Enn um speglamisrétti Hagkaupa

Ég reit fćrslu ţann 18. janúar sl. Ţá hafđi ég lagt leiđ mína í Hagkaup í Smáralind. Án ţess ađ endurtaka alla romsuna frá í téđri fćrslu, komst ég sumsé ađ ţví ađ í fatadeildunum höfđu dömurnar spegil í hverju horni, eđa sex stykki, međan viđ herrarnir urđum ađ láta okkur duga einn skitinn spegill. Einn spegil í allri herradeildinni, takk fyrir. Ţá eru undanskildir speglarnir í mátunarklefunum, sem vitanlega eru ćtlađur báđum kynjum. Hver fer í mátunarklefann ađ máta húfu? Eftir ađ hafa komiđ athugasemdum á framfćri, til manns sem sagđist ćtla ađ koma ţeim til skila, yfirgaf ég sjoppuna. Ég hugđist ţó kanna máliđ síđar, er ég ćtti leiđ í ţangađ nćst.

Í gćr, ţremur vikum síđar, áttum viđ feđgarnir erindi í umrćdda verslun, Hagkaup í Smáralind. Ţar sem viđ völsuđum um verslunina, vaknađi litli neytendafrömuđurinn í mér og ég tók rúnt um fatadeildirnar.

Status quo.

Engin breyting. Greinilega enginn áhugi á ađ gćta samrćmis í speglamálunum á ţeim bćnum. Kannski er ég eini karlmađurinn sem vill spegla sig? Ég efast reyndar um ţađ. Allavega, ţá hefur mađurinn annađ hvort ekki komiđ til skila ţví sem hann lofađi, sá er hefur međ máliđ ađ gera gćti ekki veriđ meira sama um viđskiptavini sína af karlkyni, eđa einhver er of upptekinn viđ ađ bora í nefiđ.

Ţađ var ţó gaman ađ fá tćkifćri til ađ gera heimildarmynd međ síma, sem ég og gerđi. Ég gekk annan rúnt međ símann á lofti. Ég gekk reyndar ekki alveg umhverfis deildirnar viđ myndatökuna, heldur lét 3/4 duga. Ţó fengu fimm speglar dömuleidarinnar, af sex, hlutverk í myndinni.

Vesgú

Framhald síđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband