Blog-hreinsanir

Það virðist vera nokkuð móðins þessa dagana, hjá mörgum bloggurum hér, að taka til í bloggvinalistanum hjá sér. Allt í lagi með það. Ég fór hinsvegar að velta fyrir mér tilgangi bloggvinalistans. Hann virkar vitanlega í báðar áttir. Þ.e. þeir sem eru á mínum lista hafa mig jafnframt á sínum. Þannig að sá sem tekur einhvern af sínum lista, til að stytta hann, er jafnframt að taka sig út af lista hins og þar með verður sá að fara lengri leiðina til að sjá blogg viðkomandi.

Annars er ég alveg slakur yfir þessu. Ég hef fengið nokkrar bloggvinabeiðnir sem ég hef og samþykkt, enda tel ég að viðkomandi geri það til að eiga hægara um vik að lesa rausið í mér. Sem er hið besta mál, enda gæfist ég fljótt upp á að nöldra hér, væri enginn til að lesa það. Þá myndi ég bara tuða einn með sjálfum mér, heima í stofu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já nokkuð til í þessu hjá þér, ég kíki á þig reglulega þó ég skrifi ekki comment í hvert skipti.

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.1.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú segir það

nú veit ég ekki. kannski sástu mig bara í Hagkaup eða ég bara svona 'kunnuglegur' almennt.

Brjánn Guðjónsson, 17.1.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband