Sunnudagur, 4. apríl 2010
Trúarspökúler
Ég hef lesið nokkur blogg áhengd þessari frétt og tilheyrandi athugasemdir við þau.
Eins og við mátti búast lýsa guðsmenn frati á málið en aðrir taka undir.
Í einni athugasemdinni líkir ritari guðstrú við trú manna á sjálfa sig, sem er vitanlega eins og að bera saman epli og appelsínur. að trúa á sjálfan sig er merki um þroska annars vegar og vilja til frelsis hins vegar. Kem að því síðar.
Lífið og náttúran eru margslungin og fjölbreitt. Þó tel ég að margslungnin og flölbreytnin sé minni en margur telur. Þá á ég við lögmál náttúrunnar td. Svo margt má yfirfæra yfir á annað. Svo margt er í eðli sínu svipað þótt stigsmunur kunni að vera á. Svo dæmi sé tekið hvernig útskýra megi grunnlögmál raffræðinnar með útskýringum pípulagningamannsins.
Þótt ég sé guðleysingi, er ég td. alveg til í að gera ráð fyrir lífi eftir dauðann í hvaða mynd það svo sem væri. Enda hafa guð, ésú, allah og hvað þeir allir hétu, engan einkarétt á hugtakinu og eru langt í frá að eiga höfundarréttinn að því. Ástæðan fyrir því að ég er tilbúinn að gefa hugmyndinni séns, er einfandlega sú að annað í náttúrunni er hringrás. Hví þá ekki lífið líka? En þetta var útúrdúr.
Eins get ég hugsað mér að yfirfæra þroskaferil einstalkings yfir á þroskaferil mannkynnsins.
Barn finnur gjarnan ekki öryggi nema undir verndarvæng mömmu sinnar, eða annars fullorðins einstaklings. Skyldleikinn skiptir ekki megin máli, heldur að hafa einhvern að treysta, því það sjálft hefur ekki þann þroska til að bera að standa eitt. Það ber spurningar sínar undir viðkomandi og tekur ákvarðanir út frá því. Barnið þroskast með árunum og verður æ sjálfstæðara, þar til að það tekur ákvarðanavaldið að fullu í sínar hendur og blómstrar sem sjálfstæður einstaklingur. Stendur á eigin fótum og upplifar frelsið sem því fylgir. Því einstaklingur háður öðrum er ekki frjáls einstaklingur.
Á sama hátt sé ég mannkynið, sem ég líki þá við barnið. Frá örófi hefur mannkynið ekki haft þroskann til að standa með sjálfu sér án þess að hafa einhverja móður, eða föður. Þar sem hvorugt liggur fyrir, svo vitað sé, bjó mannkynið sér bara til foreldri með pilsfald að hanga í. Síðan í öndverðu hefur foreldrið tekið stakkaskiptum. Stundum verið eitt. Stundum mörg. Þó öll í álitlegum og vel földuðum pilsum. Segja má að á síðustu tímum hafi mannkynið verið á táningsaldri. Sjálfstraustið aukist jafnt og þétt, sem greina má á minnkanndi trúrækni. Nú er mannkynið kannski í þann mund að ná fullorðinsaldri og því fylgir að pilsfaldurirnn verður ekki aðeins óþarfur, heldur beinlínis fráhrindandi. Hið fullorðna mannkyn mun vilja það frelsi sem felst í sjálfstæði og að vera engum háður.
Því mun Nietzsche hafa rétt fyrir sér á endanum.
Sífellt færri trúa á guð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guð er dauður...
Sigurjón, 4.4.2010 kl. 06:43
Kristur er upprisinn - gleðilega páska
Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 06:49
Guð dauður og kristur upprisinn. hljómar eins og einhverjir hafi farið á mis.
Brjánn Guðjónsson, 4.4.2010 kl. 06:52
ég ber virðingu fyrir skoðunum og trú annarra, hvesru absúrd sem þér hann að þukja þær. því óska ég þér ykkur öllum alls hins besta. Hvort eð er í dag, páskadag, sem aðra daga. allir dagar eru daga tilefnis til að bera virðingu fyrir nágunganum. fáir aðrir en trúlausir sem negla sig ekki við ákveðna daga.
Brjánn Guðjónsson, 4.4.2010 kl. 07:04
annars hlýtur það að vera ömurlegt djobb að vera ésú. þurfa að upptrísa og deyja á hvert
Brjánn Guðjónsson, 4.4.2010 kl. 07:09
og fæðast að nýju. ekki myndi ég nenna þessu. ég væri löngu farinn að leita að nýju djobbi
Brjánn Guðjónsson, 4.4.2010 kl. 07:10
Ég óska gleðilegra páska sömuleiðis.
Sigurjón, 4.4.2010 kl. 15:38
Mér finnst nauðsynlegt að trúa á e-ð skiptir ekki máli hvað þú kallar það. Þú mátt kalla það guð, jesú, allah, almættið eða bara alheiminn eins og ég kýs að kalla það. Mér finnst gott að trúa og treysta á æðri mátt og biðja um hjálp af og til ef ég er lost eða líður illa. Hefur marg oft hjálpað mér og gefið mér svör. Auðvitað treysti ég yfirleitt mest á sjálfan mig og mitt hjarta (hjartað lýgur sjaldnast) en það koma þó stundir í lífinu að maður er einn og yfirgefin og vantar svör við hlutum sem maður skilur ekki og veit ekki hvernig maður á takast á við. Þá er gott að leita huggunar í einhverju æðra og þarf ekki endilega að kallast guð eins og ég segi. Lífið er yndislegt og gleðilega páska á þig, farðu vel með þig
Jóka (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 22:10
Jóka: Ef þú ert ,,lost og líður illa", hví ekki að tala við góðan vin eða fjölskyldumeðlim sem þú treystir? Ég skora á þig að reyna það frekar en að leita til e-s æðra...
Sigurjón, 5.4.2010 kl. 01:00
Fín færsla Brjánn og vekur mann til umhugsunar... fyrir mér snýst lífið um að þroska sjálfan sig... viðurkenna mistök og læra af þeim... viðurkenna og horfast í augu við það hvað maður er ófullkominn... virða annað fólk hvernig svo sem það er á litinn og hverju sem það trúir... virða öll störf hver sem þau eru... líta ekki stórt á sig og gera ekki lítið úr öðrum...
Að lifa í sátt og samlyndi við sjálfan sig og sína nánustu, gefa af sér, elska .
Að umgangast náttúruna með virðingu, dýr og plöntur... og taka ekki meira frá henni en maður þarf.
Allt þetta er í sjálfu sér trú... og að trúa því að maður lifi eftir dauðann er ekki vitlausara en hvað annað... við vitum ekkert hvað bíður okkar og því ekki að trúa því að eftir dauðann munum við "lifa" í himnaríki og hitta þá sem fóru á undan okkur ?
Á yngri árum taldi ég mig Guðleysingja eins og þú segist vera. Eftir því sem árin líða hef ég slakað á og opnað fyrir hugmyndum um Guð og líf eftir dauðann...
En samt veit ég ekkert... ennþá
En hvað mannkynið varðar þá finnst mér það bara rétt vera komið á fermingaraldurinn.
Brattur, 5.4.2010 kl. 01:33
takk fyrir mig Brattur.
ekki mun ég agnúast út í þá sem kjósa að trúa á einhvern æðri mátt. sjálfur hef ég reynt það og já, upplifað að „finna fyrir guði.“ ég komst hins vegar að því að það var aldrei neinn guð, heldur einungis mitt eigið hugarástand.
guð er tilfinning.
Brjánn Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 02:40
@Sigurjón
guð er ekki dautt, en það liggur banaleguna.
Brjánn Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 05:41
Jamm, en vonandi lifnar skynsemin við hjá þeim sem guðið deyr hjá...
Sigurjón, 5.4.2010 kl. 06:16
Sigurjón þú veist ekki um hvað þú ert að tala. Ég á böns af vinum og yndislega fjölskyldu sem ég tala MJÖG mikið við. Þetta snýst um allt annað sem ég ætla ekki að reyna fara útí hér.
Jóka (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 10:03
Spurningin um trú er fyrst og fremst hvort menn trúa því að til sé andlegur veruleiki, handan og ofan við allt sem sé grundvöllur tilverunar, guð, en EKKI að ''trúa'' t.d. á það ''góða'', gefa af sér eða vera sáttur. Það er annars konar pæling en ekki trú í trúarbragðalegum skilningi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 11:20
Leiðrétta Jóka aðeins... það er ekkert æðra eins og trúarbrögð tala um; Það sem þú kallar æðra er faktískt ekkert nema hughreystandi lygar
DoctorE (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 13:16
Ef þú starir niður í hyldýpið......
Halldóra Hjaltadóttir, 5.4.2010 kl. 14:11
DoctorE það er ekkert sem heitir að leiðrétta í þessu því hver trúir sem hann vill og hefur reynslu af. Ég kalla það æðra ef það er e-ð sem ég ekki sé eða skil eða veit hvernig virkar en virkar samt. Alla vega fyrir mig og marga aðra. Ég álasa ekki fólki sem trúir ekki á neitt. Það er þeirra val og þú mátt kalla það lygar ef þú vilt. Breytir engu fyrir mig :)
Jóka (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.