Mol(dakofa)búar

Íslendingar eru sérkennilegur þjóðflokkur. Íslendingar eru og hafa ætíð verið svo fullvissir um eigið ágæti og lands síns að það hálfa væri nóg. Þar sem ég er sjálfur íslenskur get ég ekki undiðskilið sjálfan mig, eðli málsins samkvæmt. Það er bara einn íslendingur sem undanskilur sjálfan sig þegar hann talar um íslendinga sem fífl og hann heitir Jónas, en það er annað mál.

Þjóðrembingur Íslendinga er yfirþyrmandi. Tökum nokkur dæmi;

Fyrst. Íslendingar eru að rifna úr stolti yfir arfleifð sinni. Sögunum og tungumálinu. Þetta hefur ávallt gert mig hugsi. Hvernig get ég verið stoltur yfir einhverju sem aðrir hafa gert? Skrifað sögur eða mótað tungumál. Frekar en ég geti skammast mín fyrir gjörðir annarra. Kannski undantekningin, börnin mín, þar sem ég ber ábyrgð á uppeldi þeirra að hluta. Hvernig get ég verið stoltur af einhverju sem einhver gerði fyrir mörgum öldum og ég á enga hlutdeild í?

Svo er þetta klassíska sem íslendingar segja (og trúa) um Ísland og Íslendinga; Besta vatn í heimi. Hreinasta loft í heimi. Minnsta spilling í heimi. Gífurlega menntuð þjóð.

Hreint climax í þjóðernisrunkinu og allir taka undir. Hvað svo?

Ég hef engar vísindalegar staðfestingar séð um að íslenska vatnið sé best í heimi. Rámar meira að segja í einhverja rannsókn, sem ég kann ekki að nefna, þar sem niðurstaðan var að besta vatn í heimi væri einhversstaðar allt annarsstaðar en á Íslandi. Hvort Ísland var í 5. eða 6. sæti man ég ekki. Minnsta spilling í heimi. Já, eigum við að ræða það frekar? Hvar er staðfesting þess að hreinna loft sé hér en t.d á Grænlandi, eða Azoreyjum? Að síðustu er það mýtan um menntunina.


Fyrr á öldum bjuggu Íslendingar í moldarkofum. Í afdölum. Voru upp til hópa heimskir. Heimskur maður er sá sem þekkir einungis heimahagana, er illa upplýstur, vitgrannur. Með tíð og tíma fluttust Íslendingar úr moldakofunum. Þó virðist sem hugsun þeirra og hugarfar hafi orðið eftir í moldakofunum, því enn þann dag í dag telja Íslendingar sig vera mesta og besta án þess að hafa nokkuð til síns máls.

Birtingarmynd nútímans er sú að sumir Íslendingar vilja búa enn í sínum andlegu moldakofum og vilja ekki sjá neitt þess utan. Allt sem kemur utan frá (útlenskt) sjá þeir sem ógnun. Jafnvel án þess að vita hvað það er sem þeir óttast. Bara vissara að múra sig inni, in case.

Íslendingar eru því, upp til hópa, heimskir samkvæmt skilgreiningu þess orðs. Ekki síst þeir sem telja sig vita allt best. Hvort heldur þeir heiti Jónas eða Davíð. Það er eðal moldakofahugsunarháttur og í eðli sínu heimska.


Ég mæli með að einhver löggildur verði fenginn til að íslenska eftirfarandi og það verði sett í skjaldarmerkið;

„Ignorance is bliss.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Flottur og skemmtilegur, en já sannur pistill. Svo geturðu tekið þetta og skalað niður og þá se´rðu hvernig við Eyjamenn tölum um Íslendinga - Við erum IT en ekki þið!!!!

Ótúrleg hugsun og maður er að reyna að temja sér að stíga á þessa hugsun hjá sjálfum sér en hvað gerist þá hér í Éyjum jú maður er flokkaður sem fífl fáviti og niðurrifsseggur!!!! Þess vegna hef ég en meira gaman að segja að við þjáumst af minnimáttakennd.

Góðar stundir

Gísli Foster Hjartarson, 3.7.2010 kl. 18:19

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Fyrr á öldum, þetta eru bara örfáir áratugir elsku kallinn.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.7.2010 kl. 18:47

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Gott hjá þér Brjánn ! Sterkir litir í notkun hjá þér hérna, en samt svo satt, þetta get ég skrifað undir eftir að hafa búið erlendis (Noregi) í 25 ár, og stundum þegar maður reynir að miðla af áunnu víðsýni sínu, sem óneitanlega hlýst þeim sem að heiman dregur og skoðar heiminn með opnum augum, þá fær maður yfir sig svívirðingarnar um að maður sé heilaþveginn, búinn að láta undan þrýstingi og jafnvel föðurlandssvikari !!!!

En sem betur fer á þetta þó ekki við alla landa okkar, er það ??

MBKV að "Utan" en með hugann "Heima"

KH

Kristján Hilmarsson, 3.7.2010 kl. 18:49

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með þér Brjánn.. og einnig Kristjáni H

Óskar Þorkelsson, 3.7.2010 kl. 19:30

5 Smámynd: Brattur

Einhvern tímann missti ég út úr mér að ég hefði sé falleg fjöll annars staðar en á Íslandi... og þá fékk ég einmitt í hausinn að ég væri n.k. föðurlandssvikari... það gætu bara ekki verið fallegt fjöll úti í hinum stóra heimi...

Brattur, 4.7.2010 kl. 16:51

6 identicon

Úff! meira bullið í ykkur..... ÍSLAND BEST Í HEIMI! enda drekk ég Thule.

Auðvitað er þetta allt best á Íslandi..... besta vatnið.... hreinasta loftið og allur þessi pakki..  þetta er auðvitað allt saman afstæt.  Ef mér finst BESTA vatnið á Íslandi þá er BESTA vatnið á Íslandi og svo framvegis....    En ef einhverjum finst vatnið, fjöllinn eða hvað sem er fallegra í Norge, þá er það auðvitað svo fyrir honum.  Það er auðvitað allt í bullu hér á landi það er enginn spurning. Ég líka alveg viss um að Brjánn er sammála Kristjáni enda er Brjánn annálaður áhugamaður og dýrkandi Noregs.

Steini Tuð (IP-tala skráð) 5.7.2010 kl. 12:45

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bið að heilsa Thule, Steini

Brjánn Guðjónsson, 5.7.2010 kl. 12:49

8 identicon

Ísland er best í heimi því við höfum:

bestu þingmennina, besta Alþingið, besta skattakerfið, bestu verðlagninguna, bestu verðtrygginguna, besta lánafyrirkomulagið, besta leigumarkaðinn, bestu eftirlitsstofnanir, besta Seðlabankann, bestu spillinguna, bestu útrásarvíkingana, bestu bankana, besta forsetann, besta forsætisráðherrann, besta fjármálaráðherrann.  Á ég að halda áfram hér er best að vera og hættiði þessu tuði

Jóka (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 09:00

9 identicon

„Ignorance is bliss.“ : sælir eru einfaldir (örlítil hliðrun merkingar)

Ingibergur (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 16:43

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jóka. Þú gleymdir að nefna, bestu örbyrgðina, besta óréttlætið, bestu eignaupptökuna og bestu fátækragildrurnar. Sjálfsagt gleymi ég einhverju.

Ég sé það núna. Er í ruglinu. Allt er best á Íslandi.

Brjánn Guðjónsson, 8.7.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband