Fjas er til framdráttar

Þetta hefi ég löngum sagt. Alls engin ný sannindi. Áar mínir hafa fjasað um aldir alda, enda helst að ættin þjáist af andlegu ofheilbrigði. Svo ekki sé talað um hvað fjas bætir meltinguna og gefur hraustlegt og gott útlit.

Með lögum skal land byggja og með bölmóði bæta.

Lifið heil.


mbl.is Blogg gegn þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Úff.. ég gruna nú að fyrir suma sé bloggið hæli. Bloggið er ávanabindandi og fólk sem hefur lent í ákveðnum vandamálum úti í hinum misgóða heimi, leitar hingað og situr fast. Héðan gæti verið erfitt að komast þegar maður er orðinn háður. Hugsa sér ef þunglynd manneskja færi að fá allt í einu neikvæð og ömurleg skot í athugasemdum, fljótt myndi það ekki gera gott hugsa ég... Knús á þig kaddl..

Tiger, 11.3.2008 kl. 14:56

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. nokkuð þunglyndur?

Híhí, allir bloggarar í sama pottinn.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 15:00

3 identicon

hhehe ég ætti að fara að fjasa meira :)

Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ja ef fólk er einmanna eða haldið miklum kvíða getur þetta verið góð leið til að brjóta upp daginn.  Ég t.d. er mjög ánægð að hafa bloggið, þegar það er ekkert að gera í vinnunni.  Annars myndi ég kannski bara deyja úr aðgerðarleysi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:40

5 identicon

og sumir eru þungt haldnir bloggræpu eða þeir þurfa að blogga um hvert einast...já kannski á þetta komment ekki við hér en eru það ekki bara valsmenn sem fá framdrátt...terellelei...

moi101 (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

valsmenn eru í það minnsta heldur framlágir.

annars ættirðu bara að prófa Bjarki. mun betri ræpa en að blogga út um rassg.....

láta andlegu nikkuna hljóma

Brjánn Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband