Og hvað svo?

Jóhanna iðrast og segir Samfylkinguna eiga sína sök á málum. Nú er Samfylkingin í ríkisstjórn og Jóhanna forsætisráðherra.

Stendur til að gera eitthvað?

Ég er ekki bara að tala um eitthvert fiff til handa þeim sem komnir eru fram af hengifluginu, heldur þá sem enn eru ekki komnir á þann stað en eiga í vandræðum með að ná endum saman. Sökum afleiðinga óstjórnar fyrri ára. Fólk sem gerði raunsæjar áætlanir en var tekið í böttið af verðtryggingu og gjaldeyrisfalli.

Einn ráðherra Samfó, Árni Páll, sagði fyrir hálfu ári að það væri ekki í mannlegum mætti að leiðrétta lán. Líklega hafa þá guð og ésú sett reglurnar, en ekki stjórnmálaMENN.

Nú er hann að rakna úr rotna rotinu og vill afskrifa bílalánaskuldir (?!)

Allt gott um það að segja, en hvað með húsnæðisskuldir? Það eru þær sem eru að sliga okkur en ekki flatskjáa- og pallbílaskuldir, sem myndu flokkast undir neyslu. Að eiga sér þak yfir höfuðið flokkast ekki undir neyslu heldur nauðsyn.

Er allt í lagi að afskrifa skuldir þeirra sem keyptu sé nýjan bíl? Kannski án þess að þurfa þess en bara vegna þess að lánakjörin voru svo góð á þeim tíma að það gat keypt draumabílinn og lagt fimm ára skrjóðnum? Sjálfur ek ég um á tólf ára skrjóð sem ég borgaði á borðið á sínum tíma. Myndi aldrei vilja skipta þessum góða þjóni mínum fyrir einhvern bensínhákinn.

Fólk getur misst sig í eyðslufyllerí og margir gera það. Nú ætlar Árni Páll að setja í forgang að bjarga þessu fólki. Á meðan verða þeir sem ekki hafa til saka unnið annað en að kaupa sér þak yfir höfuðið að bíða eða fara einhverra fiff leiðanna sem boðaðar hafa verið. Það fólk mun ekki fá leiðréttingu sinna mála. Í besta lagi lengingu á snörunni.

Hvernig væri að iðrast aðeins meira og byrja síðan á réttum enda?

Stundum veit ég ekki hvort ég eigi að æla eða gubba.


mbl.is „Létum þetta líðast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Brjánn minn , gerðu hvortveggja, ældu & gubbaðu !

 Jóhanna búin upplýsa sig sem iðrandi syndara.

 Nægir ekki. Hún á að víkja.

 Hversvegna?

 Jú, hún var ráðherra í hrunstjórninni - var í stjórnklefa ( ríkisstjórn) sá hvernig skipið stefndi í stórgrýti og strand.

 Gerði bókstaflega EKKERT !

 Annar sem er sko ekkert að iðrast. " You ain´t seen nothing yet" !

 Össur Skarphéðinsson. Sat í hrunstjórninni. Var stofnfjáreigandi í Spron. Fékk 30 milljónir " rétt fyrir hrun".

 Að við nú ekki nefnum vinstra-RAUÐAN Árna Þ.Sigurðsson.

 Hann hvorki meir né minna sat í STJÓRN Spron, fékk 300 MILLJÓNIR. ( Rétt fyrir hrun)

 Kom fjármununum fyrir í banka erlendis.

 Fleiri ?

 Látum þetta nægja í bili.

 Framhald seinna !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 14:28

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þetta orðalag að "afskrifa bílalánaskuldir á almenning" er mjög villandi í umræðunni.  Þetta er í raun vandamál fyrirtækjanna sem þau veltu yfir á almenning.  Þau færðu bókhald sitt vitlaust.  Þau buðu upp á gengistryggð lán umfram sínar heimildir.  Sama á við um bankanna vegna húsnæðislána.  Þeir buðu upp á ólöglegan gjörning.  Íhugaðu þetta:  Af hverju hætti Seðlabanki Íslands að auglýsa dráttarvexti á lánssamningum í erlendri mynt eftir 26. maí 2006???  Vegna þess að skv. lögum um vexti og verðtryggingu mátti ekki bjóða upp á slíka samninga eftir gildistöku þeirra laga þ. 26. maí 2001.  Það var ákvæði til 5 ára í þeim lögum vegna slíkra samninga sem voru í gildi þegar lögin voru sett.  Ég mun setja inn færslu á morgun, 19. apríl, um dráttarvexti á gengistryggðum bílasamningum, þar sem ég fer aðeins dýpra í þetta.

Stjórnvöld eru einfaldlega ekki að ráðast á rót vandans heldur hafa afvegaleiðst í umræðunni um erfiðleika fólks.  Bjóða upp á plástra og skammtímaaðgerðir leiðrétta ekki óréttlætið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 18.4.2010 kl. 12:09

3 identicon

Nú er í tísku eftir að skýrslan kom út að iðrast og segja fyrirgefðu  og jafnvel fella nokkur tár.  Þorgerður Katrín og Illugi voða sorrí og eru lögð af stað í leyfi í guð má vita hvað langan tíma.  Ingibjörg Sólrún var voða meir í gær og grét á öxl bóndans eftir ræðustúfinn , löng lesning um iðrun og fyrirgefningu kom frá Bjögga Thor um daginn ég meina wtf.  OPNIÐI FJANDANS AUGUN ÞARNA Á ÞINGI OG LÁTIÐI TEFLONHÚÐINA BRÁÐNA.  Ég er sammála maður veit ekki hvort maður á að æla, skíta eða öskra.  Eyjafallajökull segir allt sem segja þarf og ég tek undir með honum.  AMEN !!

Jóka (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband