Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Viðsnúningur
Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að það séu kostir í fari fólks að geta skipt um skoðun, verði eitthvað til að knýja á um það.
Ég hef verið þeirrar skoðunar að skárst væri að ganga að Icesave samkomulaginu og geta snúið sér að öðru eftir samþykkt þess.
Ég skráði mig ekki á lista InDefence.
Eftir ákvörðun forsetans hef ég æ meir hallast að því að þetta hafi verið snilldar 'move'.
Ég viðurkenni að í fyrstu var mér ekki um sel, en eftir að hafa séð að bretar, hollendingar, ásamt öðrum virtust ekki hafa meira vit á málinu en ég á matvælafræði, sá ég að þau æðu villu og svíma sem hægt væri að leiðrétta. Óupplýst lið sem annaðhvort taldi að íslendingar ætluðu ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar, eða að héldu að forseti íslands hefði neiturnarvald, a'la France og USA. Bullukollar sem blogguðu án þess að vita rassgat um hvað þeir væru að tala um.
Það er nægt framboð af bjánum í heiminum. Það er eitt að því fáa sem við getum treyst á.
Nú hef ég séð að almenningur erlendis er að sjá hverslax rugl er í gangi. Undantekningin eru danir. Enda eru þeir enn grútspældir yfir Magasin du Nord. Megi þeir ná sér úr sinni gremju sem fyrst.
Athugasemdir
Lítum á "Nei" forseta Íslands sem tækifæri, í stað þess að fórna höndum, og álykta að nú fari allt til fjandans. Ísland, er nú aftur í erlendum fjölmiðlum, og það akkúrat getur einnig verið tækifæri!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 22:35
Voðalegur vindhani ertu maður. Ein skoðun í dag og önnur á morgun,,,nei djók..
Það sem pirrar mig varðandi ákvörðun forsetanns ( vonandi megi hún þrátt fyrir allt vera til góðs )
Er að ég held að lýðræðisástin ein hafi ekki alveg ráðið för. Ímyndin var orðin slöpp og eitthvað varð að gera, og sjá: Allt í einu er kappinn kominn á top 1 vinsældarlista náhirðarinnar og meira að segja Hannes H. Björn Bjarna og DO ná ekki sameiginlega að vellta honum úr sæti.
Fólki hefur orðið flökurt af minna tilefni..
hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 22:36
Skemmtileg færsla.
Helst vildi ég taka málið lengra. Setja ný lög um breytingar á septemberlögunum þar sem sett væri inn fortakslaust skilyrði að fá skorið úr um ábyrgð að lögum. Bara prinsipp atriði.
Fámenn þjóð á ekki að þurfa að láta undan yfirgangi stórþjóðar. Það á að semja á sanngjörnum grunni og virða lög. Síðan borgum við það sem okkur ber, að lögum, á forsendum sem við ráum við. Punktur.
Haraldur Hansson, 7.1.2010 kl. 22:47
Auk þess sem hann sýnir mikið virðingarleysi gagnvart þeirri 1 árs vinnu sem fram hefur farið við undirbúning Icesave málsins, vitandi ekkert um afleiðingarnar af þessari ákvörðun þegar til langs tíma er litið.
hilmar jónsson, 7.1.2010 kl. 22:57
Hilmar - þ.e. allt of mikið um fullyrðingar, en heldur minna um rökstuðning.
Ég er farinn að hallast að því, að meira jákvætt komi úr þessu en neikvætt - en, skoðaðu erlendur greinarnar er ég linka á í nýustu bloggfærslunni minni.
Þetta getur alveg eins verið tækifæri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:12
Núna standa Íslendingar saman, vinstri og hægri, gegn sameiginlegum fjanda. Misskilningurinn í heimsbyggðinni verður þar með til góðs. Sjáið til!
Annars skil ég ekki ennþá hvers vegna ekki er hægt
* að komast að því hvort Ísl. beri yfir höfuð að greiða þetta m.t.t. umfangs bankafallsins. Sagt er að ekki hafi verið meiningin að tr. næði yfir svo stórt fall margra banka; væri öryggisnet fyrir "minni háttar" þ.e. minni háttar EN þessi ósköp.
* já/nei
verði svarið "já" hlýtur næsta skref að verða tekið en ekki fyrr. Hvers vegna í ósköpunum er rembst við að semja um afborganir af "láni/skuld" sem ekki er 100% að eigi að greiða???
En ég er nú bara fávís og þar að auki kona, reyndar edrú en það hjálpar víst lítið :)
Eygló, 7.1.2010 kl. 23:36
Vil vekja athygli á þessu:
Hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - ef þeir bera kostnaðinn.Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:45
Einar, skyldi þetta koma fram í útvarpi og blöðum þessara þjóða? Það væri til mikils að vinna.
Eygló, 7.1.2010 kl. 23:54
Annað sem er "skemmtilegt" - innstæðueigendur XXXXXXX voru um 300.000 (í báðum löndum held ég) Þannig má leika sér með það að hver einasti Íslendingur; að meðtöldum smábörnum, gamalmennum, sjúklingum og öryrkjum SJÁI UM EINN viðskiptavin Landsbankans. Já, þetta er rosalega "skemmtilegt"
Eygló, 7.1.2010 kl. 23:57
ÓRG á Fálkaorðuna skilið :)
Jóka (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 00:02
Brjánzi, minnz er ztoltr af þinnz...
Steingrímur Helgason, 8.1.2010 kl. 01:08
Getur hann ekki fengið Sigga Einars eða Jóns Ásgeirs...? Þær virka eins og hrákaklessa á þeim.
Eygló, 8.1.2010 kl. 02:09
an vera vinhani er mitt aðalsmerki
Brjánn Guðjónsson, 8.1.2010 kl. 14:14
vissulega var þetta leið fyrir hann að bjarga andlitinu. þó finnst mér ég skynja fleira í þessu. hann hefði örugglega fundið leið til að staðfesta lögin og færa fyrir því rök, hefði hann kosið það. held hann hafi séð það fyrir að með þessu var hann að skora þrjú mörk.
bjarga andlitinu. bregðast við áskorunum almennings og að klekkja á sínum pólitísku andstæðingum í sjálfstæðisflokknum.
auðvitað vissi hann fyrir að væl þeirra um þjóðaratkvæðagreiðslu var bara lýðskrum.enda hafa þeirr bakkað með það nú, hver í kapp við annan og opinberað fyrir alþjóð að þeira hafa buxurnar á hælunum.
Brjánn Guðjónsson, 8.1.2010 kl. 14:19
Pæling, en fannst þér þetta ekki koma verr við VG og Samf. heldur en xD?
Eygló, 8.1.2010 kl. 14:40
nei, í raun ekki. smá spæling hjá þeim fyrst, virtist vera, en þau jöfnuðu sig furðu fljótt.
Brjánn Guðjónsson, 8.1.2010 kl. 15:25
Halló ? ?
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 15:28
já, sæll Hilmar. gjörðu svo vel og gangtu í bæinn.
Brjánn Guðjónsson, 8.1.2010 kl. 15:32
Brjánn; það eina sem ég vil segja við þig er þetta; þú virðist einlægur og heiðarlegur maður, sem þráir heitt að lifa í sátt við menn og dýr, eins og flest okkar.
Það sýnir líka styrk þinn og heilindi að geta skipt um skoðun, eins og þú sjálfur telur réttlátt og skynsamlegt.
Hneigi mig og kinka kolli til þín.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.1.2010 kl. 18:49
Aðeins þverhausar og þurs skipta ekki um skoðun "þegar nýtt kemur fram í málinu"
Eygló, 8.1.2010 kl. 18:58
Are you talking to me ?
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 19:06
Ég skal éta ofan í mig skoðun mína á því að Ólafur hafi farið offari, þegar það blasir við að ákvörðun hans hafi verið heillaspor í stöðunni.Sorry, er ekki farinn að sjá það enn..
Ljóst er að þarna skapaðist kjörið tækifæri hans til þess lappa upp á fallandi vinsældir og endurnýja vinsældarmarkhópinn.
Hræddur er ég þó um að sá hópur muni endast honum álíka lengi og hlýjan af því að pissa í eigin skó.
En það er kristaltært að maðurinn kann að haga sínum pólitísku seglum eftir vindum.
hilmar jónsson, 8.1.2010 kl. 19:19
Hilmar, nú veit ég ekki hvort þú yrtir á mig. Ef svo var, þá var ég að svara/jánka fyrstu efnisgrein síðueigandans : )
Eygló, 8.1.2010 kl. 21:52
ég þakka hlý orð í minn garð, Jenný
Brjánn Guðjónsson, 9.1.2010 kl. 01:01
Lesið endilega þessa grein:
Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.1.2010 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.