, sem betur fer, ekki þurft að standa í svona umgengnismálum. Nóg er nú samt.
Ég hef verið að fást við Sýslumanninn í Reykjavík og í framhaldinu Dómsmálaráðuneytið, vegna meðlagsúrskurðar. Ráðuneytið staðfesti úrskurð sýslumanns og bætir einni fjöður í þann hatt hvað varðar brot á stjórnsýslulögum. Þar sem málið mun næst fara til umboðsmanns Alþingis, ætla ég að bíða með nána útlistun. Hinsvegar þykir mér blasa við, í öllu þessu ferli, að a.m.k. 11. grein stjórnsýslulaga (Jafnræðisreglan) hafi verið brotin. Einnig tel ég að 12. greinin (Meðalhófsreglan) hafi verið brotin, sem og 13. greinin (Andmælaréttur).
Hvernig?
Konan fékk í hendur greinargerðirnar mínar til sýslumanns, sem og kæruna til ráðuneytisins, áður en úrskurðir féllu. Ég fékk aldrei að sjá neitt frá henni, hvorki upphaflegu úrskurðarbeiðnina né greinargerðir. Þetta tel ég kláarlega brot á 11. greininni.
Aldrei var gerð einasta tilraun til að sjá aðra leið en úrskurð, þrátt fyrir að það hafi verið viðurkennt að ég væri þá og þegar að standa undir mínum skyldum samkvæmt Barnalögum. Þetta tel ég brot á 12. greininni.
Úrskurður ráðuneytisins en annarsvegar byggður á launatöfluútreikningum, þrátt fyrir að efni kærunnar snerist ekki um það. Hinsvegar það sem ég tel brot er að einnig er byggt á órökstuddum fullyrðingum konunnar, sem n.b. hafði undir höndum texta kærunnar, án þess að mér hafi gefist tækifæri að bera hönd fyrir höfuð mér og andmæla. Enda fékk ég aldrei að sjá greinargerðir hennar. Þetta er alveg skýlaust brot á 13. greininni.
Hér má sjá Stjórnsýslulögin.
Athugið. Í þetta sinn er ofangreint algerlega frá eigin hjarta og endurspeglar skoðanir mínar.
Mánudagur, 7. apríl 2008
Félag áhugamanna um óánægju
Úr fílabeinsturninum #3
Félag áhugamanna um óánægju er ekki raunverulegt félag, eða hvað? Hugtak sem ég hef notað um þá sem virðast fá mest út úr lífinu með að vera á móti öllu og tuða yfir öllum sköpuðum hlutum. Þar sem félagið er hvergi til nema í hausnum á mér, hef ég titlað mig formann. Í athugasemd á bloggi um daginn stakk hið fjaslega sjálf mitt upp á því að bjóða Steingrími Joð aðild að félaginu, ásamt formannsstólnum. Mér finnst hann eins og sniðinn í hlutverkið. Nú sé ég að hann á keppinaut. Sá er flokksbróðir Steingríms og heitir Ögmundur. Þeir gætu kannski tekið formannsslaginn.
Nú er, enn og aftur, verið að jagast yfir að tveir ráðherrar hafi leigt flugvél undir sig og fylgdarlið sitt til Rúmeníu heldur en að kaupa miða á ódýrasta farrými með einhverju lágfargjaldafélaginu.
Hefur Ögmundur aldrei þurft að ferðast vegna vinnu sinnar?
Látum vera ef um væri að ræða að þetta fólk þyrfti aldrei að ferðast vegna starfs síns. Þá væri þeim engin vorkunn að fljúga með Iceland Express og Ryan air. Gista í svefnpokaplássi einhvers farfuglaheimilisins og lifa á samlokum og Trópí.
Það er bara ekki þannig.
Ráðherrarnir þurfa að ferðast talsvert vegna starfs síns. Það er fátt jafn leiðinlegt og slítandi en endalaus ferðalög. Sólarhrings löng, eða tvegga. Skreppitúrar þar sem meirihluti tímans fer í ferðalög. Það eru engar afslöppunar- og djammferðir. Því er það ekki nokkur spurning, þegar svo til engu munar í verði, að leigja undir þá vél og gera ferðina þægilegri, skemmtilegri og losna við óþarfa hangs sem kostar pirring, aukinn hótelkostnað og aukna dagpeninga.
Vera síðan talandi um flottræfilshátt, misskiptingu, óhóf og bruðl. Ögmundur ætti bara að skammast sín og fara að hugsa um eitthvað sem skiptir máli, heldur að að vera að slá sig til riddara með bananahýði.
Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.
Föstudagur, 28. mars 2008
Eflum strandflutninga
Það mætti byrja á að nota þann aukna kostnað sem hin stóraukna trukkaumferð óhjákvæmilega hefur haft á viðhald vega, eftir að strandflutningar svo að segja (eða alveg) lögðust af, í að niðurgreiða strandflutninga. Fyrir utan beinan fjárhagslega kostnað er ótalinn allur þjóðarpirringur hins almenna borgara sem verður fyrir því óláni að aka innan um þetta úti á vegum.
Ég er almennt alfarið á móti aðgerðum eins og niðurgreiðslum en þegar um slíkt þjóðþrifamál er að ræða, eins og að losna við þennan ófögnuð af vegum landsins, ætti tilgangurinn að helga meðalið.
Áframhaldandi umferðarskærur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Say no more!
Nákvæmlega það sem ég minnist á í síðara kommentinu mínu hér.
Vissulega svínslega komið fram við fólk, en þetta er þó langt í frá versta dæmið. Græðgin er gersamlega að drepa suma.
Kytra leigð á 90.000 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Fjas.is
Hví er Steingrímur Joð alltaf fenginn til að fjasa, hvort heldur er í radíói ellegar televísíjóni? Hann er vitanlega eðal fjasari, en kommon. Væri ekki ráð að fá fjölbreytni í fjasið? Hann er vitanlega á móti öllu sem hægt er að vera á móti. Sama hvað. Hann fann þó ekki upp fjasið, en svo virðist sem hann hafi einkavætt það. Svo fjasar hann gegn einkavæðingu!! Hann fjasar gegn klisju, en er svo ein fjasklisja!
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Hvílík snilld
Að hafa sérstakan kvennamálaráðherra. Svona eins og að hafa gröfukallamálaráðherra, sultumálaráðherra, eða bjánaeinsogmigmálaráðherra.
Ég vil fá íslenskt kvennamálaráðuneyti, sem og fjöltengjaráðuneyti.
Ræddi við afganskan héraðsstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Plástrar
Er þetta ekki dæmigert?
"En við höfum einfaldlega ekki haft meiri peninga. Ég er algjörlega samfærður um að við eigum að reyna að lyfta undir þennan búskap."
Líklega sannfærður, frekar en samfærður.
En án gríns...
Þótt ekki segi Haraldur það beint, er þó erfitt að skilja ofangreinda setningu á annan veg en að bændur þurfi meiri pening (frá ríkinu væntanlega?) eigi þeir að fást út í lífræna næktun.
Hvernig væri að lesa fréttina yfir aftur....og kannski einu sinni enn. Taka síðan smá greiningu á þessu.
Fréttin hefst á þessum orðum Haralds: "Íslenskir bændur bíða ekki í röðum eftir að geta hafið lífrænan búskap."
og endar á þessum orðum sama manns: "Ég er algjörlega samfærður um að við eigum að reyna að lyfta undir þennan búskap. Mín tilfinning er sú að markaðurinn kalli eftir því."
Staðan er sem sagt sú að þótt markaðurinn kalli eftir íslenskri lífrænni ræktun, eru bændur lítið spenntir fyrir því, eða eins og Haraldur orðar það: Íslenskir bændur bíða ekki í röðum eftir að geta hafið lífrænan búskap."
Hvers vegna ekki? Jú, ekki nægur fjárhagslegur hvati. Mikið rétt. Er lausnin þá sú að fara út í niðurgreiðslur? Hví er ekki fjárhagslegur hvati ef vöntun er á markaðinum?
Haraldur svaraði spurningunni sjálfur, í annarri málsgrein fréttarinnar. Hann virðist bara ekki hafa fattað það. Hann sagði: "Ekki er nægur fjárhagslegur hvati til að fara út í slíkt hér á landi miðað við núgildandi reglur."
Bingó!! Miðað við núgildandi reglur
Er þá ekki réttara að lagfæra regluverkið frekar en að plástra kerfið sífellt meira með vafasömum niðurgreiðslum, hér og þar?
Vantar peninga til að ýta undir lífrænan búskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)