Föstudagur, 18. apríl 2008
Frú norðurland krýnd um helgina
Keppnin um frú norðurland verður haldin, í Sjallanum á Akureyri, annað kvöld.
Þetta er í fimmtugasta sinn sem keppnin er haldin og verður margt um dýrðir af því tilefni. Mun Jófríður Hansen, er varð fyrst til að hreppa titilinn árið 1958, krýna sigurvegarann. Jófríður, sem verður aldargömul í haust, er lífsglöð kona og við góða heilsu.
Fjórtán húsfrúr hafa skráð sig til leiks og er víst að um harða og spennandi keppni verður að ræða. Aðspurð segir Lovísa Löve, framkvæmdastjóri keppninnar, keppnina fjölbreytta og undirbúninginn strangan. Stelpurnar þurfa að læra að aka sér og skaka, í Hagkaupssloppum og með Carmen rúllur segir Lovísa. Einnig þurfa þær að koma vel fyrir, vera fínar í puntinu og læra þessa þokkafullu hlédrægni og undirgefni bætir Lovísa við.
Til að keppandi teljist bær til þáttöku, skal hún minnst hafa komið tveimur börnum á legg og vera ekki undir fertugu.
Norðlensk fegurð krýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.