Þriðjudagur, 4. maí 2010
Eiga almenningssamgöngur að vera gróðabissness eða þjónusta?
Ég er á þeirri skoðun að almenningssamgöngur, eins og strætó, eigi að reka sem þjónustu frekar en gróðabissness.
Reyndar held ég að Strætó BS sé ekki mikið gróðafyrirtæki, en þó rekið með hagnað að markmiði. Farþegum hefur þó fækkað jafnt og þétt með árunum og viðbrögðin oftast á þann veg að hækka fargjöld og draga úr þjónustunni, til að spara, sem aftur gerir strætó að verri kosti og dregur því enn frekar úr áhuga fólks að nýta sér þann farkost.
Strætó gengur á 20 - 60 mínútna fresti. Allt eftir leiðum og tímum sólarhringsins/vikunnar. Farþegar þurfa að hafa tímasetningarnar á hreinu og passa að mæta nú á réttum tíma, til að missa örugglega ekki af vagninum. Sem er nú ekki endilega á réttum tíma hvort eð er. Frekar fúlt að missa af vagninum sínum og þurfa að bíða eftir þeim næsta í 20 - 60 mínútur. Síst í íslensku roki og rigningu. þurfa síðan að eiga tiltækt klink, eiga strætómiða eða punga út fyrir mánaðarkorti, sem borgar sig ekki nema maður taki strætó flesta daga.
Nú virðast augu einhverra vera að opnast.
Auðvitað ætti að reka strætó sem almenningsþjónustu. Skítt með þótt fargjöldin nægi ekki til að standa undir rekstrinum. Örari ferðir og lækkað fargjald myndi fjölga farþegum. Eins að gefa fólki kost á að greiða með týpískum greiðslukortum, sem ég veit reyndar til að er í farvatninu. Vitanlega myndu menn reyna að gera reksturinn eins hagkvæman og hægt er, rétt eins og í heilbrigðiskerfinu, en þó án þess að stefna á eiginlegan hagnað frekar en í heilbrigðiskerfinu. Myndu fleiri nýta sér strætó fækkaði bílum á götunum. Hagnaður samfélagsins kæmi fram á öðrum sviðum.
Svo ég tali fyrir sjálfan mig, sem nota bíl í lítið annað en akstur til og frá vinnu, myndi ég nýta mér strætó gæti ég labbað mér út á stoppistöð án þess að vera með tímatöflurnar á hreinu og vitað að ég þyrfti ekki að bíða nema í 10 mínútur að hámarki. Í 5 mínútur að meðaltali og borgað 100 - 200 kall max fyrir farið.
Þá væri strætó orðinn álitlegur kostur.
Athugasemdir
Sammála. Eins og Reykjavík er í dag er einkabílinn nauðsynlegur kostur fyrir borgarbúa til að ferja sig og sína fjölskyldu á milli staða ef það á að vera gert innan dagsins og akkúrat allt of dýrt
Jóka (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.