Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Lífræn ræktun, eða ekki?
Fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Réttindi og skyldur
Auðvitað eiga menn að fara að skoða Þessi mál. Hætta að tala og fara að framkvæma. Við höfum nú þegar gengist undir evrópska regluverkið að mestu leiti.
Réttindi og skyldur. Er ekki svolítið bjánalegt að hafa tekið á sig skyldurnar en vilja ekki njóta réttindanna?
Eina leiðin að sækja um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Þetta er stórfrétt!
Kastró segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Endanlegt
Líkt við Nürnbergréttarhöldin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 11. febrúar 2008
Heiðarleiki og heilindi? Hvað segir Óli?
Nú hefur gamli góði Villi enn og aftur kúkað upp á bak. Uppvís að hafa farið með ósannindi og finnst það ekki tiltökumál. Hann hefur sýnt það og sannað að honum er ekki treystandi til þeirra starfa sem hann nú sinnir, því miður. Nú er svo komið að sjálfstæðismenn ganga með veggjum og bíða þess að umræðan fjari út.
Einn er þó sá maður sem ég vildi gjarnan heyra í, varðandi þetta allt. Sá maður heitir Ólafur F. Magnússon. Maður sem hefur gefið sig út fyrir að starfa að heilindum og heiðarleika. Hvað ætlar hann að gera? Gagnvart hverjum er sá heiðarleiki og þau heilindi sem honum er tíðrætt um? Óheiðarlegum og sundurlyndum sjálfstæðisflokki, eigin hagsmunum, eða borgarbúum?
Ég bíð spenntur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Berlúskóni
Í því flóni býr kraftur.
Bannsettur dóni með bakgrunninn sinn.
Berlúskóni snýr aftur.
Þing rofið á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Skrásetning er stórkostleg!
Ég get susum skilið þá viðleitni þeirra að þétta þekkingagrunninn sinn. Ekki svo galið að skrá ör og tattú, í viðbót við fingraförin.
Mér hefði þó fundist rétt að ganga lengra, ef gera á eitthvað á annað borð. Þannig mærri skrá fæðingabletti líka. Auðvitað yrði í leiðinni bannað að fjarlægja fæðingarbletti, sem og ör. Líklega yrðu lýtalækningar bannaðar með öllu. Auk hinna líkamlegu einkenna mætti svo skrásetja kæki og turette einkenni, hegðunarmynstur (þ.m.t. kynhegðan), fæðusmekk/matarræði, svefnvenjur, drykkjuvenjur, meðalfjölda þvagláta á sólarhring og svo mætti lengi telja. Í raun væri best að skrásetja fólk eins og það leggur sig. Hafa uppi á því og loka í skjalaskáp. Þá yrði heldur enginn eftir, þarna úti, til að brjóta af sér. Sem aftur þýddi að ástæðulaust yrði að skrásetja fólk.
Hmmm
FBI safnar upplýsingum um ör og húðflúr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Trúarbrögð eða fasismi?
Alveg fannst mér makalaust að hlusta á Ástu R. í Kastljósi kvöldsins. Eins og þeir sem gagnrýnt hafa andreykingafasismann spáðu, verður næsta skref að drulla yfir rétt fólks til að haga sínu lífi að vild á eigin heimili. Nú á semsagt að gera fólki óbærilegt að reykja heima hjá sér. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þess máls. Verða hömlurnar einskorðaðar við tóbaksreyk? Reykingamaðurinn eigi sko ekki von á góðu, gerist það að nef nágrannans finni lykt af tóbaksreyk, meðan t.d. grillandi nágranni má menga með sínum grillreyk? Svona til að taka dæmi. Hvenær ætlar þessi vitleysa og níðingsháttur að taka enda?
Þetta er löngu hætt að snúast um skynsemi og rök. Þetta eru annaðhvort öfgatrúarbrögð af verstu sort eða það sem líklegra er. Hreinn og klár fasismi.
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Eitt ríki, ein þjóð, eitt fíaskó.
Í framhaldi af öruggum heimildum agenta okkar, að andspyrnuhreyfingin sé að vopnbúast, hefur foringi vor fyrirskipað að stormsveitirnar skuli efldar og settar í viðbragðsstöðu. samin hefur verið viðbragðsáætlun, láti andspyrnumenn til skarar skríða. hverskonar aðgerðir gegn ríki okkar, betra fólksins, verða ekki liðnar.
Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Ný stefna, nýr titill, nýr stílisti
Ég hef heimildir fyrir að forsetaembættið hafi tekið nýja stefnu varðandi samskipti við erlend ríki. Nýr stílisti hefur jafnframt verið ráðinn til embættisins og hef ég komist yfir mynd, eftir krókaleiðum, af hinu nýja útliti forseta vors.
Hann mun í för þessari, til arabalanda, bera titilinn Óli Ragn al Grímsa.
Al Jazeera sýnir viðtal við Ólaf Ragnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |