Fimmtudagur, 1. júlí 2010
Réttlætistilfinning viðskiptaráðherra
Viðskiptaráðherra, Gylfi Magnússon, hefur verið ólatur að tala fyrir að Seðlabankavextir skuli gilda um gengistryggðu lánin. Megin röksemd hans er sú að annað væri óréttlátt gagnvart þeim sem hafa verðtryggð lán. Þeir sæti þá uppi með mun óhagstæðari lán.
Gott og vel.
Í haust mun væntanlega skýrast hvaða vextir skulu leggjast til grundvallar og er það skoðun mín að dómstólar munu skera upp úr að hinir umsömdu vextir skulu gilda.
Hvað ætlar Gylfi að gera þá? Ætli hann að vera samkvæmur sjálfum sér hlýtur hann að sjá til þess að verðtryggðu lánin verði leiðrétt til samræmis við óverðtryggðu fyrrverandi gengitryggðu lánin, á lágu vöxtunum.
Svona til að gæta samræmis og réttlætis. Er það ekki eðlileg ályktun?
Athugasemdir
Réttlæti Gylfa er skilgreint af AGS hverju sinni, spurðu þá.
sr (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 19:24
Samningur er (venjulega/þegar honum hefur ekki verið rift) fasti; óumbreytanlegur nema skv. skilmálum sem í honum sjálfum eru.
Nú kemur í ljós að upplagðar forsendur eru ekki löglegar.
Þar með eru engir samningsskilmálar (þeim hefur verið riðlað og eru þar með ógildir; ekki er hægt að sía út stakt atriði.)
Hvers vegna dettur fólki þá í hug að EITT atriði í honum eigi að gilda eftir sem áður? Hvers vegna grátbiður það bara ekki um að fá að borga skv. gengistengingu eins og segir í UPPHAFLEGA samningnum - sem allmargir vísa í.... að þeir eigi að greiða vaxta% eins og þar sé getið. Einmitt "ÞAR" er samningsgerðin byggð á margumræddri, ólögmætri gengisviðmiðun.
Viljirðu baka brúnköku en dómstóll banni kókónotkun, geturðu ekki eftir sem áður kallað hana það.... hún getur ekki orðið annað en sand- eða sódakaka
Eygló, 2.7.2010 kl. 02:39
einmitt. hins vegar vilja Gylfi og co breyta kökunni í heilhveitibrauð.
Brjánn Guðjónsson, 2.7.2010 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.