Sunnudagur, 27. apríl 2008
Bein útsending af Esjunni
Starfsfólk Trésmiðjunnar Trausta er lagði upp á Esjuna kl. 00:30 er komið alla leið upp, í góðu veðri og hefur verið í símasambandi við félaga sína í bænum. Forsprakki hópsins, Haraldur Óskarsson, segir hugmyndina hafa komið upp á árshátíð fyrirtækisins í gærkvöld.
Palli á söginni átti hugmyndina segir Haraldur við blaðamann Bergmálstíðinda. Hann fær oft svo brilliant klikk hugmyndir. Ekki síður eftir fimm sjenever bætir Haraldur við.
Það er fínt útsýnið. Héðan sést bæði Keilir og svo eitthvað fjall sem ég veit ekki hvað heitir segir Haraldur. Auðvitað eru menn þreyttir en þó óvenju sprækir. Við verðum örugglega lagðir af stað niður um sjöleitið í kvöld, þegar allir eru orðnir nægilega hressir segir Haraldur að lokum.
Í ferðinni eru 9 starfsmenn af verkstæði og skrifstofu. Þar af 4 fararstjórar. Hægt er að komast í beina útsendingu við hópinn með að fara á vefsíðu Trésmiðjunnar Trausta og finna GSM númer Haraldar á undirsíðunni 'starfsmenn' og hringja í það númer.
Bein útsending frá Hnjúknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábær
Þ Þorsteinsson, 27.4.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.