Færsluflokkur: Menning og listir
Þriðjudagur, 21. október 2008
Strauss kann ekki að hafa misbeitti sér gegn Vivaldi
Enn af Strauss. Tónskáldinu ástkæra sem samdi Tómatsósuvalsinn vinsæla.
Í gær var sagt frá bréfum þeim sem fundist hafa og samtímamaður Strauss, Hedvig von Gündenberg, mun hafa skrifað. Í bréfunum er sagt frá ýmsum uppákomum tónskáldsins. Einhverju sinni gekk sú saga í Vínarborg að Strauss hefði misbeitt Vivaldi. Var sagan orðinn svo kræf að Vivaldi sá sér ekki fært annað en koma fram og leiðrétta hana:
Ég, Vivaldi, verð hér með að leiðrétta þann misskilning að Strauss, góðvinur minn, hafi misbeitt valdi gegn mér. Það er alrangt. Mér var mikið niðri fyrir og gat hreinlega ekki tekið á honum stóra mínum og valdi ég því hann til að gera það fyrir mig. Ég leyfði honum alfarið að taka á honum fyrir mig...allt svo... vini mínum....sko honum...ekki...eehhh
Ekki náði von Gündenberg að greina framhaldið, fyrir lýðnum er tók að hafa í frammi ólæti.
Strauss-Kahn misbeitti ekki valdi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. október 2008
Strauss kann að biðjast afsökunar
Í gömlum bréfum, sem fundust nýverið í héraðsskjalasafninu í Slésvík Holsten, kemur fram að tónskáldið Richard Stauss hafi beðist afsökunar á hinni frægu feilnótu sem finna má í einum síðasta valsi hans, Tómatsósuvalsinum.
Samtímamaður Strauss, Hedvig von Gündenberg, skrifaði umrædd bréf. Í þeim stendur m.a:
Herra Strauss er maður sem kann að biðjast afsökunar á mistökum sínum. Mistökum eins og þeim er hann gjörði við sköpun Tómatsósuvalsins. Þó er Strauss stoltur maður og mun þetta vera í fyrsta sinn er hann hafi þurft að kyngja stolti sínu. Hinsvegar mun feilnótan hafa orðið til er aðstoðarkona hans, frú Lövenbrau, kyngdi stolti hans.
Strauss-Kahn biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 14. október 2008
Synfónían þjóðnýtt og aflýsir Asíuferð
Bergmálstíðindi hafa fyrir því öruggar heimildir að Synfóníuhljómsveit Íslands hafi verið að miklu leiti þjóðnýtt. Reyndar hefur hljómsveitin alla tíð verið samgróin ríkisspenanum, en hefur þó hingað til notið ákveðins sjálfstæðis.
Leifur Hallsson, velgjörðarmaður Synfóníunnar, segir að hljómsveitin hafi hingað til haft starfsmannamál í eigin hendi, sem og hvaða verk séu tekin fyrir. Hann vildi sem minnst segja um hvort og þá hvað hafi breyst.
Heimildir Bergmálstíðinda herma að um liðna helgi hafi ríkisstjórn Íslands sett hljómsveitina undir menningarlega skilanefnd. Hafi hljómsveitinni þegar verið settar skorður varðandi notkun ferundar- og sjöundahljóma og svörtu nótnanna eins og heimildamaður orðar það. Eins hafi F-dúr verið afskrifaður með öllu. Óbó hljómsveitarinnar hafi verið seld upp í skuldir og um leið flestum óbóleikurum verið sagt upp. Aðeins einn þeirra mun starfa áfram, en færa sig yfir á þríhorn.
Hljómsveitin mun hafa aflýst Asíuferðinni Synfó Asian Tour sem átti að hefjast um áramót. Ástæða þess mun vera sú að til hafi staðið að taka fyrir verk Asísku meistaranna, Yakomoto og Ling Ping. Þeir munu hinsvegar hafa samið flest sín verk á svörtu nóturnar og því muni hljómsveitin ekki getað flutt þau.
Vilja ekki íslensku sinfóníuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. júní 2008
Saga oddvitanna
Oddvitar hafa fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Talið er að allt að tíu þúsund ár séu síðan menn gerðu fyrstu oddvitana.
Oddvitum var upphaflega komið upp til leiðbeiningar ferðalöngum og elstu oddvitar sem varðveist hafa eru í eyðimerkum Afríku, nánar tiltekið í Egyptalandi. Þar reistu menn oddvita til að leiðbeina faranddöðlusölumönnum sem leið áttu um víðáttur eyðimerkanna. Þessir oddvitar eru gjarnan kallaðir Giza oddvitarnir.
Norðar í heiminum, t.a.m. hér á landi voru oddvitar mun smærri í sniðum, en reistir mun þéttar.
Þó munu hafa fundist vísbendingar um að tvö íslensk fjöll munu í raun vera oddvitar og þ.a.l. gerð af mannahöndum. Hér er átt við fjöllin Baulu í Borgarfirði og Keili á Reykjanesi. Séu vísbendingarnar réttar munu þær líklega kollvarpa öllum fyrri kenningum um fólksflutninga landa á milli í fyrndinni, þ.e. fjöllin tvö líkist mikið Giza oddvitunum.
Síðar fóru menn að byggja oddvita sambyggða húsbyggingum, eins og Tower of London er gott dæmi um.
Á tuttugustu öld hófu menn að sameina húsbyggingar og oddvita mun frekar. Þá var ekki bara um að ræða hús með sambyggðum oddvitum, heldur voru húsin jafnframt oddvitar.
Nú hafa Íslendingar farið nýjar leiðir í oddvitagerð. Leiðir sem mikla athygli hafa vakið erlendis. Um er að ræða oddvita sem um leið eru styttur af fólki. Það þykir gefa oddvitunum hlýjan og persónulegan blæ. Einn slíkur var vígður í dag. Um er að ræða oddvita í líki kvenkyns borgarfulltrúa.
Menning og listir | Breytt 8.6.2008 kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24. maí 2008
Úrslit kunngjörð
Fyrir stundu lauk Evrópsku söngvakeppninni. Sigurvegarinn þetta árið er hinn góðkunni Enrique Iglesias. Britney Spears hafnaði í þriðja sæti.
Íslendingar mega vel við una að hafa náð fjórtánda sæti, eftir að hafa ekki náð neinu sæti um nokkurt skeið og ennfremur í ljósi þess að keppnin er að stórum hluta nágrannakosning. Eins og allir vita er Ísland eyja sem á í raun aðeins tvo nágranna, Grænland og Færeyjar.
Laugardagur, 24. maí 2008
Evróvisjón
Nú hafa keppendur lokið sér af, sem og kjósendur og nú hafa auglýsendur stigið á svið.
Bretar fluttu lag sem var vinsælt árið 1987, hvers nafn er gleymt.
Spánverjar fluttu lítt breytta útgáfu af Gasolina, sem vinsælt var sumarið 2005.
Aðrir fluttu önnur lög.
Aðal keppninnar að þessu sinni voru fataskipti, en ófáir keppendur skiptu um föt í miðju lagi.
Spennandi verður að sjá hvað kjósendur munu hafa kosið um; gömul lög, ný föt, eða gæði laga og flutnings.
Föstudagur, 23. maí 2008
Ísland sigurstranglegt?
Við getum alveg unnið á laugardag sagði Friðrik Ómar, í samtali við fréttamenn. Þetta er tæknilega rétt hjá honum, þar eð lokakeppnin hefur ekki enn farið fram og því eru öll lögin, 25 að tölu, jafnlíkleg til sigurs. Hinsvegar, samkvæmt veðbönkum, eru íslendingar ekki líklegir til sigurs. Um er að ræða þessa sömu gömlu veðbanka, oftast breska, sem áður hafa spáð Gleðibankanum, Sókratesi, Hægu og hljóðu, og öðrum íslenskum 16.-sætislögum velgengni. Oftast spá þessir sömu, bresku, veðbankar bretum sigri. Sama hvaða krapp þeir bjóða álfunni upp á. Fyrir stuttu var Írski páfagaukurinn Magnús efstur á lista hjá þeim.
Svo það er best að bíða bara og sjá. Spara sér veðmálin og nota heldur peninginn í eitthvað annað. Til dæmis í ölkassa, eða svo, eins og sönnum Íslendingum sæmir.
Ísland verður 11. í röðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Júróúrslit
Nú er ljóst að íslendingar hafa komst upp úr skurðinum og í aðalkeppnina, í fyrsta sinn síðan undankeppnasýstemið var tekið upp.
Síðast keppti Jónsi árið 2004. Nú hafa hinsvegar Friðrik og Regina komið íslandi upp úr gröfinni með frábærum flutningi í kvöld.
Núna geta íslendingar loXins hellt sig fulla á laugardag og horft á Jóróvisjón. Auðvitað hafa þeir alltaf gert það. Nú geta þeir hinsvegar, að nýju, haldið með einhverjum.
Keppni kvöldsins er lokið og næst er að sjá hvað gerist á laugardagskvöld.
Bergmálstíðindi þakka fyrir kvöldið. Sæl að sinni og lifið heil.
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Júróamma
Meðan evrópa kýs sín lög, stendur amma evrópusöngvakeppninnar á sviði og prjónar þekkt evrópsk mynstur. Mun hún prjóna skoskt pils sem og íslenska lopapeysu, sem þó er meira norsk að uppruna (ssshhh, ekki segja).
Nú pissa evrópumenn hinsvegar í unnvörpum og er víst að á næstu tíu mínútum mun ekki síður vera álag á evrópskum holræsum frekar en símkerfum. Nema síður sé.
Later...
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Júrójúró
Kýpverjar stóðu fastir á sinni menningarlegu arfleifð og grískum tengslum og fluttu Zorbadansinn. Fluttum af einni foxy konu og fimm bankamönnum.
Makedónar flutti sitt lag, 'Let me love you (Let's go, kiss my sole)'. Þóttu þeir ná vel að kynna makedónska axlabandaframleiðslu, sem þykir vera ein sú besta í heiminum. Lagið var flutt í tóntegundinni Þ#.
Portúgalar fóru nýstárlega leið þetta árið. Mussuleiðina. Þau fluttu portúgölsku útgáfuna af hinu gamalþekkta lag 'Crusify'.
Bergmálstíðindi vilja minna á að fleiri fréttir munu berast, strax eftir alþjóðlegt pissuhlé.