Áramótaandvarp

Um áramót er ekki úr vegi að líta um öxl og andvarpa.

Í upphafi árs sat syfjustjórnin sem beið eftir kraftaverki og hafði gert frá 12. maí 2007.

Fólk safnaðist saman og barði teflonhúðaðar pönnur sínar með málmáhöldum. Fatalt! Málmurinn skemmir teflonhúðina.

Sofandastjórnin hætti og Joðhanna tók við. Síðan var boðað til kosninga og Joðhanna styrkt í sessi.

Skjaldborg skyldi reist um heimilin. Svo hófst uppbygging hennar. Áfengis-, olíu- og tóbaksgjöld voru hækkuð um vorið. Síðan aftur um sumarið. Aldeilis það sem vísitölutryggður almúginn hafði kallað eftir.

Eftir þras um €vrópusamband og Icesave var aftur bætt á gjöldin góðu um haustið. Alþýðan egndist af fögnuði yfir þeirri snilld að það hækkaði greiðslubyrðina.

Um haustið var svo ákveðið að hækka skatta og gjöld. Þá vitanlega fyrst og fremst óbeina skatta sem hækka vísitöluna.

Joð hugsar um sína. Svo var hann næstum valinn maður ársins (!?!)

Eftir að landsmenn allir hafi fyrir löngu fengið upp í kok af Icesave umræðunni, lauk henni á síðasta korteri ársins. Líklega hefur flestum verið orðið sama hvernig málið færi, svo lengi sem því lyki og þeir gætu farið að hugsa um annað.

Það er margt annað sem hugsa þarf um; Hundinn Lúkas, €vróvisjón, Brad Pitt og Angelinu, ...

 

Nýtum nýja árið í annað en Joð og Icesave.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár Brjánn og takk fyrir allt "gamalt" og gott.  Takk fyrir bjúguát, pizzuát, frostpinnaát, sírassa, Esmeröldur, geitahugleiðingar, Palla, froskapælingar, fangelsisheimsókn, Omega, Derrick og Harry og Fichen og allt hitt aus der Reihe.  

Ég óska þér gleði og gæfu á komandi ári 2010.  Megi það verða ár án mikilla andvarpa. 

kv Jóka xoxo

Jóka (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 16:37

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

takk fyrir það Jókhildur von Flaffenvaffen. er að kveikja á öllu, nema þessu með fangavaktina.

Brjánn Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 00:20

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, nú fatta ég. þegar við fótum í hommagönguna á níuna. það var skemmtilegt

Brjánn Guðjónsson, 2.1.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband