Færsluflokkur: Dægurmál
Laugardagur, 18. apríl 2009
takk fyrir, veski
nú er þingstörfum lokið.
þing rofið. Búið spil fyrir þá sem ekki bjóða fram nú.
Mogginn skellir fram skemmtilegri frétt um málið. Meðfylgjandi er mynd af þremur konum. Þær eru að kveðjast. Ein þeirra er greinilega að setja á sig veskið.
Verandi starfsmaður hjá fyrirtæki sem hefur þurft að að ganga gegn um öryggisprófanir og fengið PCI-DSS öryggisvottun.
Eru engar kröfur, á þinginu, gerðar varðandi meðhöndlun kerlingaveskja?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Fiski fiski
Svo virðist sem stjórnmálamenn sjái ekki aðra leið en fiski fiski. Frjálslyndir þar efst á blaði. Aðrir sjá eitthvað minna.
Hvert er ráðið við atvinnuvandanum?
Sumir segja, fiski fiski!! og geta ekki hugsað úr fyrir kassann. reyndar ekki útfyrir eigið bött.
...
Ég var að horfa/hlusta á bessevisera N-A kjördæmis. Þar sáu menn bara frumvinnslu sem kost. Álver. það var einungis fulltrúi Borgarahreifingarinnar sem benti á að vinna þyrfti vöruna frekar.
Virðisaukinn verður nefinlega ekki til í frumvinnslunni, heldur í framleiðslu á vöru, til sölu.
En hvað getum við framleitt hér?
Stuuttur listi:
Ál - (núna flutt út óunnið)
álpappír
þéttar (rafeindabúnaður)
bremsuklossar (asbestlausir) (gler/gúmmí þarf að flytja inn)
og í raun hvað sem hægt er að gera úr áli
Fisvinnsla
flökun og úrbeining
fiskréttir (a la 1944)
og í raun hvað sem hægt er að gera úr fiski
Kísill (tölvuíhlutir)
örgjörvar
minni
aðrar stýrirásir
og í raun hvað sem hægt er að gera úr kísil
Skógerð (man einhver eftir Puffins?)
Kæliviftur fyrir raftæki
Mælitæki (jarðskjálftamælar)
PVC-framleiðsla (stuðarar, eggjabikarar, name it)
rafmagnsofnar (man einhver eftir Rafha?)
ljósabúnaður
morgunkorn (kannski úr íslensku byggi)
Eru íslendingar hugmyndalega steingeldir? Kannski bara best að runkast áfram í ruglinu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Sundlaugadrama
Nú líður senn að þeirri stund að landslýðurinn velur þá sundlaug sem hann vill synda í næstu fjögur ár. Sundstaðir landsins hafa óðum verið að lappa upp á anddyri sín. Sumir hafa skipt um starfsmenn í miðasölu og aðrir skipt um skóhillur. Lítið er þó vitað um laugarnar sjálfar.
Nema.
Nú hefur fundist gamall lortur í einni lauganna. Eftir aldursgreiningu hefur hann verið dagsettur 29.12.2006 og virðist laugin, í það minnsta, ekki verið þrifin síðan þá og líklega mun lengra um liðið.
Vitanlega varð uppi fótur og fit meðan sundlaugarstarfsmanna.
Lengi vel vissi enginn neitt, þar til fyrrum vaktstjóri steig fram og sagðist bera ábyrgð á málinu. Eftir það hefur einn sturtuvarðanna verið sakaður um að hafa vitað af lortinum.
Haldnir hafa verið stífir starfsmannafundir og í dag sagði laugarvörður starfi sínu lausu.
Starfsmenn funda enn og funda, um hver hafi vitað hvað og hvenær.
Af lortnum er það að hins vegar frétta að hann flýtur enn um í lauginni, í mestu makindum.
Hver vill koma í sund?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Tómt vesen vegna flaggskipa víkingaskipaflotans
Enn af vandræðagangi Sjálfstæðismanna. Pínlegt fyrir þá að lenda í þessum vandræðum svona korteri fyrir kosningar.
Nú er ekki bara komið fram að eitt helsta flaggskip skipaflota útrásavíkinga hafi gaukað að þeim 30 milljónum, heldur liggur einnig fyrir að annað flaggskip, þeirra Björgólfa, gaukaði að þeim 25 milljónum.
Allt virðist hafa farið framhjá þeim sem höfðu umsjón með batteríinu, Sjálfstæðisflokknum. Bara obbossí og 55 millur birtast á reikningnum sisona, án þess að neitt taki eftir því. Líklega hafa ræstitæknirinn eða húsvörðuninn séð um bókhaldið fyrst enginn forystumaður flokksins gerði það.
Vitanlega getur þetta ekki þýtt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft hagsmuna að gæta gagnvart útrásarvíkingum og enn síður að hann hafi tengst útrásarvíkingum að neinu leiti. Enda vissi enginn neitt.
Mín ályktun hlýtur því að vera sú að húsvörðurinn eða ræstitæknirinn í Valhöll hljóti að vera aðal útrásarvíkingarnir. Enda veit hver maður að ræsti- og húsvarðastörf eru hálaunastörf og endalausar sporslur sem þeim fylgja, s.s. kaupréttasamningar og bónusar.
...
Breaking news!
Nýjustu fréttir herma að Geir Hilmar Haarde segist hafa samþykkt móttöku greiðslanna og beri ábyrgð á málinu.
Aha! Svo Geir hefur haft aukavinnu, sem húsvörður og ræstitæknir í Valhöll. Væntanlega í hlutastarfi.
Þá vitum við það.
Styrkir endurgreiddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Með Bauga undir augum
Með réttu má segja, að frétt um 30 milljóna styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins hafi vakið taugatitring innan flokksins. Miðstjórn hans kom saman í dag, á krísufundi.
Forystumenn flokksins hafa lítið vilja tjá sig um málið að öðru leiti en að vísa í þá frægu bók, Litlu gulu hænuna.
Þó náði fréttamaður tali af ónefndum miðstjórnarmanni nú áðan. Hann segir taugatitringinn mikinn.
Engum miðstjórnarmanna kom dúr á auga í nótt, af stressi. Þetta er náttúrulega agalegt svona rétt fyrir kosningar. Síðan höfum við setið vansvefta og geyspandi á krísufundi í allan dag. Enda erum við öll með Bauga undir augum.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Eldhússpartí
Hver kannast ekki við að í flestum partíum, myndast eldússpartí. Hópur fólks hangir inni í eldhúsi og talar um ekki neitt. Eins eru líka til klósettpartí. Uppistaða þeirra eru þó yfirleitt kvenpersónur.
Nú stendur yfir eldhússpartí á Alþingi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum mætir í pontu. talar og talar, án þess þó að segja neitt.
Kannski fáum við líka klósettpartí á Alþingi í framtíðinni, þegar konum hefur fjölgað þar.
Eldhússpartíi má lýsa á afar einfaldan hátt. A.m.k. með nördalegri framsetningu.
Sem reglulegri segð (e. Regular expression):
Ræða = (bl (a|e) h?)+
Þannig má fá bla, blah, ble eða bleh einu sinni eða oftar. Alveg fram að tíufréttum, þess vegna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Klósettferðir alþýðumanns
Þessa frétt var ég að reka augun í, rétt í þessu. Fréttin fjallar í smáatriðum um för belgísks manns á salerni lögreglunnar.
Allt í lagi, svo sem, að segja frá að ólögleg efni hafi fundist í fórum manns. Jafnvel að fram komi að efnin hafi hann falið í iðrum sér.
Þó vekur athygli mína að tiltekin eru smáatriði sem ég veit satt að segja ekki hversu fréttnæm eru, ef nokkuð.
Fyrst Vísir hefur ákveðið að fara út í smáatriðin finnst mér hann hafi átt að gera það almennilega. Maður er skilinn eftir algerlega í lausu lofti. Það er ekki fallega gert af Vísi.
Vitandi að hægðir mannsins áttu sér stað seint í gærkvöldi, verð ég ekki í rónni fyrr en ég veit klukkan hvað þær áttu sér stað. Var það fyrir miðnætti eða eftir?
Mér er þó létt að vita til að maðurinn hafi notað laxerolíu. Þó er ég skilinn eftir í lausu lofti þar líka.
Drakk hann laxerolíuna eða notaðist hann við stíl? Fékk hann aðstoð við inntöku olíunnar og hver veitti þá aðstoð? Fagaðili eða þvagleggsmaður?
Eins kemur hvergi fram hvort maðurinn hafi brúkað salernispappír eður ei, að athöfn lokinni. Ég geri þó ráð fyrir að maðurinn hafi sjænað sig eilítið á eftir.
Þá vaknar enn fleiri spurningar. Var það gert með eða án aðstoðar? Var notaður dagblaðapappír í sovéskum gúlag-stíl, eða var notaður mjúkur pappír, eins og mannréttindasáttmálinn kveður á um? Hvar er Amnesty?
Ég vona Vísismenn bæti fréttaskrif sín í framtíðinni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 4. apríl 2009
Innheimtudeild RÚV
Hver man ekki eftir háskólastúdentunum sem höfðu aukatekjur af að ganga í hús og spyrja hvort þar væri sjónvarp?
Ég hef ekki haft sjónvarp á mínu heimili síðan haustið 2004. Var þá skráður fyrir sjónvarpi sem fyrrum eiginkona fékk eftir skilnað okkar. Málið var útkljáð haustið 2004, í tölvupóstum milli mín, innheimtudeildar og hennar, fyrrum konunnar.
Eftir það var ég skráður afnotandi útvarps, sem er lægra gjald. Ég átti sannarlega útvarp, en sjónvarp hef ég ekki átt síðan ég skildi.
Í dag fékk ég bréf, frá Lagastoð, innheimtufyrirtæki sem rukkar mig um skuld fyrir útvarps/sjónvarp síðan 1.20.2004.
Ég sendi þeim vitanlega tölvipóst um hæl.
Það sem mér finnst fishy í málinu er að ég fékk innheimtuseðil í haust, þar sem ég sé ekki betur en að verið sé að rukka mig um sjónvarpsafnot, án þess að fyrir því séu forsendur. Ég tók téðum seðli sem skemmtilegum brandara.
En innheimtudeildinn hefur greinilega ekki séð þetta sem brandara, en í mínum huga er um tilhæfulausan reikning að ræða.
Menn hafa verið dæmdir fyrir slíkt.
Skyldi Lagastoð ekki kanna þá reikninga sem þeir innheimta? Hvort reikningurinn er tilhæfuælaus eður ei. Eða er eðli afæta (sem innheimtustofnanir réttilega eru) að taka við öllu sem að þeim er rétt?
Ég spyr.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. apríl 2009
Íslenska útrásin...
...er enn í fullum gangi.
Nú eru það hinsvegar ekki fjárglæframenn á einkaþotum, kaupandi dótabúðir og sláandi um sig með stórstjörnum í afmælisveislum.
Nei. Það er liðin tíð. Nú er það útrás íslensku búsáhaldabyltingarinnar.
Mið-Evrópubúar hafa nú séð bjútíið í íslensku búsáhaldabyltingunni og lemja nú trumbur og potta, með klúta fyrir vitum sér. Lögreglan hefur einnig fetað í fótspor kollegga sinna á íslandi og klæðast svörtum brynjum. Meira að segja sumir þeirra hafa tekið allann pakkann. Klæðast svörtum brynjum OG hafa klút fyrir vitum sér, eins og sjá má á lokasekúndum viðtengdrar fréttamyndar.
Átök í Strassborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Copy paste
Mikið er nú gott að vita af mogganum, ríkisstyktum fyrir þrjú þúsund þúsund þúsund kall. Úff, of mörg núll til mig langi að leggja á minnið.
Mogginn er samt að standa sig. Greinilega er fólk á fullu að þýða erlendar fréttir.
í þessari fétt gleymdist ein setning:
http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/04/02/oecd_birtir_skattaskjolalista/
Heil klausa á ensku sem gleymdist áð þýða.
Væntanlega verður klausan leiðrétt eftir að ég pósta þessari færslu. Moggamenn fylgjast með. Því læt ég klausuna fylgja með, eins og hún kemur fyrir í fréttinni:
After the agreement at the G20 summit in London earlier Thursday to act against uncooperative countries, the OECD named Costa Rica, Malaysia, the Philippines and Uruguay on its black list.
Copy/paste fréttamenskan í fyrirrúmi.
OECD birtir skattaskjólalista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)