Fimmtudagur, 24. júní 2010
Eiginhagsmunagæsla?
Í gær og í dag hafa Seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra stigið fram og tjáð þá skoðun sína að upprunalegir umsamdir vextir gjaldeyrislána gangi bara alls ekki.
Hvernig stendur á því að þessir tveir menn eru svo harðir á því? Sér í lagi viðskiptaráðherrann. Gæti það haft eitthvað með þeirra eigin hagsmuni að gera?
Nú eru þeir báðir embættismenn. Seðlabankastjórinn ráðinn til fimm ára og viðskiptaráðgerrann til fjörurra ára, að hámarki.
Báðir hafa þeir áður starfað í fjármálageiranum. Eins og segir hér hefur Seðlabankastjóri gegnt starfi aðstoðarframkvæmdastjóra peningamála- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel í Sviss. Hann starfaði áður í Seðlabanka Íslands í um tvo áratugi og þar af sem aðalhagfræðingur í rúm tíu ár. Samkvæmt þessari upptalningu hefur viðskiptaráðherra m.a. setið í stjórnum Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings, Kauphallar Íslands og Verðbréfaskráningar Íslands.
Báðir hljóta að gera sér grein fyrir að eftir núverandi störf hlýtur annað að taka við og ekki ólíklegt að þeir gætu hugsað sér að starfa áfram fyrir peningaöflin. Getur verið að þess vegna gæti þeir sín að styggja þau ekki? Getur verið að styggi þeir peningaöflin eigi þeir líklega ekki aftirkvæmt þangað og því vissara að taka stöðu með þeim en skuldurum?
Fyrir hverja starfa þessir menn og hverra hagsmuna gæta þeir?
Athugasemdir
Hugsa þeir spái lítið í okkur.
Aðalsteinn Agnarsson, 24.6.2010 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.